Einar Snorri með stuttmynd á Live Earth 31. júlí 2007 02:30 Söngkonan Fergie syngur á Live Earth-tónleikunum á Wembley fyrr í sumar. Leikstjórinn Einar Snorri Einarsson leikstýrði á dögunum stuttmynd í tilefni Live Earth-tónleikanna sem voru haldnir um allan heim þann 7. júlí síðastliðinn. Einar Snorri leikstýrði stuttmynd sem deilir harðlega á neysluheiminn. Einar játar að um góða kynningu hafi verið að ræða fyrir sig og fyrirtæki hans Snorra Bros. „Þetta er ágætis áminning fyrir okkur en það er fyrst og fremst heiður að fá að taka þátt í svona mikilvægu átaki." Myndin var á meðal fimmtíu stuttmynda sem voru spilaðar fyrir milljónir áhorfenda á milli atriða á tónleikunum. Einnig voru allar stuttmyndirnar sýndar á kvikmyndahátíð í Los Angeles. Kollegar Einars Snorra úr Snorri Bros, Eiður Snorri og Snorri Sturluson, sendu einnig inn hugmyndir að stuttmyndum en á endanum var mynd Einars valin. „Við komum með þrjár hugmyndir og mín var valin," segir Einar Snorri og útskýrir að mynd hans sé ádeila á neysluheiminn. „Hún sýnir hvað lífið er orðið dapurt og hvað mannkynið er orðið sjúkt. Hún sýnir hvað fólk er búið að tapa sér í veraldlegum hlutum og útliti. Það vill eiga alls konar drasl og fær aldrei nóg. Það kaupir meira og meira þótt það eigi fullt," segir hann. Þeir félagar í Snorri Bros hafa verið duglegir við að leikstýra auglýsingum í gegnum árin, auk þess sem tónlistarmyndbönd fyrir stór nöfn á borð við R.E.M. og The Streets hafa dottið inn á borð þeirra. „Það er hressandi að fá að deila á þá sem maður hefur verið að vinna fyrir. Þetta réttlætir kannski aðeins þann skaða sem maður hefur gert með því að gera auglýsingar eins og til dæmis fyrir Hummer," segir Einar og hlær. Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikstjórinn Einar Snorri Einarsson leikstýrði á dögunum stuttmynd í tilefni Live Earth-tónleikanna sem voru haldnir um allan heim þann 7. júlí síðastliðinn. Einar Snorri leikstýrði stuttmynd sem deilir harðlega á neysluheiminn. Einar játar að um góða kynningu hafi verið að ræða fyrir sig og fyrirtæki hans Snorra Bros. „Þetta er ágætis áminning fyrir okkur en það er fyrst og fremst heiður að fá að taka þátt í svona mikilvægu átaki." Myndin var á meðal fimmtíu stuttmynda sem voru spilaðar fyrir milljónir áhorfenda á milli atriða á tónleikunum. Einnig voru allar stuttmyndirnar sýndar á kvikmyndahátíð í Los Angeles. Kollegar Einars Snorra úr Snorri Bros, Eiður Snorri og Snorri Sturluson, sendu einnig inn hugmyndir að stuttmyndum en á endanum var mynd Einars valin. „Við komum með þrjár hugmyndir og mín var valin," segir Einar Snorri og útskýrir að mynd hans sé ádeila á neysluheiminn. „Hún sýnir hvað lífið er orðið dapurt og hvað mannkynið er orðið sjúkt. Hún sýnir hvað fólk er búið að tapa sér í veraldlegum hlutum og útliti. Það vill eiga alls konar drasl og fær aldrei nóg. Það kaupir meira og meira þótt það eigi fullt," segir hann. Þeir félagar í Snorri Bros hafa verið duglegir við að leikstýra auglýsingum í gegnum árin, auk þess sem tónlistarmyndbönd fyrir stór nöfn á borð við R.E.M. og The Streets hafa dottið inn á borð þeirra. „Það er hressandi að fá að deila á þá sem maður hefur verið að vinna fyrir. Þetta réttlætir kannski aðeins þann skaða sem maður hefur gert með því að gera auglýsingar eins og til dæmis fyrir Hummer," segir Einar og hlær.
Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein