Perez fílar Pál Óskar 22. júlí 2007 05:45 Nýjasta myndbandi söngvarans góðkunna var póstað á einu frægasta slúðurbloggi heims, bloggi Perez Hiltons. Páll Óskar Hjálmtýsson fékk sína fimmtán mínútna frægð í bandaríska slúðurheiminum á fimmtudaginn þegar slúðurbloggarinn Perez Hilton póstaði nýjasta myndbandi Palla, við lagið Allt fyrir ástina, á síðunni sinni. Perez, sem segist sjálfur vera „The queen of all media", var ansi ánægður með myndbandið og setti það í flokkinn „Gay, Gay, Gay". Einnig bætti hann því við að hann skildi ekki orð sem Palli segði í myndbandinu en það væri samt „svo hallærislega skemmtilegt". Hann er greinilega pínulítið skotinn í íslenska töffaranum. Fjöldamörg komment komu á færsluna þar sem flestir lýstu ánægju sinni á hinum íslenska diskópoppara og þótti sumum rauður glansbúningur hans minna á latexbúninginn sem Britney Spears klæddist í myndbandinu Oops, I did it Again. Páll Óskar getur haldið upp á slúðurfrægð sína í kvöld enda mun hann koma fram á Nasa þar sem verður haldið partí í boði orkudrykkjarins Burn. Spurning hvort nýjasti aðdáandi hans, Perez Hilton, verði á staðnum. Húsið verður opnað klukkan 23 og kostar einungis þúsund krónur inn. Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson fékk sína fimmtán mínútna frægð í bandaríska slúðurheiminum á fimmtudaginn þegar slúðurbloggarinn Perez Hilton póstaði nýjasta myndbandi Palla, við lagið Allt fyrir ástina, á síðunni sinni. Perez, sem segist sjálfur vera „The queen of all media", var ansi ánægður með myndbandið og setti það í flokkinn „Gay, Gay, Gay". Einnig bætti hann því við að hann skildi ekki orð sem Palli segði í myndbandinu en það væri samt „svo hallærislega skemmtilegt". Hann er greinilega pínulítið skotinn í íslenska töffaranum. Fjöldamörg komment komu á færsluna þar sem flestir lýstu ánægju sinni á hinum íslenska diskópoppara og þótti sumum rauður glansbúningur hans minna á latexbúninginn sem Britney Spears klæddist í myndbandinu Oops, I did it Again. Páll Óskar getur haldið upp á slúðurfrægð sína í kvöld enda mun hann koma fram á Nasa þar sem verður haldið partí í boði orkudrykkjarins Burn. Spurning hvort nýjasti aðdáandi hans, Perez Hilton, verði á staðnum. Húsið verður opnað klukkan 23 og kostar einungis þúsund krónur inn.
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira