Umbreytingar líta dagsins ljós 9. ágúst 2007 05:45 Tæp tvö ár þurfti til að skapa trúverðuga umbreytinga, en kvikmyndin um þessa vélvæddu geimverur þykir ákaflega vel gerð. Kvikmyndin Transformers eða Umbreytingar var frumsýnd í gær hér á landi en hún þykir ein best heppnaða sumarmyndin. Myndin er byggð á frægum leikföngum frá 7. áratug síðustu aldar sem eiga rætur að rekja til Japans. Umbreytingar segir frá baráttu hinna góðu Autobots undir stjórn Optimus Prime og hinna miskunnarlausu Decepticons sem eru leiddir áfram af Megatron (Galvatron). Stríð þessara andstæðu fylkinga sem berjast um völdin á plánetunni Cybertron berst alla leið til jarðar þar sem mannfólkið er eingungis peð á taflborði hinna stríðandi fylkinga. Umbreytingarnir komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1983 þegar japanski leikfangaframleiðandinn Takara mætti á leikfangasýningu í Tókýó og kynnti fyrir gestum og gangandi vélmenni utan úr geimnum sem gátu umbreytt sér í bíla, flugvélar eða aðra hversdagslega hluti. Bandaríska fyrirtækið Hasbro gleypti við hugmyndinni og í kjölfarið var skrifað undir samstarfssamning sem fólst í sér að Hasbro myndi hanna og skapa nýjar persónur og hafa yfirumsjón með Ameríkumarkaðinum en Takara myndi framleiða og sjá um markaðinn í Japan. Transformers-hugmyndin sló samstundis í gegn. Marvel-myndasögufyrirtækið tók leikföngin upp á sína arma og skapaði myndasögublöð um þessa kynlegu kvisti utan úr geimi. Fljótlega urðu síðan til teiknimyndir sem sýndar voru við miklar vinsældir hér á landi í morgunsjónvarpi auk teiknimyndar í fullri lengd. Það var þó ekki fyrr en 23 árum eftir að leikföngin komu fyrst á markað að Hollywood bjó yfir nægjanlega fullkomnum tæknibrellum að leikin kvikmynd um vélmennin leit dagsins ljós. Hugmyndin kemur upphaflega frá Hasbro og leitaði fyrirtækið til kvikmyndaframleiðandans Dons Murphy. Murphy ætlaði að framleiða G.I. Joe en lagði hana til hliðar þegar Bandaríkjaher réðst inn í Írak árið 2003 og fór að undirbúa jarðveginn fyrir Umbreytingana enda mikill aðdáandi teiknimyndanna. Hugmyndir að handritinu gengu manna á milli og leitaði Murphy til fjölmargra handritshöfunda sem reyndu allt hvað þeir gátu til að skapa trúverðuga sögu. Hvorki gekk hins vegar né rak hjá Murphy og það var ekki fyrr en góðvinur hans, kikmyndaframleiðandinn Tom De Santo, kom á fundi við Steven Spielberg að hreyfing komst á hlutina. Spielberg hefur þó nokkra reynslu af því að gera vinsælar geimverumyndir og hann vildi gera kvikmyndina ögn mannlegri. Spielberg leitaði til leikstjórans Michaels Bay og fékk hann til að taka verkið að sér þótt Bay hafi verið nokkuð efins til að byrja með og talið að þetta yrði bara heimskuleg leikfangamynd. En áhuginn kviknaði þegar hann fór í heimsókn til Hasbro-framleiðandans og kynnti sér leikföngin og söguna. Bay ýtti hins vegar öllu út sem gæti skaðað trúverðugleika kvikmyndarinnar. Allt var gert til að halda kostnaðinum niðri og voru tökudagarnir ekki nema 38 sem þykir fremur lítið miðað við umfang. Bay leitaði jafnframt til bandaríska hersins eftir aðstoð til að spara nokkra aura og vann sjálfur dag og nótt hjá Industrial Light & Magic við að hanna og skapa umbreytingana fyrir hvíta tjaldið. Umbreytingarnir hafa fengið nokkuð góða dóma ef miðað er við álit gagnrýnenda á stórum og dýrum Hollywood-kvikmyndum. Aðdáendur leikfanganna hafa hins vegar skipst í tvo hópa og var Bay meðal annars hótað lífláti af mörgum óánægðum sem söknuðu einhverra persóna úr teiknimyndunum. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Transformers eða Umbreytingar var frumsýnd í gær hér á landi en hún þykir ein best heppnaða sumarmyndin. Myndin er byggð á frægum leikföngum frá 7. áratug síðustu aldar sem eiga rætur að rekja til Japans. Umbreytingar segir frá baráttu hinna góðu Autobots undir stjórn Optimus Prime og hinna miskunnarlausu Decepticons sem eru leiddir áfram af Megatron (Galvatron). Stríð þessara andstæðu fylkinga sem berjast um völdin á plánetunni Cybertron berst alla leið til jarðar þar sem mannfólkið er eingungis peð á taflborði hinna stríðandi fylkinga. Umbreytingarnir komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1983 þegar japanski leikfangaframleiðandinn Takara mætti á leikfangasýningu í Tókýó og kynnti fyrir gestum og gangandi vélmenni utan úr geimnum sem gátu umbreytt sér í bíla, flugvélar eða aðra hversdagslega hluti. Bandaríska fyrirtækið Hasbro gleypti við hugmyndinni og í kjölfarið var skrifað undir samstarfssamning sem fólst í sér að Hasbro myndi hanna og skapa nýjar persónur og hafa yfirumsjón með Ameríkumarkaðinum en Takara myndi framleiða og sjá um markaðinn í Japan. Transformers-hugmyndin sló samstundis í gegn. Marvel-myndasögufyrirtækið tók leikföngin upp á sína arma og skapaði myndasögublöð um þessa kynlegu kvisti utan úr geimi. Fljótlega urðu síðan til teiknimyndir sem sýndar voru við miklar vinsældir hér á landi í morgunsjónvarpi auk teiknimyndar í fullri lengd. Það var þó ekki fyrr en 23 árum eftir að leikföngin komu fyrst á markað að Hollywood bjó yfir nægjanlega fullkomnum tæknibrellum að leikin kvikmynd um vélmennin leit dagsins ljós. Hugmyndin kemur upphaflega frá Hasbro og leitaði fyrirtækið til kvikmyndaframleiðandans Dons Murphy. Murphy ætlaði að framleiða G.I. Joe en lagði hana til hliðar þegar Bandaríkjaher réðst inn í Írak árið 2003 og fór að undirbúa jarðveginn fyrir Umbreytingana enda mikill aðdáandi teiknimyndanna. Hugmyndir að handritinu gengu manna á milli og leitaði Murphy til fjölmargra handritshöfunda sem reyndu allt hvað þeir gátu til að skapa trúverðuga sögu. Hvorki gekk hins vegar né rak hjá Murphy og það var ekki fyrr en góðvinur hans, kikmyndaframleiðandinn Tom De Santo, kom á fundi við Steven Spielberg að hreyfing komst á hlutina. Spielberg hefur þó nokkra reynslu af því að gera vinsælar geimverumyndir og hann vildi gera kvikmyndina ögn mannlegri. Spielberg leitaði til leikstjórans Michaels Bay og fékk hann til að taka verkið að sér þótt Bay hafi verið nokkuð efins til að byrja með og talið að þetta yrði bara heimskuleg leikfangamynd. En áhuginn kviknaði þegar hann fór í heimsókn til Hasbro-framleiðandans og kynnti sér leikföngin og söguna. Bay ýtti hins vegar öllu út sem gæti skaðað trúverðugleika kvikmyndarinnar. Allt var gert til að halda kostnaðinum niðri og voru tökudagarnir ekki nema 38 sem þykir fremur lítið miðað við umfang. Bay leitaði jafnframt til bandaríska hersins eftir aðstoð til að spara nokkra aura og vann sjálfur dag og nótt hjá Industrial Light & Magic við að hanna og skapa umbreytingana fyrir hvíta tjaldið. Umbreytingarnir hafa fengið nokkuð góða dóma ef miðað er við álit gagnrýnenda á stórum og dýrum Hollywood-kvikmyndum. Aðdáendur leikfanganna hafa hins vegar skipst í tvo hópa og var Bay meðal annars hótað lífláti af mörgum óánægðum sem söknuðu einhverra persóna úr teiknimyndunum.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira