Um veðrið og verðið 19. júlí 2007 00:01 Í miðri hitabylgjunni bárust þær fréttir enn einu sinni að Ísland væri dýrasta land í Evrópu. Þýðir það ekki nokkurn veginn að Ísland sé dýrasta land í heimi? Auðvitað nennti ég ekki að spá í þetta frekar en aðrir og bar bara meiri sólarvörn á skallann á mér. Sömu hugsun skýtur alltaf upp í kollinum á mér í svona veðri og hún er: Hvernig kemur fólk í heitu löndunum einhverju í verk? Nennir fólk einhverju öðru en að gapa framan í sólina? Þegar hitinn á Íslandi fer í kringum tuttugu gráður og sólin skín eins og hún eigi lífið að leysa þá bara hreinlega er ekki hægt að gera neitt annað en að njóta veðursins. Þetta er svo einstakt. Maður er að missa af tækifærinu ef maður gerir það ekki. Að njóta þess ekki þegar sólin skín er svona eins og að kaupa ekki kjúklingabringur ef þær væru auglýstar á 800 kall kílóið. Þegar sólin skein sem skærast fyllti ég bílinn af bensíni hjá eina olíufyrirtækinu sem ekki hafði haft samráð um að svindla á mér. Þótt ég sé óttaleg rola þegar kemur að neytendamálum reyni ég að kaupa bara af þeim. Ég fékk smá sting í budduna þegar ég sá að lítrinn var allt í einu kominn upp í 123,5 kall með dælulykilsafslætti - var hann ekki undir 120 kalli síðast? Hvernig má þetta vera þegar dollarinn er í metlægð og skreið meira að segja undir 60 kall um daginn? Svona hugsaði ég örvæntingarfullur með dæluna í hendinni en komst bara að þeirri niðurstöðu að líklega þyrfti ég að fara að hjóla meira. Næsta birtingarmynd okurs og lélegrar hagstjórnar birtist mér í klukkubúð sem ein var opin þennan sunnudagsmorgun. Ég keypti þrjá bragðlausa flúorlampatómata á 125 kall, kílóið á 346 kall. Ætli kíló af tómötum sé annars staðar næstum því þrisvar sinnum dýrara en bensínlítrinn? Fyrst hlýnun jarðar reddaði okkur góða veðrinu þyrfti þá ekki einhvers konar "hlýnun jarðar" í hagstjórnina til að verðin færu að lækka? Við rústum nú þegar alþjóðlega hamingjulistanum en ímyndaðu þér bara hversu hátt við myndum skora ef við gætum hætt að gnísta tönnum í hvert einasta skipti sem við kaupum í matinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Í miðri hitabylgjunni bárust þær fréttir enn einu sinni að Ísland væri dýrasta land í Evrópu. Þýðir það ekki nokkurn veginn að Ísland sé dýrasta land í heimi? Auðvitað nennti ég ekki að spá í þetta frekar en aðrir og bar bara meiri sólarvörn á skallann á mér. Sömu hugsun skýtur alltaf upp í kollinum á mér í svona veðri og hún er: Hvernig kemur fólk í heitu löndunum einhverju í verk? Nennir fólk einhverju öðru en að gapa framan í sólina? Þegar hitinn á Íslandi fer í kringum tuttugu gráður og sólin skín eins og hún eigi lífið að leysa þá bara hreinlega er ekki hægt að gera neitt annað en að njóta veðursins. Þetta er svo einstakt. Maður er að missa af tækifærinu ef maður gerir það ekki. Að njóta þess ekki þegar sólin skín er svona eins og að kaupa ekki kjúklingabringur ef þær væru auglýstar á 800 kall kílóið. Þegar sólin skein sem skærast fyllti ég bílinn af bensíni hjá eina olíufyrirtækinu sem ekki hafði haft samráð um að svindla á mér. Þótt ég sé óttaleg rola þegar kemur að neytendamálum reyni ég að kaupa bara af þeim. Ég fékk smá sting í budduna þegar ég sá að lítrinn var allt í einu kominn upp í 123,5 kall með dælulykilsafslætti - var hann ekki undir 120 kalli síðast? Hvernig má þetta vera þegar dollarinn er í metlægð og skreið meira að segja undir 60 kall um daginn? Svona hugsaði ég örvæntingarfullur með dæluna í hendinni en komst bara að þeirri niðurstöðu að líklega þyrfti ég að fara að hjóla meira. Næsta birtingarmynd okurs og lélegrar hagstjórnar birtist mér í klukkubúð sem ein var opin þennan sunnudagsmorgun. Ég keypti þrjá bragðlausa flúorlampatómata á 125 kall, kílóið á 346 kall. Ætli kíló af tómötum sé annars staðar næstum því þrisvar sinnum dýrara en bensínlítrinn? Fyrst hlýnun jarðar reddaði okkur góða veðrinu þyrfti þá ekki einhvers konar "hlýnun jarðar" í hagstjórnina til að verðin færu að lækka? Við rústum nú þegar alþjóðlega hamingjulistanum en ímyndaðu þér bara hversu hátt við myndum skora ef við gætum hætt að gnísta tönnum í hvert einasta skipti sem við kaupum í matinn.
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun