Tónlist

Endurútgefa Hlemm

Hljómsveitin Sigur Rós hefur endurútgefið tónlist sína við heimildarmyndina Hlemmur.
Hljómsveitin Sigur Rós hefur endurútgefið tónlist sína við heimildarmyndina Hlemmur.

Hljómsveitin Sigur Rós hefur endurútgefið tónlist sína við heimildarmyndina Hlemmur eftir Ólaf Sveinsson. Plata með tónlistinni kom upphaflega út árið 2003 á vegum útgáfu sveitarinnar, Krúnk, rétt eins og í þetta sinn.

Eins og áður eru nítján ósungin lög á plötunni með rafrænu ívafi. Voru lögin tekin upp og unnin í hljóðveri sveitarinnar, Sundlauginni, árið 2002. Með endurútgáfunni fylgir bók með blýantsteikningum og vatnslitamyndum eftir meðlimi Sigur Rósar. Öll hönnun og umbrot var einnig í þeirra höndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×