Páll Óskar verður kóngurinn á brúðkaupsdaginn mikla. 26. júní 2007 03:45 Ætlar að reyna hvíla sig á milli athafna. „Ég er þríbókaður, eitt brúðkaup í Skorradal og tvö í bænum. En það eru ennþá að berast fyrirspurnir frá fólki um hvort ég sé laus þennan daginn,“ segir Hjörleifur Valsson, fiðluleikari en hann verður á þönum þegar hinn ógnvænlegi dagur, 07.07.07, rennur upp. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu má reikna með algjörri sprengju í kirkjum landsins þegar íslensk pör flykkjast í guðshúsin til að láta pússa sig saman á þessari æði sérstöku dagstetningu. Tónlistarmenn fara ekki varhluta af þessum degi og margir hverjir hafa sömu sögu og Hjörleifur að segja. Friðrik Ómar Hjörleifsson var til að mynda fjórbókaður þennan daginn. „Ég syng þrjú lög við hverja athöfn,“ segir Friðrik sem taldi sig vera nokkuð góðan; hann vissi í það minnsta af fáum skilnuðum hjá brúðhjónum sem hann hefði sungið fyrir. Friðrik bætti því síðan við að jafnan væri mest beðið um lagið „Hef ég sagt það hátt“ sem söngvarinn gaf út fyrir nokkru. Bjarni Arason er ekki minna bókaður en Friðrik Ómar. „Jú, jú, ég er að fara syngja í fjórum brúðkaupum þennan daginn og svo í einni veislu seinna um kvöldið,“ sagði Bjarni sem hefur orðið mikla reynslu af slíkum söng enda verið að í þó nokkur ár. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, tjáði Fréttablaðinu að hún væri líka bókuð í fjögur brúðkaup, þar af eitt í Stykkishólmi. „Ég tek oftast þrjú lög og einn sálm en í einu brúðkaupinu syng ég fjögur lög og einn sálm. Slíkt jaðrar bara við tónleika,“ sagði Sigrún og skellti upp úr. Konungurinn af þeim sem Fréttablaðið ræddi við var hins vegar bróðir Diddúar, Páll Óskar Hjálmtýsson, en hann og hörpuleikarinn Monica eru allt að því fáránlega vinsæl. „Ég byrja klukkan ellefu um morguninn í Grindavíkurkirkju og verð að til klukkan átta um kvöldið,“ segir Páll sem taldist til að þetta væru í kringum sjö brúðkaup. „Ég reyni að hafa einn og hálfan tíma á milli athafna og ætli ég reyni ekki bara að sofa á milli enda er ég að fara plötusnúðast á Nasa seinna um kvöldið.“ Mest lesið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég er þríbókaður, eitt brúðkaup í Skorradal og tvö í bænum. En það eru ennþá að berast fyrirspurnir frá fólki um hvort ég sé laus þennan daginn,“ segir Hjörleifur Valsson, fiðluleikari en hann verður á þönum þegar hinn ógnvænlegi dagur, 07.07.07, rennur upp. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu má reikna með algjörri sprengju í kirkjum landsins þegar íslensk pör flykkjast í guðshúsin til að láta pússa sig saman á þessari æði sérstöku dagstetningu. Tónlistarmenn fara ekki varhluta af þessum degi og margir hverjir hafa sömu sögu og Hjörleifur að segja. Friðrik Ómar Hjörleifsson var til að mynda fjórbókaður þennan daginn. „Ég syng þrjú lög við hverja athöfn,“ segir Friðrik sem taldi sig vera nokkuð góðan; hann vissi í það minnsta af fáum skilnuðum hjá brúðhjónum sem hann hefði sungið fyrir. Friðrik bætti því síðan við að jafnan væri mest beðið um lagið „Hef ég sagt það hátt“ sem söngvarinn gaf út fyrir nokkru. Bjarni Arason er ekki minna bókaður en Friðrik Ómar. „Jú, jú, ég er að fara syngja í fjórum brúðkaupum þennan daginn og svo í einni veislu seinna um kvöldið,“ sagði Bjarni sem hefur orðið mikla reynslu af slíkum söng enda verið að í þó nokkur ár. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, tjáði Fréttablaðinu að hún væri líka bókuð í fjögur brúðkaup, þar af eitt í Stykkishólmi. „Ég tek oftast þrjú lög og einn sálm en í einu brúðkaupinu syng ég fjögur lög og einn sálm. Slíkt jaðrar bara við tónleika,“ sagði Sigrún og skellti upp úr. Konungurinn af þeim sem Fréttablaðið ræddi við var hins vegar bróðir Diddúar, Páll Óskar Hjálmtýsson, en hann og hörpuleikarinn Monica eru allt að því fáránlega vinsæl. „Ég byrja klukkan ellefu um morguninn í Grindavíkurkirkju og verð að til klukkan átta um kvöldið,“ segir Páll sem taldist til að þetta væru í kringum sjö brúðkaup. „Ég reyni að hafa einn og hálfan tíma á milli athafna og ætli ég reyni ekki bara að sofa á milli enda er ég að fara plötusnúðast á Nasa seinna um kvöldið.“
Mest lesið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira