Bubbi og Nylon saman á sviði 12. júlí 2007 07:00 Einar Bárðarson skipuleggur afmælistónleika fyrir Kaupþing. Samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins hyggst Kaupþing blása til mikillar veislu á 25 ára afmæli fyrirtækisins síðar í sumar. Kaupþing hefur fengið sjálfan umboðsmann Íslands, Einar Bárðarson, til að skipuleggja stórtónleika sem fara fram annaðhvort á Miklatúni, Laugardalsvelli eða Nauthólsvík en líklegast verður að teljast að Miklatún verði fyrir valinu enda sýndi það sig með Sigur Rósar-tónleikunum að grasflöturinn hentar vel fyrir slíka viðburði. Tónleikarnir fara fram á sjálfan afmælisdaginn eða 17. ágúst. Undirbúningur hefur verið í gangi í þónokkuð langan tíma en mikil leynd hvílir yfir verkefninu. Nokkrir staðir hafa komið til greina við skipulagninguna og þá er það síður en svo létt verk að fá til liðs við sig alla fremstu tónlistarmenn þjóðarinnar á einum degi. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál að svo stöddu,“ sagði Einar Bárðarson og var þögull sem gröfin. Sama var upp á teningnum hjá Benedikt Sigurðssyni,upplýsingafulltrúa Kaupþings, sem vildi ekkert láta hafa eftir sér. „Kaupþing verður 25 ára í ágúst, það er rétt, en hvað við ætlum að gera er algjört hernaðarleyndarmál.“ Enginn aðgangseyrir verður á tónleikana heldur hyggst Kaupþing bjóða íslensku þjóðinni. Til stendur að byggja eitt stærsta svið sem sögur fara af í íslenskri tónlistarsögu og verður ekkert til sparað og bæði hljóð- og ljósakerfi verða með því öflugustu sem um getur. Heimildir Fréttablaðsins herma að tónlistarfólk á borð við Nylon, Lay Low og Stuðmenn hafi þegar gefið vilyrði fyrir að spila á tónleikunum og komi því til með að trylla lýðinn. Þá mun sjálfur Bubbi Morthens einnig stíga á svið ef allt gengur samkvæmt óskum. Enn á þó fjöldi íslenskra tónlistarmanna eftir að gefa svar og því má reikna með mikilli tónlistarveislu um miðjan ágúst. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins hyggst Kaupþing blása til mikillar veislu á 25 ára afmæli fyrirtækisins síðar í sumar. Kaupþing hefur fengið sjálfan umboðsmann Íslands, Einar Bárðarson, til að skipuleggja stórtónleika sem fara fram annaðhvort á Miklatúni, Laugardalsvelli eða Nauthólsvík en líklegast verður að teljast að Miklatún verði fyrir valinu enda sýndi það sig með Sigur Rósar-tónleikunum að grasflöturinn hentar vel fyrir slíka viðburði. Tónleikarnir fara fram á sjálfan afmælisdaginn eða 17. ágúst. Undirbúningur hefur verið í gangi í þónokkuð langan tíma en mikil leynd hvílir yfir verkefninu. Nokkrir staðir hafa komið til greina við skipulagninguna og þá er það síður en svo létt verk að fá til liðs við sig alla fremstu tónlistarmenn þjóðarinnar á einum degi. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál að svo stöddu,“ sagði Einar Bárðarson og var þögull sem gröfin. Sama var upp á teningnum hjá Benedikt Sigurðssyni,upplýsingafulltrúa Kaupþings, sem vildi ekkert láta hafa eftir sér. „Kaupþing verður 25 ára í ágúst, það er rétt, en hvað við ætlum að gera er algjört hernaðarleyndarmál.“ Enginn aðgangseyrir verður á tónleikana heldur hyggst Kaupþing bjóða íslensku þjóðinni. Til stendur að byggja eitt stærsta svið sem sögur fara af í íslenskri tónlistarsögu og verður ekkert til sparað og bæði hljóð- og ljósakerfi verða með því öflugustu sem um getur. Heimildir Fréttablaðsins herma að tónlistarfólk á borð við Nylon, Lay Low og Stuðmenn hafi þegar gefið vilyrði fyrir að spila á tónleikunum og komi því til með að trylla lýðinn. Þá mun sjálfur Bubbi Morthens einnig stíga á svið ef allt gengur samkvæmt óskum. Enn á þó fjöldi íslenskra tónlistarmanna eftir að gefa svar og því má reikna með mikilli tónlistarveislu um miðjan ágúst.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira