Er þögn sama og samþykki? 8. júlí 2007 06:00 Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem ákærður var fyrir naugðun á stúlku á Hótel Sögu olli talsverðum titringi þar sem mörgum þótti sannað að naugðun hefði átt sér stað. Atli Gíslason lögmaður var meðal þeirra sem sýndi viðbrögð við dómnum og sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudagskvöldið að dómurinn væri skelfilegt afturhvarf til fortíðar. Í dómnum kemur fram að veilur eru á frásögn hins ákærða en frásögn stúlkunnar þykir gloppótt sökum þess að hún var ölvuð. Dómurinn treystir sér ekki til að taka afstöðu til þess sem gerist áður en kynmökin eiga sér stað þar sem framburði þeirra beggja ber ekki saman. Heldur halla sér að því sem gerist eftir að þau hefjast. Í niðurstöðu dómsins er talið að frásögn stúlkunnar sé alveg ótvíræð um það að ákærði fór öllu sínu fram við hana án þess að hún veitti athæfi hans viðnám eða mótmælt því. Frásögnum beggja aðila ber saman í þeim efnum. Ekki tekur dómurinn heldur mark á viðbrögðum stúlkunnar eftir atburðinn né skýrslu lækna á líkamlegu og andlegu ástandi hennar. Dómurinn er alfarið byggður á því að hún veitti ekkert viðnám né sýndi að hún væri kynmökunum andhverf. Þögn hennar er túlkuð sem samþykki. Þrátt fyrir að það sé alþekkt í sálfræðinni, eins og geðlæknir sem kallaður var fyrir dóminn sagði, að sumir bregðist við eins og stúlkan gerði þegar þeir verði fyrir árás. Að þeir frjósi eða jafnvel gefi eftir og veiti ekki mótspyrnu. Er því vafasamt að viðbrögð stúlkunnar, eða öllu heldur skortur á vissum viðbrögðum, valdi úrslitum dómsins. Þögn getur táknað svo margt annað en samþykki, enda er þögn ætíð túlkunaratriði. Dómurinn styðst aðeins við verknaðarlýsingu eins og Atli Gíslason gagnrýnir hann jafnframt fyrir. Taka má undir með Atla þegar hann segir einnig að heldur hefði átt að líta til viðbragða stúlkunnar og ástands hennar þegar hún kemur á bráðamóttöku. Samkvæmt þeim viðbrögðum stemmi ekki að stúlkan hafi samþykkt kynmök. Enda sá hún ástæðu til að leggja fram kæru. Dómurinn taldi að hinum ákærða hafi ekki verið ljóst að stúlkan vildi hvorki eiga við hann samræði né kynmök. Vegna þess að stúlkan hvorki mótmælti né veitti viðnám þegar kynmök hófust. Látlaus barátta hefur átt sér stað um allan heim til að breyta viðhorfi til nauðgunar. Eitt helsta baráttumálið er að gera fólki ljóst að ábyrgðin er ekki þolandans. Taka verður undir með Atla þegar hann segir þennan dóm afturhvarf til fortíðar þvi ekki er hægt að sjá annað en að stúlkan sé talin bera ábyrgð á atburðunum, með því að hafa ekki brugðist rétt við og hafa sýnt með afgerandi hætti að hún væri andhverf samræði eða kynmökum við manninn. Hún varð semsagt að hafa sagt nei en engu virtist skipta að hún sagði ekki já. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að vísa málinu til Hæstarréttar. En það væri vissulega áhugavert að sjá hvort málið fengi þar sömu málsferð og hjá þeim Pétri Guðgeirssyni, Ásgeiri Magnússyni og Sigríði Ólafsdóttur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun
Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem ákærður var fyrir naugðun á stúlku á Hótel Sögu olli talsverðum titringi þar sem mörgum þótti sannað að naugðun hefði átt sér stað. Atli Gíslason lögmaður var meðal þeirra sem sýndi viðbrögð við dómnum og sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudagskvöldið að dómurinn væri skelfilegt afturhvarf til fortíðar. Í dómnum kemur fram að veilur eru á frásögn hins ákærða en frásögn stúlkunnar þykir gloppótt sökum þess að hún var ölvuð. Dómurinn treystir sér ekki til að taka afstöðu til þess sem gerist áður en kynmökin eiga sér stað þar sem framburði þeirra beggja ber ekki saman. Heldur halla sér að því sem gerist eftir að þau hefjast. Í niðurstöðu dómsins er talið að frásögn stúlkunnar sé alveg ótvíræð um það að ákærði fór öllu sínu fram við hana án þess að hún veitti athæfi hans viðnám eða mótmælt því. Frásögnum beggja aðila ber saman í þeim efnum. Ekki tekur dómurinn heldur mark á viðbrögðum stúlkunnar eftir atburðinn né skýrslu lækna á líkamlegu og andlegu ástandi hennar. Dómurinn er alfarið byggður á því að hún veitti ekkert viðnám né sýndi að hún væri kynmökunum andhverf. Þögn hennar er túlkuð sem samþykki. Þrátt fyrir að það sé alþekkt í sálfræðinni, eins og geðlæknir sem kallaður var fyrir dóminn sagði, að sumir bregðist við eins og stúlkan gerði þegar þeir verði fyrir árás. Að þeir frjósi eða jafnvel gefi eftir og veiti ekki mótspyrnu. Er því vafasamt að viðbrögð stúlkunnar, eða öllu heldur skortur á vissum viðbrögðum, valdi úrslitum dómsins. Þögn getur táknað svo margt annað en samþykki, enda er þögn ætíð túlkunaratriði. Dómurinn styðst aðeins við verknaðarlýsingu eins og Atli Gíslason gagnrýnir hann jafnframt fyrir. Taka má undir með Atla þegar hann segir einnig að heldur hefði átt að líta til viðbragða stúlkunnar og ástands hennar þegar hún kemur á bráðamóttöku. Samkvæmt þeim viðbrögðum stemmi ekki að stúlkan hafi samþykkt kynmök. Enda sá hún ástæðu til að leggja fram kæru. Dómurinn taldi að hinum ákærða hafi ekki verið ljóst að stúlkan vildi hvorki eiga við hann samræði né kynmök. Vegna þess að stúlkan hvorki mótmælti né veitti viðnám þegar kynmök hófust. Látlaus barátta hefur átt sér stað um allan heim til að breyta viðhorfi til nauðgunar. Eitt helsta baráttumálið er að gera fólki ljóst að ábyrgðin er ekki þolandans. Taka verður undir með Atla þegar hann segir þennan dóm afturhvarf til fortíðar þvi ekki er hægt að sjá annað en að stúlkan sé talin bera ábyrgð á atburðunum, með því að hafa ekki brugðist rétt við og hafa sýnt með afgerandi hætti að hún væri andhverf samræði eða kynmökum við manninn. Hún varð semsagt að hafa sagt nei en engu virtist skipta að hún sagði ekki já. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að vísa málinu til Hæstarréttar. En það væri vissulega áhugavert að sjá hvort málið fengi þar sömu málsferð og hjá þeim Pétri Guðgeirssyni, Ásgeiri Magnússyni og Sigríði Ólafsdóttur í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun