Draugar Milos Forman 10. ágúst 2007 00:30 Nýjasta mynd hans, Goya`s Ghost, verður meðal þeirra mynda sem sýndar verða á Bíódögum Græna ljóssins. Goya`s Ghost, nýjasta kvikmynd hins tékkneska Milos Forman, verður meðal kvikmynda á Bíódögum Græna ljóssins sem hefjast eftir tæpa viku. Myndin segir frá ævi spænska málarans Francisco Goya og er stjörnum prýdd en meðal leikara eru þau Natalie Portman og Javier Bardem auk Stellan Skarsgaard sem fer með hlutverk Goya. Sjö ár eru liðin síðan Milos sendi frá sér sína síðustu mynd, Man on the Moon, þar sem Jim Carrey fór hamförum í hlutverki bandaríska grínarans Andy Kaufman. Yfirleitt ríkir mikil spenna í kringum kvikmyndir Milos sem gerði meðal annars Gaukshreiðrið og Ríkið gegn Larry Flynt og má ljóst vera að aðdáendur Forman eiga eftir að bíða spenntir eftir nýjustu afurð hins aldna höfðingja. Græna ljósið tilkynnti í gær um fjórar aðrar kvikmyndir sem verða á dagskrá Bíódaga og þar ber ef til hæst hin vægast sagt umtalaða kvikmynd Shortbus sem olli töluverðri hneykslan þegar hún var sýnd á Cannes fyrir opinskáar kynlífssenur. Þá má einnig nefna Cocaine Cowboys en það er heimildarmynd um þá eiturlyfjabylgju sem skall á Miami við upphaf níunda áratugarins og varð síðar meir að fyrirmynd kvikmynda á borð við Scarface og Miami Vice. Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Goya`s Ghost, nýjasta kvikmynd hins tékkneska Milos Forman, verður meðal kvikmynda á Bíódögum Græna ljóssins sem hefjast eftir tæpa viku. Myndin segir frá ævi spænska málarans Francisco Goya og er stjörnum prýdd en meðal leikara eru þau Natalie Portman og Javier Bardem auk Stellan Skarsgaard sem fer með hlutverk Goya. Sjö ár eru liðin síðan Milos sendi frá sér sína síðustu mynd, Man on the Moon, þar sem Jim Carrey fór hamförum í hlutverki bandaríska grínarans Andy Kaufman. Yfirleitt ríkir mikil spenna í kringum kvikmyndir Milos sem gerði meðal annars Gaukshreiðrið og Ríkið gegn Larry Flynt og má ljóst vera að aðdáendur Forman eiga eftir að bíða spenntir eftir nýjustu afurð hins aldna höfðingja. Græna ljósið tilkynnti í gær um fjórar aðrar kvikmyndir sem verða á dagskrá Bíódaga og þar ber ef til hæst hin vægast sagt umtalaða kvikmynd Shortbus sem olli töluverðri hneykslan þegar hún var sýnd á Cannes fyrir opinskáar kynlífssenur. Þá má einnig nefna Cocaine Cowboys en það er heimildarmynd um þá eiturlyfjabylgju sem skall á Miami við upphaf níunda áratugarins og varð síðar meir að fyrirmynd kvikmynda á borð við Scarface og Miami Vice.
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein