Tvö fyrirtæki slást um Star Trek 27. júní 2007 05:00 Snorri Þórisson vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál,“ segir Jón Bjarni Guðmundsson hjá Saga Film. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ríkir nú kapphlaup milli Saga Film og Pegasusar um tökur á nýjustu Star Trek-myndinni. DV greindi frá því í gær að fulltrúar frá kvikmyndaverinu Paramount væru staddir hér á landi til að skoða tökustaði fyrir myndina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa bæði Saga Film og Pegasus sýnt þeim hentuga tökustaði. Hollywood-mennirnir eru hins vegar mjög varir um sig og hafa krafist algjörrar þagmælsku af hendi fulltrúa fyrirtækjanna og því eru ferðirnar algjört hernaðarleyndarmál. Snorri Þórisson, eigandi Pegasusar, vildi ekkert tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum, hann sagðist hvorki geta sagt af eða á. Ef af verður er hins vegar ljóst að verkefnið verður ógnarstórt, jafnvel stærra en Flags of our Fathers sem skilaði ófáum milljónum í kassann hjá True North-framleiðslufyrirtækinu. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál,“ segir Jón Bjarni Guðmundsson hjá Saga Film. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ríkir nú kapphlaup milli Saga Film og Pegasusar um tökur á nýjustu Star Trek-myndinni. DV greindi frá því í gær að fulltrúar frá kvikmyndaverinu Paramount væru staddir hér á landi til að skoða tökustaði fyrir myndina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa bæði Saga Film og Pegasus sýnt þeim hentuga tökustaði. Hollywood-mennirnir eru hins vegar mjög varir um sig og hafa krafist algjörrar þagmælsku af hendi fulltrúa fyrirtækjanna og því eru ferðirnar algjört hernaðarleyndarmál. Snorri Þórisson, eigandi Pegasusar, vildi ekkert tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum, hann sagðist hvorki geta sagt af eða á. Ef af verður er hins vegar ljóst að verkefnið verður ógnarstórt, jafnvel stærra en Flags of our Fathers sem skilaði ófáum milljónum í kassann hjá True North-framleiðslufyrirtækinu.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira