Hvunndagshetjan McClane 28. júní 2007 08:00 Bruce Willis varð ofurstjarna á einni nóttu eftir að fyrsta myndin um lögreglumanninn John McClane var frumsýnd fyrir tuttugu árum. Í gær var fjórða kvikmyndin um John McClane frumsýnd en hann hefur verið þrándur í götu hryðjuverkamanna síðustu tuttugu árin. En af hverju skyldu þessar kvikmyndir njóta svona mikillar hylli að til þeirra er vitnað í öllum mögulegum afþreyingariðnaði? Fram að litlu jólafríi John McClane til Los Angeles, þar sem eiginkona hans Holly hafði komið sér fyrir, höfðu hetjur hvíta tjaldsins verið allt að því ómannlegar, gjörsamlega tilfinningasnauðar og ofursvalar. Indiana Jones var Bond fornleifafræðinnar, persónur Arnolds Schwarzenegger allt að því viljalaust verkfæri skotvopna og Sylvester Stallone blikknaði varla þegar hann murrkaði lífið úr óvinum sínum. Að ógleymdum sjálfum Bond sem átti konu í hverri höfn og lét sér fátt um finnast þótt hann eyðilagði og tortímdi eins og óður maður. Þetta voru allt menn sem voru svo fjarri raunveruleikanum að áhorfendur gátu einungis látið sig dreyma um að komast með tærnar þar sem þeir höfðu hælana.Mannlegur umfram alltbráðgáfaðir óþokkar Simon Gruber reyndi að koma McClane fyrir kattarnef og hefna þannig fyrir dauða bróður síns, Hans Gruber.McClane var öðruvísi. Harðgiftur náungi á leiðinni til eiginkonu sinnar í þeim erindagjörðum að vinna hana aftur á sitt band, fá hana með sér til New York þar sem þau gætu tekið upp þráðinn aftur. Eilítið klár lögreglumaður, varla verður framhjá því horft en hvorki vöðvastæltur framúr hófi né útbúinn nýjustu tækjum og tólum frá leynilegri rannsóknarstofu. McClane var einfaldlega hnyttinn náungi með lögreglubyssuna sína sem var í nöp við skriffinsku og yfirvöld og kaus heldur að láta verkin tala. Með kaldhæðnislegum tón.Fyrsta Die Hard myndin varð þvílíkur smellur að Bruce Willis varð ofurstjarna á einni nóttu. Í fyrstu hafði framleiðandinn Joel Silver séð fyrir sér Richard Gere en þegar hann brást var leitað til Willis. Leikarinn hafði þá varla borið sitt barr eftir frekar erfiða byrjun á hvíta tjaldinu og með góðum rökum má segja að bæði McClane og Bruce hafi verið að berjast fyrir lífi sínu í Die Hard. Og formúlan gekk fullkomlega upp.Áhorfendur áttu ekki í erfiðleikum með að sjá sig sem John McClane enda var hann ótrúlega mennskur. Blótaði of mikið, keðjureykti og fór jafnvel að gráta eftir að hafa fengið glerflísar uppí fæturna á sér. Dirty Harry hefði nú bara gengið á þeim og Stallone varla tekið eftir þeim. Hann hikaði ekki við að viðurkenna dauðleika sinn og vonaði heitt og innilega að hann myndi nú ekki deyja þegar hann gengi á hólm við þungvopnaða hryðjuverkamenn.Engir kjánarLeikstjórinn John McTiernan fór jafnframt aðrar leiðir þegar kom að skúrkunum. Þeir höfðu öllu jafnan verið frekar treggáfuð morðtól sem vissu varla í hvorn fótinn þeir áttu að stíga. En Hans Gruber í stórkostlegum meðförum Alans Rickman var allt annað en heimskur. Og ránið hans í Nakatomi-byggingunni gekk næstum því upp. McTiernan lét meira að segja Óð til gleðinnar hljóma undir þegar honum hafði tekist að sprengja hvelfinguna þannig að áhorfendur fengu það á tilfinninguna að þetta gæti hreinlega gengið. Fyrsta Die Hard-myndin er af mörgum talin vera ein besta hasarmynd sem hefur verið gerð. Hún skapaði grundvöll fyrir nýjar hetjur sem hafa prýtt hvíta tjaldið og leiddu kvikmyndaverunum það fyrir sjónir að sigurvegari dagsins þyrfti ekki alltaf að vera ofurmenni, flagari eða vaxtarræktartröll. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Í gær var fjórða kvikmyndin um John McClane frumsýnd en hann hefur verið þrándur í götu hryðjuverkamanna síðustu tuttugu árin. En af hverju skyldu þessar kvikmyndir njóta svona mikillar hylli að til þeirra er vitnað í öllum mögulegum afþreyingariðnaði? Fram að litlu jólafríi John McClane til Los Angeles, þar sem eiginkona hans Holly hafði komið sér fyrir, höfðu hetjur hvíta tjaldsins verið allt að því ómannlegar, gjörsamlega tilfinningasnauðar og ofursvalar. Indiana Jones var Bond fornleifafræðinnar, persónur Arnolds Schwarzenegger allt að því viljalaust verkfæri skotvopna og Sylvester Stallone blikknaði varla þegar hann murrkaði lífið úr óvinum sínum. Að ógleymdum sjálfum Bond sem átti konu í hverri höfn og lét sér fátt um finnast þótt hann eyðilagði og tortímdi eins og óður maður. Þetta voru allt menn sem voru svo fjarri raunveruleikanum að áhorfendur gátu einungis látið sig dreyma um að komast með tærnar þar sem þeir höfðu hælana.Mannlegur umfram alltbráðgáfaðir óþokkar Simon Gruber reyndi að koma McClane fyrir kattarnef og hefna þannig fyrir dauða bróður síns, Hans Gruber.McClane var öðruvísi. Harðgiftur náungi á leiðinni til eiginkonu sinnar í þeim erindagjörðum að vinna hana aftur á sitt band, fá hana með sér til New York þar sem þau gætu tekið upp þráðinn aftur. Eilítið klár lögreglumaður, varla verður framhjá því horft en hvorki vöðvastæltur framúr hófi né útbúinn nýjustu tækjum og tólum frá leynilegri rannsóknarstofu. McClane var einfaldlega hnyttinn náungi með lögreglubyssuna sína sem var í nöp við skriffinsku og yfirvöld og kaus heldur að láta verkin tala. Með kaldhæðnislegum tón.Fyrsta Die Hard myndin varð þvílíkur smellur að Bruce Willis varð ofurstjarna á einni nóttu. Í fyrstu hafði framleiðandinn Joel Silver séð fyrir sér Richard Gere en þegar hann brást var leitað til Willis. Leikarinn hafði þá varla borið sitt barr eftir frekar erfiða byrjun á hvíta tjaldinu og með góðum rökum má segja að bæði McClane og Bruce hafi verið að berjast fyrir lífi sínu í Die Hard. Og formúlan gekk fullkomlega upp.Áhorfendur áttu ekki í erfiðleikum með að sjá sig sem John McClane enda var hann ótrúlega mennskur. Blótaði of mikið, keðjureykti og fór jafnvel að gráta eftir að hafa fengið glerflísar uppí fæturna á sér. Dirty Harry hefði nú bara gengið á þeim og Stallone varla tekið eftir þeim. Hann hikaði ekki við að viðurkenna dauðleika sinn og vonaði heitt og innilega að hann myndi nú ekki deyja þegar hann gengi á hólm við þungvopnaða hryðjuverkamenn.Engir kjánarLeikstjórinn John McTiernan fór jafnframt aðrar leiðir þegar kom að skúrkunum. Þeir höfðu öllu jafnan verið frekar treggáfuð morðtól sem vissu varla í hvorn fótinn þeir áttu að stíga. En Hans Gruber í stórkostlegum meðförum Alans Rickman var allt annað en heimskur. Og ránið hans í Nakatomi-byggingunni gekk næstum því upp. McTiernan lét meira að segja Óð til gleðinnar hljóma undir þegar honum hafði tekist að sprengja hvelfinguna þannig að áhorfendur fengu það á tilfinninguna að þetta gæti hreinlega gengið. Fyrsta Die Hard-myndin er af mörgum talin vera ein besta hasarmynd sem hefur verið gerð. Hún skapaði grundvöll fyrir nýjar hetjur sem hafa prýtt hvíta tjaldið og leiddu kvikmyndaverunum það fyrir sjónir að sigurvegari dagsins þyrfti ekki alltaf að vera ofurmenni, flagari eða vaxtarræktartröll.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira