Hádegistónleikar í Ketilhúsinu 5. júlí 2007 01:30 Í stundarhléi milli æfinga: Antonía Havesi, Hlöðver Sigurðsson og Þórunn Marinósdóttir Nú stendur yfir Listasumar á Akureyri og er margt um dýrðir í bænum. Í hádeginu í á morgun verða tónleikar í Ketilshúsinu: það eru ungir listamenn sem stíga þar fram og flytja blandaða dagskrá þekktra sönglaga við undirleik Antoníu Havesi píanóleikara: Hlöðver Sigurðsson tenór og Þórunn Marinósdóttir sópran. Hefjast tónleikarnir kl. 12. Hlöðver er Siglfirðingur og naut kennslu við Tónlistarskólann þar. Hann lærði fyrst á trompet en sneri sér svo að söngnum undir leiðsögn Antoníu en áttunda stigi lauk hann frá Tónlistarskólanum á Siglufirði 2001. Síðan lagðist hann í víking, stundaði söngnám við Guildhall-skólann í London, Mozarteum-háskólann í Salzburg. Nú um stundir nýtur hann leiðsagnar Kristjáns Jóhannssonar. Þórunn Marinósdóttir er úr Reykjavík. Hún stundaði einnig nám á hljóðfæri um árabil, lærði á fiðlu í tíu ár áður en hún sneri sér að söngnum. Hún var fyrst í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi 2002. Framhaldsnám hefur hún stundað í Mozartheum frá 2003 til 2006. Hún er einnig í læri hjá Kristjáni Jóhannssyni. Bæði hafa þau komið fram í óperusýningum í Austurríki og flutt söngdagskrár víða. Á tónleikunum á morgun syngja þau þekktar perlur óperubókmenntanna og íslenskra sönglaga, bæði einsöngslög og tvísöng. Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Nú stendur yfir Listasumar á Akureyri og er margt um dýrðir í bænum. Í hádeginu í á morgun verða tónleikar í Ketilshúsinu: það eru ungir listamenn sem stíga þar fram og flytja blandaða dagskrá þekktra sönglaga við undirleik Antoníu Havesi píanóleikara: Hlöðver Sigurðsson tenór og Þórunn Marinósdóttir sópran. Hefjast tónleikarnir kl. 12. Hlöðver er Siglfirðingur og naut kennslu við Tónlistarskólann þar. Hann lærði fyrst á trompet en sneri sér svo að söngnum undir leiðsögn Antoníu en áttunda stigi lauk hann frá Tónlistarskólanum á Siglufirði 2001. Síðan lagðist hann í víking, stundaði söngnám við Guildhall-skólann í London, Mozarteum-háskólann í Salzburg. Nú um stundir nýtur hann leiðsagnar Kristjáns Jóhannssonar. Þórunn Marinósdóttir er úr Reykjavík. Hún stundaði einnig nám á hljóðfæri um árabil, lærði á fiðlu í tíu ár áður en hún sneri sér að söngnum. Hún var fyrst í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi 2002. Framhaldsnám hefur hún stundað í Mozartheum frá 2003 til 2006. Hún er einnig í læri hjá Kristjáni Jóhannssyni. Bæði hafa þau komið fram í óperusýningum í Austurríki og flutt söngdagskrár víða. Á tónleikunum á morgun syngja þau þekktar perlur óperubókmenntanna og íslenskra sönglaga, bæði einsöngslög og tvísöng.
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira