Time and Time Again - Lada Sport - Þrjár stjörnur Trausti Júlíusson skrifar 21. júlí 2007 01:45 Þessi fyrsta plata Lödu Sport í fullri lengd er ekki fullkomin, en staðfestir að þetta er hljómsveit sem getur bæði samið, útsett og flutt góð rokklög. Fagmannlega unnin rokkplataLada Sport er fjögurra manna sveit úr Hafnarfirði. Hún vakti fyrst athygli þegar hún lenti í öðru sæti á Músíktilraunum árið 2004. Í dag eru í sveitinni þeir Stefnir Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Friðrik Sigurbjörn Friðriksson bassaleikari og Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari sem allir voru í Lödunni á Músíktilraunum og á EP-plötunni Personal Humor sem kom út sama ár, og svo Jón Þór Ólafsson söngvari og gítarleikari sem gekk til liðs við sveitina haustið 2005. Og nú er fyrsta plata sveitarinnar í fullri lengd komin út. Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður hlustar á Time and Time Again er hversu fagmannlega hún er unnin. Hljómurinn er þykkur og þéttur og útsetningarnar eru gerðar af kunnáttu. Tónlistin minnir mig stundum á þykkan hljóðvegginn hjá Muse, en einnig kemur Weezer upp í hugann. Nokkrir gestahljóðfæraleikarar koma við sögu; fiðlu- og sellóleikari, trompetleikari og bakraddasöngvarar auk Gísla Steins Péturssonar sem vinnur með gítarhljóminn í nokkrum lögum. Eins og áður segir eru útsetningarnar vel gerðar og þessi aukamannskapur kemur vel út og gerir hljóminn massífari. Axel Flex Árnason stjórnar upptökum ásamt hljómsveitarmeðlimum. Það er mörg ágæt lög á Time and Time Again. Ég nefni fyrstu tvö lögin, Love Donors og The World Is A Place For Kids Going Far, lagið Trampoline, lokalagið Leví, It's Time To Wake Up og Holocaust sem er mitt uppáhaldslag á plötunni. Fín lög allt, en það sem þeim Lada Sport drengjum hefur samt ekki alveg tekist að mínu mati er að marka sér sérstöðu og gera tónlistina spennandi. Platan hljómar svolítið einsleit og of keimlík öðrum rokkplötum sem maður hefur heyrt í gegn um tíðina. Á heildina litið er Time and Time Again samt ágætis plata. Kostirnir eru fleiri en gallarnir. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Fagmannlega unnin rokkplataLada Sport er fjögurra manna sveit úr Hafnarfirði. Hún vakti fyrst athygli þegar hún lenti í öðru sæti á Músíktilraunum árið 2004. Í dag eru í sveitinni þeir Stefnir Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Friðrik Sigurbjörn Friðriksson bassaleikari og Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari sem allir voru í Lödunni á Músíktilraunum og á EP-plötunni Personal Humor sem kom út sama ár, og svo Jón Þór Ólafsson söngvari og gítarleikari sem gekk til liðs við sveitina haustið 2005. Og nú er fyrsta plata sveitarinnar í fullri lengd komin út. Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður hlustar á Time and Time Again er hversu fagmannlega hún er unnin. Hljómurinn er þykkur og þéttur og útsetningarnar eru gerðar af kunnáttu. Tónlistin minnir mig stundum á þykkan hljóðvegginn hjá Muse, en einnig kemur Weezer upp í hugann. Nokkrir gestahljóðfæraleikarar koma við sögu; fiðlu- og sellóleikari, trompetleikari og bakraddasöngvarar auk Gísla Steins Péturssonar sem vinnur með gítarhljóminn í nokkrum lögum. Eins og áður segir eru útsetningarnar vel gerðar og þessi aukamannskapur kemur vel út og gerir hljóminn massífari. Axel Flex Árnason stjórnar upptökum ásamt hljómsveitarmeðlimum. Það er mörg ágæt lög á Time and Time Again. Ég nefni fyrstu tvö lögin, Love Donors og The World Is A Place For Kids Going Far, lagið Trampoline, lokalagið Leví, It's Time To Wake Up og Holocaust sem er mitt uppáhaldslag á plötunni. Fín lög allt, en það sem þeim Lada Sport drengjum hefur samt ekki alveg tekist að mínu mati er að marka sér sérstöðu og gera tónlistina spennandi. Platan hljómar svolítið einsleit og of keimlík öðrum rokkplötum sem maður hefur heyrt í gegn um tíðina. Á heildina litið er Time and Time Again samt ágætis plata. Kostirnir eru fleiri en gallarnir.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“