Leikstjóri Star Trek til Íslands 10. ágúst 2007 02:15 Er væntanlegur til landsins á næstunni og ætlar að skoða aðstæður fyrir tökur á næstu Star Trek-mynd. Með honum á myndinni er leikarinn Tom Cruise. Miklar líkur eru á því að næsta Star Trek-mynd verði tekin hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins berjast Saga Film og Pegasus enn um að fá umsjón með tökunum hér á landi. Fyrirtækin hafa nú fengið send drög að kostnaðaráætlun og hefur verið gefinn frestur til koma með athugasemdir við hana. Heimildir Fréttablaðsins herma að báðir aðilar séu mjög bjartsýnir á að samningar takist og að meiri líkur en minni séu á að myndin verði að hluta til tekin upp hér á landi. Hins vegar geti brugðið til beggja vona í þessum bransa og því halda fyrirtækin að sér höndum þar til samningar hafa verið undirritaðir. Ef af yrði væri þetta mikill happafengur fyrir íslenska kvikmyndagerð því ef marka má fréttir á vefmiðlum þar vestra verður þessi mynd ein sú allra stærsta og dýrasta í sögu Star Trek-bálksins. Hvorki Snorri Þórisson hjá Pegasus né Jón Bjarni Guðmundsson hjá Saga Film vildu þó tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því en gríðarleg leynd hvílir yfir verkefninu. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum voru fulltrúar Paramount-fyrirtækisins staddir hér á landi fyrr á þessu ári til að skoða aðstæður og leist þeim vel á það sem fyrir augu bar. Upphaflega stóð til að Saga Film myndi koma eitt að þessu en svo bættist Pegasus í hópinn og berjast framleiðslufyrirtækin nú bæði um stóra vinninginn. Heimildir Fréttablaðsins herma að áætlað sé að tökur hefjist næsta vor enda komi snjór lítið við sögu úti í geimnum. Og því gæti enn liðið nokkur tími þar til að endanleg ákvörðun verður tekin. Hins vegar er von á leikstjóra myndarinnar, J.J. Abrams, hingað til lands á næstunni, en hann hefur verið kallaður næsti gullkálfur Hollywood enda höfundur sjónvarpsþáttanna Lost auk þess sem hann leikstýrði síðustu Mission: Impossible-mynd Toms Cruise. Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Miklar líkur eru á því að næsta Star Trek-mynd verði tekin hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins berjast Saga Film og Pegasus enn um að fá umsjón með tökunum hér á landi. Fyrirtækin hafa nú fengið send drög að kostnaðaráætlun og hefur verið gefinn frestur til koma með athugasemdir við hana. Heimildir Fréttablaðsins herma að báðir aðilar séu mjög bjartsýnir á að samningar takist og að meiri líkur en minni séu á að myndin verði að hluta til tekin upp hér á landi. Hins vegar geti brugðið til beggja vona í þessum bransa og því halda fyrirtækin að sér höndum þar til samningar hafa verið undirritaðir. Ef af yrði væri þetta mikill happafengur fyrir íslenska kvikmyndagerð því ef marka má fréttir á vefmiðlum þar vestra verður þessi mynd ein sú allra stærsta og dýrasta í sögu Star Trek-bálksins. Hvorki Snorri Þórisson hjá Pegasus né Jón Bjarni Guðmundsson hjá Saga Film vildu þó tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því en gríðarleg leynd hvílir yfir verkefninu. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum voru fulltrúar Paramount-fyrirtækisins staddir hér á landi fyrr á þessu ári til að skoða aðstæður og leist þeim vel á það sem fyrir augu bar. Upphaflega stóð til að Saga Film myndi koma eitt að þessu en svo bættist Pegasus í hópinn og berjast framleiðslufyrirtækin nú bæði um stóra vinninginn. Heimildir Fréttablaðsins herma að áætlað sé að tökur hefjist næsta vor enda komi snjór lítið við sögu úti í geimnum. Og því gæti enn liðið nokkur tími þar til að endanleg ákvörðun verður tekin. Hins vegar er von á leikstjóra myndarinnar, J.J. Abrams, hingað til lands á næstunni, en hann hefur verið kallaður næsti gullkálfur Hollywood enda höfundur sjónvarpsþáttanna Lost auk þess sem hann leikstýrði síðustu Mission: Impossible-mynd Toms Cruise.
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira