Nýstárleg hljóð og spánnýtt verk 26. júní 2007 08:00 Tónskáldið og klarinettuleikarinn Evan Ziporyn. Mynd/Peter serling Tónlistarhópurinn Aton stendur í stórræðum þessa dagana. Hópurinn kom fram á tvennum tónleikum á tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði í síðustu viku og vinnur þessa dagana að fyrstu plötu sinni sem væntanleg er síðar á árinu. Höfundar verka á fyrirhugaðri plötu eru meðal annars Hlynur Aðils Vilmarsson, Hugi Guðmundsson, Steingrímur Rohloff og Guðmundur Steinn Gunnarsson. Verkin eru samin á tímabilinu 1999-2006. Í kvöld hefjast alþjóðlegir Atondagar í Fríkirkjunni þar sem hópurinn heldur tvenna tónleika ásamt góðum gestum, en hópinn að þessu sinn skipa: Berglind María Tómasdóttir flauta, Dean Ferrell bassi og Tinna Þorsteinsdóttir píanó. Á tónleikunum í kvöld flytur hópurinn verk eftir ísfirska tónskáldið Jónas Tómasson og gamelansérfræðinginn og hinn heimskunna klarinettuleikara Evan Ziporyn frá Bandaríkjunum. Evan Ziporyn mun jafnframt tala um tónlist sína á tónleikunum. Annað kvöld heldur Ziporyn tónleika ásamt eiginkonu sinni, Christine Southworth. Í fyrri hluta tónleikanna leikur hann verk fyrir klarinettur en í síðari hlutanum leika hjónin á svokölluð G’nder Wayang-slagverkshljóðfæri af tegund gamelan-hljóðfæra sem ættuð eru frá eyjunni Balí. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem heyrist í slíkum hljóðfærum á opinberum tónleikum hér á landi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarhópurinn Aton stendur í stórræðum þessa dagana. Hópurinn kom fram á tvennum tónleikum á tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði í síðustu viku og vinnur þessa dagana að fyrstu plötu sinni sem væntanleg er síðar á árinu. Höfundar verka á fyrirhugaðri plötu eru meðal annars Hlynur Aðils Vilmarsson, Hugi Guðmundsson, Steingrímur Rohloff og Guðmundur Steinn Gunnarsson. Verkin eru samin á tímabilinu 1999-2006. Í kvöld hefjast alþjóðlegir Atondagar í Fríkirkjunni þar sem hópurinn heldur tvenna tónleika ásamt góðum gestum, en hópinn að þessu sinn skipa: Berglind María Tómasdóttir flauta, Dean Ferrell bassi og Tinna Þorsteinsdóttir píanó. Á tónleikunum í kvöld flytur hópurinn verk eftir ísfirska tónskáldið Jónas Tómasson og gamelansérfræðinginn og hinn heimskunna klarinettuleikara Evan Ziporyn frá Bandaríkjunum. Evan Ziporyn mun jafnframt tala um tónlist sína á tónleikunum. Annað kvöld heldur Ziporyn tónleika ásamt eiginkonu sinni, Christine Southworth. Í fyrri hluta tónleikanna leikur hann verk fyrir klarinettur en í síðari hlutanum leika hjónin á svokölluð G’nder Wayang-slagverkshljóðfæri af tegund gamelan-hljóðfæra sem ættuð eru frá eyjunni Balí. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem heyrist í slíkum hljóðfærum á opinberum tónleikum hér á landi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30
Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira