Sverrir Bergman í fótspor Oasis 4. júlí 2007 07:15 Sverrir Bergman hyggst halda út til Cornwall í ágúst og tekur þar upp sólóplötu sína. „Ég reikna með að fara þarna út í ágúst,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergman en hann hyggst halda í upptökuverið Sawmills og taka upp sólóplötu. Sverrir reiknaði fastlega með því að platan myndi taka þátt í hinu árlega jólaplötuflóði. Söngvarinn fer ekki einn síns liðs út en meðal þeirra sem verða með í för eru Franz Gunnarsson, gítarleikari Dr. Spock. „Og svo reikna ég með því að við bætist tveir Bretar sem ég hef verið í ágætum samskiptum við.“ Sawmills-upptökuverið er ákaflega þekkt í breskum tónlistargeira en það er staðsett í Cornwall á suðurströnd Englands. Upptökuverið er fjarri vegum og bílaumferð við Fowey-vatnið og því þurfa gestir staðarins að ferðast til og frá föstu landi með bát. Sawmills komst í sögubækurnar þegar Gallagher-bræðurnir Liam og Noel komu þar ásamt sveit sinni Oasis og tóku upp frumraun sína Definitely Maybe árið 1994 en platan gerði allt brjálað í Evrópu. Þá hafa sveitir á borð við Muse og Stone Roses tekið upp efni þarna sem og gamli rokkhundurinn Robert Plant. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég reikna með að fara þarna út í ágúst,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergman en hann hyggst halda í upptökuverið Sawmills og taka upp sólóplötu. Sverrir reiknaði fastlega með því að platan myndi taka þátt í hinu árlega jólaplötuflóði. Söngvarinn fer ekki einn síns liðs út en meðal þeirra sem verða með í för eru Franz Gunnarsson, gítarleikari Dr. Spock. „Og svo reikna ég með því að við bætist tveir Bretar sem ég hef verið í ágætum samskiptum við.“ Sawmills-upptökuverið er ákaflega þekkt í breskum tónlistargeira en það er staðsett í Cornwall á suðurströnd Englands. Upptökuverið er fjarri vegum og bílaumferð við Fowey-vatnið og því þurfa gestir staðarins að ferðast til og frá föstu landi með bát. Sawmills komst í sögubækurnar þegar Gallagher-bræðurnir Liam og Noel komu þar ásamt sveit sinni Oasis og tóku upp frumraun sína Definitely Maybe árið 1994 en platan gerði allt brjálað í Evrópu. Þá hafa sveitir á borð við Muse og Stone Roses tekið upp efni þarna sem og gamli rokkhundurinn Robert Plant.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira