Velgengnin mömmu að kenna 2. júlí 2007 00:45 Smári og Fríða Dísa hafa verið að fikta í tónlist frá unga aldri og gefa nú út sína fyrstu plötu. MYND/Gúndi Systkinin Smári og Fríða Dís Guðmundsbörn er fólkið á bakvið blúshljómsveitina Klassart, sem nýverið gaf út sína fyrstu plötu og á lag vikunnar á Tónlist.is. Klassart var upphaflega dúett skipaður þeim systkinum en eftir að móðir þeirra sendi inn upptöku af laginu Bottle of Blues í Blúslagakeppni Rásar 2 á síðasta ári fór af stað snjóbolti sem segja má að sé enn að rúlla. „Allt í einu heyrðum við af því að við værum komin í úrslit í einhverri blúslagakeppni og það var auðvitað allt mömmu að kenna. Við fyrirgáfum henni eftir að það varð ljóst að við unnum keppnina," segir Smári og hlær. Hluti af sigurlaununum var að koma fram á Blúshátíðinni á Ólafsfirði í fyrra og þar vöktu Klassart verðskuldaða athygli. Í kjölfarið gerðu þau systkin plötusamning við Geimstein og mun afraksturinn, platan Bottle of Blues, koma í verslanir í þessari viku. „Við höfum lengi verið að koma fram saman á ýmsum klúbbakvöldum og skemmtunum og höfum safnað okkur upp það miklu efni að það var ekkert því til fyrirstöðu að gera plötu. Kiddi í Hjálmum og Baggalút stjórnaði upptökum og hann kom okkur í samband við frábæra tónlistarmenn sem eru nú með okkur í hljómsveitinni," segir Smári en níu lög eru á plötunni, öll eftir hann sjálfan. Lagið Örlagablús hefur þegar fengið töluverða spilun á Rás 2 og þess má geta að það verður lag vikunnar á Tónlist.is frá og með næstu viku. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Systkinin Smári og Fríða Dís Guðmundsbörn er fólkið á bakvið blúshljómsveitina Klassart, sem nýverið gaf út sína fyrstu plötu og á lag vikunnar á Tónlist.is. Klassart var upphaflega dúett skipaður þeim systkinum en eftir að móðir þeirra sendi inn upptöku af laginu Bottle of Blues í Blúslagakeppni Rásar 2 á síðasta ári fór af stað snjóbolti sem segja má að sé enn að rúlla. „Allt í einu heyrðum við af því að við værum komin í úrslit í einhverri blúslagakeppni og það var auðvitað allt mömmu að kenna. Við fyrirgáfum henni eftir að það varð ljóst að við unnum keppnina," segir Smári og hlær. Hluti af sigurlaununum var að koma fram á Blúshátíðinni á Ólafsfirði í fyrra og þar vöktu Klassart verðskuldaða athygli. Í kjölfarið gerðu þau systkin plötusamning við Geimstein og mun afraksturinn, platan Bottle of Blues, koma í verslanir í þessari viku. „Við höfum lengi verið að koma fram saman á ýmsum klúbbakvöldum og skemmtunum og höfum safnað okkur upp það miklu efni að það var ekkert því til fyrirstöðu að gera plötu. Kiddi í Hjálmum og Baggalút stjórnaði upptökum og hann kom okkur í samband við frábæra tónlistarmenn sem eru nú með okkur í hljómsveitinni," segir Smári en níu lög eru á plötunni, öll eftir hann sjálfan. Lagið Örlagablús hefur þegar fengið töluverða spilun á Rás 2 og þess má geta að það verður lag vikunnar á Tónlist.is frá og með næstu viku.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira