Örvhentur eins og Hendrix 1. júlí 2007 03:00 Einar Þór Jóhannesson, gítarleikari Dúndurfrétta, hefur farið á kostum með hljómsveitinni Dúndurfréttum. fréttablaðið/rósa Einar Þór Jóhannesson, gítarleikari Dúndurfrétta, fór á kostum þegar sveitin spilaði The Wall í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Einar Þór er örvhentur, rétt eins og átrúnaðargoð sitt Jimi Hendrix. „Við vorum alveg í skýjunum hvað þetta kom vel út," segir Einar Þór um tónleikana. „Stemningin var engu lík og betri en maður hefur komist í tæri við áður. Að sjá næstum fulla Laugardalshöll í bandbrjáluðu stuði, það var ekki leiðinlegt." Gæsahúð allan tímannDúndurfréttum til halds og trausts var Sinfóníuhljómsveit Íslands og var Einar Þór himinlifandi með framlag hennar. „Þessi Sinfóníuhljómsveit er alveg rosalega góð og maður var með gæsahúð frá upphafi til enda. Stjórnandinn Bernaharður Wilkinson stóð sig líka eins og hetja. Ég er búinn að spila The Wall nokkrum sinnum en þetta var eins og maður væri að spila hana í fyrsta sinn." Spilaði eftir minniEinar Þór segir það ofboðslega langt síðan hann hlustaði á plötu Pink Floyd, The Wall og hann hafi því spilað lögin eftir minni í Höllinni. Hann er mikill aðdáandi Pink Floyd og segist einu sinni hafa verið nálægt því að sjá hana á tónleikum. „Ég náði næstum því að sjá þá í Hyde Park fyrir tveimur árum á Live Eight. Ég stóð fyrir utan ásamt fimmtíu þúsund öðrum og heyrði tónana en sá ekki neitt. Það var voðalega sárt en þetta gekk næstum því." Hendrix og Gilmore góðirEinar Þór byrjaði að spila á gítar þrettán ára og heillaðist fljótlega af gítarsnillingunum Jimi Hendrix, David Gilmore, Gary Moore og Steve Lukather úr Toto. Allir þessir kappar hafa eða höfðu sinn eigin stíl en Einar segist eiga erfitt með að skilgreina eigin gítarleik. „Maður spilar bara eftir því í hvernig skapi maður er. Maður getur verið sæmilegur og maður getur verið fínn," segir hann af einskærri hógværð.freyr@frettabladid.is Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Jól Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Fleiri fréttir Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Einar Þór Jóhannesson, gítarleikari Dúndurfrétta, fór á kostum þegar sveitin spilaði The Wall í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Einar Þór er örvhentur, rétt eins og átrúnaðargoð sitt Jimi Hendrix. „Við vorum alveg í skýjunum hvað þetta kom vel út," segir Einar Þór um tónleikana. „Stemningin var engu lík og betri en maður hefur komist í tæri við áður. Að sjá næstum fulla Laugardalshöll í bandbrjáluðu stuði, það var ekki leiðinlegt." Gæsahúð allan tímannDúndurfréttum til halds og trausts var Sinfóníuhljómsveit Íslands og var Einar Þór himinlifandi með framlag hennar. „Þessi Sinfóníuhljómsveit er alveg rosalega góð og maður var með gæsahúð frá upphafi til enda. Stjórnandinn Bernaharður Wilkinson stóð sig líka eins og hetja. Ég er búinn að spila The Wall nokkrum sinnum en þetta var eins og maður væri að spila hana í fyrsta sinn." Spilaði eftir minniEinar Þór segir það ofboðslega langt síðan hann hlustaði á plötu Pink Floyd, The Wall og hann hafi því spilað lögin eftir minni í Höllinni. Hann er mikill aðdáandi Pink Floyd og segist einu sinni hafa verið nálægt því að sjá hana á tónleikum. „Ég náði næstum því að sjá þá í Hyde Park fyrir tveimur árum á Live Eight. Ég stóð fyrir utan ásamt fimmtíu þúsund öðrum og heyrði tónana en sá ekki neitt. Það var voðalega sárt en þetta gekk næstum því." Hendrix og Gilmore góðirEinar Þór byrjaði að spila á gítar þrettán ára og heillaðist fljótlega af gítarsnillingunum Jimi Hendrix, David Gilmore, Gary Moore og Steve Lukather úr Toto. Allir þessir kappar hafa eða höfðu sinn eigin stíl en Einar segist eiga erfitt með að skilgreina eigin gítarleik. „Maður spilar bara eftir því í hvernig skapi maður er. Maður getur verið sæmilegur og maður getur verið fínn," segir hann af einskærri hógværð.freyr@frettabladid.is
Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Jól Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Fleiri fréttir Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira