Velkomin aftur 5. júlí 2007 01:00 Icky Thump The White Stripes HHHH Hrá, grípandi og sveitt. Já, dúettinn The White Stripes er aftur búinn að finna fjölina sína. Einmitt þegar ég hélt að White Stripes væru búin að „missa það“ snúa þau tvíefld til baka og stinga puttanum beint framan í okkur efasemdamennina. En hvað átti maður annars að halda? Get Behind Me Satan var nær sálarlaus með öllu og virkaði líkt og herra Jack White væri eingöngu að þessu peninganna vegna. Ekki skánaði dæmið þegar The Raconteurs birtist í fyrra. „Vá“ hugsuðu væntanlega margir með sér þá. „Leiðinlegur framapotagrautur“ var hins vegar það sem flaug í gegnum huga minn. Og ég þori alveg að viðurkenna mistök mín núna, ég gafst upp á Jack White alltof fljótt. Icky Thump er samt kannski ekki besta verk White Stripes til þessa en svífur á köflum léttilega inn í flokkinn með A+ efni sveitarinnar. Það fyrsta sem maður tekur eftir á plötunni er að spilagleðin er augljóslega aftur höfð í fyrirrúmi og á þeim stundum er nefið hans Jack hvað næmast fyrir vænum melódíum. Önnur gleði, sköpunargleðin, blómstrar einnig á ný. Tilraunamennskan fer samt aldrei í gönur sem er ein mesta snilldin við The White Stripes. Einfalt afturhvarfsrokk sem hefur verið kryddað þannig að það helst nýtt og brakandi ferskt. Besta dæmið er lagið Conquest. Gamalt Patti Page lag sem var upprunalega samið af Corkey Robbin. Stórkostlegur rokkslagari með líflegum slurk af mexíkósku trompeti sem tónar á fáránlega flottan hátt við nagandi gítarriff Jack. Hráustu gítartónarnir eins og í fyrrnefndu lagi, 300 M.P.H. Torrential Outpour Blues, Catch Hell Blues og eiginlega flestum lögum plötunnar eru líka þeim hæfileikum gæddir að fá mömmur til þess að öskra á mann að lækka í í tónlistinni. Yfirleitt þegar slíkt gerist eru menn á réttri braut. Mikið lifandi skelfingar ósköp er ég feginn að ég hafði rangt fyrir mér varðandi Jack White... og auðvitað Meg líka. Icky Thump er með bestu plötum ársins og sannar enn og aftur hvað einfaldleikinn getur gefið mikið af sér. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Einmitt þegar ég hélt að White Stripes væru búin að „missa það“ snúa þau tvíefld til baka og stinga puttanum beint framan í okkur efasemdamennina. En hvað átti maður annars að halda? Get Behind Me Satan var nær sálarlaus með öllu og virkaði líkt og herra Jack White væri eingöngu að þessu peninganna vegna. Ekki skánaði dæmið þegar The Raconteurs birtist í fyrra. „Vá“ hugsuðu væntanlega margir með sér þá. „Leiðinlegur framapotagrautur“ var hins vegar það sem flaug í gegnum huga minn. Og ég þori alveg að viðurkenna mistök mín núna, ég gafst upp á Jack White alltof fljótt. Icky Thump er samt kannski ekki besta verk White Stripes til þessa en svífur á köflum léttilega inn í flokkinn með A+ efni sveitarinnar. Það fyrsta sem maður tekur eftir á plötunni er að spilagleðin er augljóslega aftur höfð í fyrirrúmi og á þeim stundum er nefið hans Jack hvað næmast fyrir vænum melódíum. Önnur gleði, sköpunargleðin, blómstrar einnig á ný. Tilraunamennskan fer samt aldrei í gönur sem er ein mesta snilldin við The White Stripes. Einfalt afturhvarfsrokk sem hefur verið kryddað þannig að það helst nýtt og brakandi ferskt. Besta dæmið er lagið Conquest. Gamalt Patti Page lag sem var upprunalega samið af Corkey Robbin. Stórkostlegur rokkslagari með líflegum slurk af mexíkósku trompeti sem tónar á fáránlega flottan hátt við nagandi gítarriff Jack. Hráustu gítartónarnir eins og í fyrrnefndu lagi, 300 M.P.H. Torrential Outpour Blues, Catch Hell Blues og eiginlega flestum lögum plötunnar eru líka þeim hæfileikum gæddir að fá mömmur til þess að öskra á mann að lækka í í tónlistinni. Yfirleitt þegar slíkt gerist eru menn á réttri braut. Mikið lifandi skelfingar ósköp er ég feginn að ég hafði rangt fyrir mér varðandi Jack White... og auðvitað Meg líka. Icky Thump er með bestu plötum ársins og sannar enn og aftur hvað einfaldleikinn getur gefið mikið af sér.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira