Stórmynd í uppnámi 10. ágúst 2007 06:45 Vinsæll spennusagnahöfundur með verk um Landið helga. Eitt stærsta verkefni í norrænum kvikmyndaiðnaði er í uppnámi. Norrænar sjónvarpsstöðvar réðust í það í fyrra að láta gera handrit eftir þríleik sænska rithöfundarins Jan Guillou um þátt norrænna manna í krossferðunum. Bækurnar um Árna Magnússon og ævintýri hans í landinu helga hafa notið mikilla vinsælda og verið þýddar víða, meðal annars hér á landi. Verkið er umfangsmikið og var upphafleg fjárhagsáætlun 170 miljónir sænskar eða ríflega 1.600 milljónir íslenskar. Áttu fyrir það að fást tvær kvikmyndir í fullri lengd auk sex þátta sjónvarpsseríu. Margir þekktir norrænir leikarar komu þar við sögu, þeirra þekktastir Mads Mikkelsen og Stellan Skarsgaard en tökum er lokið og var klipping að hefjast á mánudag. Þá kom babb í bátinn: sænska sjónvarpið sagði sig frá verkinu, þar á bæ væru menn ekki nægilega ánægðir með verkið. Aðrir norrænir sjónvarpsstjórar áttu ekki orð yfir samningssvikunum og töldu forsendur fyrir ákvörðun Svíanna veikar og af annarlegum toga. Í gær var greint frá því í norrænum blöðum að einkastöðin TV4 hefði áhuga á að koma inn í verkið. Heimildir Politiken segja misklíðina stafa af deilu um lengd sjónvarpsþáttanna og efnistök í þáttum í kvikmyndum séu og keimlík. Fyrirmyndin að þessari tvínotkun á hráefni var sótt í Fanny og Alexander Bergmans en endurnýting af þessu tagi þekkist víðar. Þannig mun Hrafn Gunnlaugsson nú vinna að endurklippingu á Hvíta víkingnum en þar var sami háttur hafður á. Tökur fóru fram í Marokkó, Skotlandi og Svíþjóð en leikstjóri verksins er Peter Flinth. Frumsýning á verkinu er áætluð í lok þessa árs og haustið 2008 og eftir það í sjónvarpi. Verkið hefur þegar verið selt til Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Finnlands og Þýskalands. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Eitt stærsta verkefni í norrænum kvikmyndaiðnaði er í uppnámi. Norrænar sjónvarpsstöðvar réðust í það í fyrra að láta gera handrit eftir þríleik sænska rithöfundarins Jan Guillou um þátt norrænna manna í krossferðunum. Bækurnar um Árna Magnússon og ævintýri hans í landinu helga hafa notið mikilla vinsælda og verið þýddar víða, meðal annars hér á landi. Verkið er umfangsmikið og var upphafleg fjárhagsáætlun 170 miljónir sænskar eða ríflega 1.600 milljónir íslenskar. Áttu fyrir það að fást tvær kvikmyndir í fullri lengd auk sex þátta sjónvarpsseríu. Margir þekktir norrænir leikarar komu þar við sögu, þeirra þekktastir Mads Mikkelsen og Stellan Skarsgaard en tökum er lokið og var klipping að hefjast á mánudag. Þá kom babb í bátinn: sænska sjónvarpið sagði sig frá verkinu, þar á bæ væru menn ekki nægilega ánægðir með verkið. Aðrir norrænir sjónvarpsstjórar áttu ekki orð yfir samningssvikunum og töldu forsendur fyrir ákvörðun Svíanna veikar og af annarlegum toga. Í gær var greint frá því í norrænum blöðum að einkastöðin TV4 hefði áhuga á að koma inn í verkið. Heimildir Politiken segja misklíðina stafa af deilu um lengd sjónvarpsþáttanna og efnistök í þáttum í kvikmyndum séu og keimlík. Fyrirmyndin að þessari tvínotkun á hráefni var sótt í Fanny og Alexander Bergmans en endurnýting af þessu tagi þekkist víðar. Þannig mun Hrafn Gunnlaugsson nú vinna að endurklippingu á Hvíta víkingnum en þar var sami háttur hafður á. Tökur fóru fram í Marokkó, Skotlandi og Svíþjóð en leikstjóri verksins er Peter Flinth. Frumsýning á verkinu er áætluð í lok þessa árs og haustið 2008 og eftir það í sjónvarpi. Verkið hefur þegar verið selt til Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Finnlands og Þýskalands.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira