Valgeir orðaður við Mercury-verðlaunin 18. júlí 2007 02:00 Platan We Can Create með tónlistarmanninum Maps, hefur verið tilnefnd til hinna virtu bresku Mercury-verðlauna. Valgeir Sigurðsson tónlistarmaður og upptökustjóri stýrði upptökum á plötunni We Can Create með tónlistarmanninum Maps en hún hefur verið tilnefnd til hinna virtu Mercury-tónlistarverðlauna. Alls eru tólf plötur tilnefndar en þarna er einnig að finna Arctic Monkeys, Amy Winehouse, Dizzie Rascal, Klaxons og fleiri en Valgeir hefur meðal annars unnið með Björk, Coco Rosie, Nico Muhly og Múm. „Þetta er frábært að heyra,“ segir Valgeir sem hafði ekki heyrt af tilnefningunni er Fréttablaðið hafði samband við hann. „Við lögðum heilmikla vinnu í þetta verkefni en platan var að mestu leyti unnin síðasta sumar. Síðan var platan hljóðblönduð af Ken Thomas en þetta eru mjög sterk og spennandi lög og ég var mjög ánægður með útkomuna. Það er tiltölulega langt síðan ég lauk minni vinnslu við plötuna enda kom hún út í apríl og gaman að sjá að hún sé að fá athygli,“ sagði Valgeir en sjálfur mun hann gefa út sína fyrstu plötu 9. ágúst. „Ég kláraði hana í vor en þetta er fyrsta sólóplatan mín og hún er gefin út af mínu eigin útgáfufyrirtæki,“ segir Valgeir en platan heitir hinu stóra nafni Ekvílibríum. Þegar hann er beðinn um að lýsa tónlistinni segir hann: „Þetta er einhvers konar blanda af akústískum og elektrónískum tónum og flest lögin eru instrúmental. Þó eru fjögur sem sungin eru af gestasöngvurum en það eru þeir Will Oldham eða „Bonnie Prince Billie“, Don MCarthy og Ástralinn J. Walker sem syngja inn á plötuna fyrir mig.“ Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Valgeir Sigurðsson tónlistarmaður og upptökustjóri stýrði upptökum á plötunni We Can Create með tónlistarmanninum Maps en hún hefur verið tilnefnd til hinna virtu Mercury-tónlistarverðlauna. Alls eru tólf plötur tilnefndar en þarna er einnig að finna Arctic Monkeys, Amy Winehouse, Dizzie Rascal, Klaxons og fleiri en Valgeir hefur meðal annars unnið með Björk, Coco Rosie, Nico Muhly og Múm. „Þetta er frábært að heyra,“ segir Valgeir sem hafði ekki heyrt af tilnefningunni er Fréttablaðið hafði samband við hann. „Við lögðum heilmikla vinnu í þetta verkefni en platan var að mestu leyti unnin síðasta sumar. Síðan var platan hljóðblönduð af Ken Thomas en þetta eru mjög sterk og spennandi lög og ég var mjög ánægður með útkomuna. Það er tiltölulega langt síðan ég lauk minni vinnslu við plötuna enda kom hún út í apríl og gaman að sjá að hún sé að fá athygli,“ sagði Valgeir en sjálfur mun hann gefa út sína fyrstu plötu 9. ágúst. „Ég kláraði hana í vor en þetta er fyrsta sólóplatan mín og hún er gefin út af mínu eigin útgáfufyrirtæki,“ segir Valgeir en platan heitir hinu stóra nafni Ekvílibríum. Þegar hann er beðinn um að lýsa tónlistinni segir hann: „Þetta er einhvers konar blanda af akústískum og elektrónískum tónum og flest lögin eru instrúmental. Þó eru fjögur sem sungin eru af gestasöngvurum en það eru þeir Will Oldham eða „Bonnie Prince Billie“, Don MCarthy og Ástralinn J. Walker sem syngja inn á plötuna fyrir mig.“
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira