Hverju er Ingibjörg Sólrún búin að lofa fyrir okkar hönd? 22. júlí 2007 06:45 Á vefsíðu ísraelska utanríkisráðuneytisins hinn 16. júlí sl. segir frá heimsókn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Ísraels. Þar er greint með velþóknun frá því hverja hún muni ræða við í heimsókn sinni og hvert hún muni fara, en það er meðal annars til „norðurlandamæra Ísraels sem liggja að Sýrlandi og Líbanon." Þetta er hluti hernumdu svæðanna - landsvæða sem Ísrael sölsaði undir sig í sex-daga stríðinu árið 1967 og eru þau ekki viðurkennd sem ísraelskt land af Sameinuðu þjóðunum. Á vefsíðunni segir einnig að áhugi íslensku ríkisstjórnarinnar á því að koma á þessar slóðir sé framboð Íslendinga í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2009-2011. Nú hefur komið fram að ísraelsk stjórnvöld hafa verið afar ánægð með málflutning og afstöðu Ingibjargar Sólrúnar í nýafstaðinni heimsókn, jafnvel viljað fá hana sem málamiðlara í „deilunni" við Palestínumenn, að hennar sögn. Í framhaldinu hljóta fjölmiðlar að ganga eftir því við utanríkisráðherrann hverju hún sé að lofa fyrir hönd þjóðarinnar í viðræðum af þessu tagi. Hvers vegna eru Ísraelar svona himinlifandi? Og hvað veldur því að fulltrúi Bush-stjórnarinnar bandarísku kemur skælbrosandi af fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Reykjavík nýlega og segist hliðhollur því að Ísland fái sæti í Öryggisráðinu? Hafði hann sannfærst um að engin breyting yrði á utanríkisstefnu Íslands með tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn landsins; að áfram yrði fylgt Bush-línunni? Væntanlega er keppikeflið ekki einvörðungu að fá sæti í Öryggisráðinu, heldur hlýtur málið að snúast um hvað við ætlumst fyrir, þá stefnu sem fulltrúi Íslands kæmi til með að fylgja. Hinn nýi utanríkisráðherra hefur nú ráðið sérstakan starfsmann til að sjá um áróðurinn fyrir því að við hreppum sætið. En hvaða rökum á þessi starfsmaður að tefla fram? Hvaða stefnu segir hann að Íslendingar muni fylgja, til dæmis gagnvart mannréttindabrotum Ísraelsríkis? Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á vefsíðu ísraelska utanríkisráðuneytisins hinn 16. júlí sl. segir frá heimsókn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Ísraels. Þar er greint með velþóknun frá því hverja hún muni ræða við í heimsókn sinni og hvert hún muni fara, en það er meðal annars til „norðurlandamæra Ísraels sem liggja að Sýrlandi og Líbanon." Þetta er hluti hernumdu svæðanna - landsvæða sem Ísrael sölsaði undir sig í sex-daga stríðinu árið 1967 og eru þau ekki viðurkennd sem ísraelskt land af Sameinuðu þjóðunum. Á vefsíðunni segir einnig að áhugi íslensku ríkisstjórnarinnar á því að koma á þessar slóðir sé framboð Íslendinga í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2009-2011. Nú hefur komið fram að ísraelsk stjórnvöld hafa verið afar ánægð með málflutning og afstöðu Ingibjargar Sólrúnar í nýafstaðinni heimsókn, jafnvel viljað fá hana sem málamiðlara í „deilunni" við Palestínumenn, að hennar sögn. Í framhaldinu hljóta fjölmiðlar að ganga eftir því við utanríkisráðherrann hverju hún sé að lofa fyrir hönd þjóðarinnar í viðræðum af þessu tagi. Hvers vegna eru Ísraelar svona himinlifandi? Og hvað veldur því að fulltrúi Bush-stjórnarinnar bandarísku kemur skælbrosandi af fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Reykjavík nýlega og segist hliðhollur því að Ísland fái sæti í Öryggisráðinu? Hafði hann sannfærst um að engin breyting yrði á utanríkisstefnu Íslands með tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn landsins; að áfram yrði fylgt Bush-línunni? Væntanlega er keppikeflið ekki einvörðungu að fá sæti í Öryggisráðinu, heldur hlýtur málið að snúast um hvað við ætlumst fyrir, þá stefnu sem fulltrúi Íslands kæmi til með að fylgja. Hinn nýi utanríkisráðherra hefur nú ráðið sérstakan starfsmann til að sjá um áróðurinn fyrir því að við hreppum sætið. En hvaða rökum á þessi starfsmaður að tefla fram? Hvaða stefnu segir hann að Íslendingar muni fylgja, til dæmis gagnvart mannréttindabrotum Ísraelsríkis? Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun