Allen gerir Barcelona að Manhattan 5. júlí 2007 02:30 Hyggst færa sig yfir til Spánar og gerir mynd í Barcelona. Bandaríski leikstjórinn Woody Allen er byrjaður að sópa til sín leikurum fyrir sína næstu mynd. Meðal þeirra sem þegar hafa verið ráðnir eru Javier Bardem og Penelope Cruz og nýlega bættist Patricia Clarkson í hópinn. Fyrir þessari þrenningu fer síðan auðvitað Scarlett Johansson sem Allen virðist vera hugfangin af. Woody hefur hingað til verið þekktastur fyrir að nýta sér umhverfi Manhattan og er raunar meinilla við að fara út fyrir landsteinana. En hann hefur á undanförnum árum verið að færa sig út fyrir landsteina og borið það fyrir sig að bandarískum kvikmyndaiðnaði sé meinilla við myndir sem ekki skili gróða. Þannig hafa þrjár síðustu myndir hans, Match Point, Scoop og Cassandra's Dream að mestu leyti verið framleiddar í Bretlandi og teknar þar upp. Bretar virðist vera jafn hrifnir af Allen og sveitungar leikstjórans í New York en sömu sögu er ekki að segja um aðra íbúa Bandaríkjanna. Allen hefur ekki farið leynt með andúð sína á Hollywood og þeirri peningamaskínu sem þar virðist ráða ríkjum. Og til marks um það hefur leikstjórinn aðeins einu sinni mætt til að vera viðstaddur Óskarsverðlaunaafhendinguna en það var árið 2002 þegar kvikmyndaakademían minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í New York. Sögusviðið að þessu sinni hjá Allen er hins vegar hvorki Manhattan né London heldur heimaborg Eiðs Smára Guðjohnsen, Barcelona, en Allen virðist vera ástfanginn af þessari höfuðborg Katalóníuhéraðsins. „Þetta á að vera ástarbréf til borgarinnar og vonandi næ ég að fanga anda borgarinnar á sama hátt og ég hef gert með Manhattan," sagði Allen á blaðamannafundi nýlega. Ekki hefur verið upplýst hver söguþráðurinn er en blaðamenn Empire leika sér með hugsanlegt handrit og skrifa á heimasíðu tímaritsins að hún verði að öllum líkindum um ljóta karlmenn sem fara á stefnumót með stúlkum sem eru sex sinnum fallegri en þeir. „Og að öllum líkindum verður hinn víðfrægi Gaudí-garður notaður á svipaðan hátt og Central Park." Áætlað er að tökur hefjist 9. júlí og því verði hún í Óskarskapphlaupinu. Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Woody Allen er byrjaður að sópa til sín leikurum fyrir sína næstu mynd. Meðal þeirra sem þegar hafa verið ráðnir eru Javier Bardem og Penelope Cruz og nýlega bættist Patricia Clarkson í hópinn. Fyrir þessari þrenningu fer síðan auðvitað Scarlett Johansson sem Allen virðist vera hugfangin af. Woody hefur hingað til verið þekktastur fyrir að nýta sér umhverfi Manhattan og er raunar meinilla við að fara út fyrir landsteinana. En hann hefur á undanförnum árum verið að færa sig út fyrir landsteina og borið það fyrir sig að bandarískum kvikmyndaiðnaði sé meinilla við myndir sem ekki skili gróða. Þannig hafa þrjár síðustu myndir hans, Match Point, Scoop og Cassandra's Dream að mestu leyti verið framleiddar í Bretlandi og teknar þar upp. Bretar virðist vera jafn hrifnir af Allen og sveitungar leikstjórans í New York en sömu sögu er ekki að segja um aðra íbúa Bandaríkjanna. Allen hefur ekki farið leynt með andúð sína á Hollywood og þeirri peningamaskínu sem þar virðist ráða ríkjum. Og til marks um það hefur leikstjórinn aðeins einu sinni mætt til að vera viðstaddur Óskarsverðlaunaafhendinguna en það var árið 2002 þegar kvikmyndaakademían minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í New York. Sögusviðið að þessu sinni hjá Allen er hins vegar hvorki Manhattan né London heldur heimaborg Eiðs Smára Guðjohnsen, Barcelona, en Allen virðist vera ástfanginn af þessari höfuðborg Katalóníuhéraðsins. „Þetta á að vera ástarbréf til borgarinnar og vonandi næ ég að fanga anda borgarinnar á sama hátt og ég hef gert með Manhattan," sagði Allen á blaðamannafundi nýlega. Ekki hefur verið upplýst hver söguþráðurinn er en blaðamenn Empire leika sér með hugsanlegt handrit og skrifa á heimasíðu tímaritsins að hún verði að öllum líkindum um ljóta karlmenn sem fara á stefnumót með stúlkum sem eru sex sinnum fallegri en þeir. „Og að öllum líkindum verður hinn víðfrægi Gaudí-garður notaður á svipaðan hátt og Central Park." Áætlað er að tökur hefjist 9. júlí og því verði hún í Óskarskapphlaupinu.
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira