Snert viðkvæma taug 8. ágúst 2007 00:01 Eitt af því sem ég hef lært sem fjárfestir er það að setja hluta af peningunum mínum á þá staði sem flestir telja að muni hækka í framtíðinni. Þess vegna hafa peningarnir mínir farið úr íslenskum eignum yfir í erlendan gjaldeyri, færeyska og skandinavíska banka, evrópsk drykkjarfyrirtæki, fasteignir í Mið-Evrópu og svo framvegis. Eins og stemningin er núna er ólíklegt að krónan verði aftur eins sterk og hún var fyrir nokkrum vikum þegar ég lá í sólinni við Spaníustrendur. Það voru allir að kveina yfir því hversu sterk hún væri orðin eins og sást bersýnilega í sjónvarpinu og blöðunum þar sem annar hver útflytjandi fékk að gráta. Ég er ekki frá því að þessi grátkór hafi snert viðkvæma taug en sem sannur fjárfestir reyni ég sem minnst að móta fjárfestingar mínar út frá tilfinningum. Svo féll hún auðvitað hratt eins og gerist alltaf í okkar litla landi. Já, ég gat farið með bros á vör inn í verslunarmannahelgina vitandi það að erlendar eignir mínar voru á uppleið. Það kom svo sem ekki á óvart að snillingarnir í Danske Bank kæmu svo fram á sjónarsviðið nú þegar krónan og íslensku bankarnir fóru að gefa eftir. Þar helgar tilgangurinn meðalið, bankinn að reyna að réttlæta dapra fjárfestingaráðgjöf til viðskiptavina. Þá sé ég ekki hlutabréfamarkaðinn fyrir mér nærri hæstu hæðum í bráð, enda ættu allflestir að vera sáttir við þá ávöxtun sem hefur boðist. Þar með er ekki sagt að öll tækifærin séu fyrir bí á Íslandi. Ég er spenntur fyrir litlu fjármálafyrirtækjunum, hvort sem það eru sparisjóðir eða smærri fjárfestingarbankar, og tel að mikill skriður verði á þeim. SPRON gefur þar tóninn með skráningu í Kauphöllina í haust. Spákaupmaðurinn á horninu. Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Eitt af því sem ég hef lært sem fjárfestir er það að setja hluta af peningunum mínum á þá staði sem flestir telja að muni hækka í framtíðinni. Þess vegna hafa peningarnir mínir farið úr íslenskum eignum yfir í erlendan gjaldeyri, færeyska og skandinavíska banka, evrópsk drykkjarfyrirtæki, fasteignir í Mið-Evrópu og svo framvegis. Eins og stemningin er núna er ólíklegt að krónan verði aftur eins sterk og hún var fyrir nokkrum vikum þegar ég lá í sólinni við Spaníustrendur. Það voru allir að kveina yfir því hversu sterk hún væri orðin eins og sást bersýnilega í sjónvarpinu og blöðunum þar sem annar hver útflytjandi fékk að gráta. Ég er ekki frá því að þessi grátkór hafi snert viðkvæma taug en sem sannur fjárfestir reyni ég sem minnst að móta fjárfestingar mínar út frá tilfinningum. Svo féll hún auðvitað hratt eins og gerist alltaf í okkar litla landi. Já, ég gat farið með bros á vör inn í verslunarmannahelgina vitandi það að erlendar eignir mínar voru á uppleið. Það kom svo sem ekki á óvart að snillingarnir í Danske Bank kæmu svo fram á sjónarsviðið nú þegar krónan og íslensku bankarnir fóru að gefa eftir. Þar helgar tilgangurinn meðalið, bankinn að reyna að réttlæta dapra fjárfestingaráðgjöf til viðskiptavina. Þá sé ég ekki hlutabréfamarkaðinn fyrir mér nærri hæstu hæðum í bráð, enda ættu allflestir að vera sáttir við þá ávöxtun sem hefur boðist. Þar með er ekki sagt að öll tækifærin séu fyrir bí á Íslandi. Ég er spenntur fyrir litlu fjármálafyrirtækjunum, hvort sem það eru sparisjóðir eða smærri fjárfestingarbankar, og tel að mikill skriður verði á þeim. SPRON gefur þar tóninn með skráningu í Kauphöllina í haust. Spákaupmaðurinn á horninu.
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira