Fagra Ísland - dagur fjögur Ögmundur Jónasson skrifar 26. júní 2007 08:30 Þegar Samfylkingin kynnti umhverfis- og virkjanastefnu sína undir yfirskriftinni Fagra Ísland var á það lögð áhersla að á komandi fimm árum yrði gert hlé á stóriðjuframkvæmdum á Íslandi. Á degi tvö í stjórnarsamstarfinu kom svo í ljós að álitamál varðandi Þjórsárver og Norðlingaölduveitu höfðu ekki verið til lykta leidd í stjórnarmyndunarviðræðunum. Ekki þótti það sérlega trúverðugt fyrir fólk sem gaf sig út fyrir að bera umhverfisvernd fyrir brjósti að láta Fagra Ísland sitja á hakanum í stjórnarmyndunarviðræðum. En þar með var ekki öll sagan sögð því brátt rann upp þriðji dagurinn þar sem stefna Samfylkingarinnar gagnvart vorri fögru fósturjörð kom við sögu. Það var þegar gengið frá orkusölusamningi vegna nýs álvers í Helguvík þar sem skuldbindingar orkusala náðu aldarfjórðung fram í tímann. Ekki er vitað um neina tilburði af hálfu ríkisstjórnarinnar til að fá áformum um þessa stóriðjusamninga breytt og er það óhugnanleg vísbending um að stóriðjustefnan sé enn á fullri ferð. Og nú er runninn upp fjórði dagurinn þar sem þjóðinni birtast öfugmæli Samfylkingarinnar um Fagra Ísland. Nú gegna þeir lykilhlutverki Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og flokksbróðir hans í Samfylkingunni, Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar og alþingismaður. Samkvæmt staðhæfingum forstjóra Alcans, Michel Jacques, hafði bæjarstjórinn frumkvæði að því að bjóða Alcan að stækka álverið í Straumsvík með því að byggja á landfyllingu utan við gamla verið! Þannig yrði komist fram hjá niðurstöðu í lýðræðislegri kosningu í Hafnarfirði sem Samfylkingin segir nú að hafi bara snúist um deiliskipulag en ekki stækkun álvers! Bókanir um þetta efni í bæjarráði Hafnarfjarðar eru þess virði að kynna sér. Þegar ég segi að stóriðjustefnan sé hér enn á fullri ferð kemur á mig hik. Getur verið að hún sé að færast í aukana? Ég held að flestum hafi ofboðið belgingurinn og hrokinn í fyrrnefndum forstjóra Alcans sem í heimsókn sinni hingað til lands telur sig þess greinilega umkominn að ganga yfir land og þjóð á skítugum skónum. Hann virðist skynja að í Samfylkingunni er engin fyrirstaða. Þess vegna spyr ég, hvað næst? Ég er farinn að kvíða fyrir hinum fimmta degi í fögru Íslandi Samfylkingarinnar Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Samfylkingin kynnti umhverfis- og virkjanastefnu sína undir yfirskriftinni Fagra Ísland var á það lögð áhersla að á komandi fimm árum yrði gert hlé á stóriðjuframkvæmdum á Íslandi. Á degi tvö í stjórnarsamstarfinu kom svo í ljós að álitamál varðandi Þjórsárver og Norðlingaölduveitu höfðu ekki verið til lykta leidd í stjórnarmyndunarviðræðunum. Ekki þótti það sérlega trúverðugt fyrir fólk sem gaf sig út fyrir að bera umhverfisvernd fyrir brjósti að láta Fagra Ísland sitja á hakanum í stjórnarmyndunarviðræðum. En þar með var ekki öll sagan sögð því brátt rann upp þriðji dagurinn þar sem stefna Samfylkingarinnar gagnvart vorri fögru fósturjörð kom við sögu. Það var þegar gengið frá orkusölusamningi vegna nýs álvers í Helguvík þar sem skuldbindingar orkusala náðu aldarfjórðung fram í tímann. Ekki er vitað um neina tilburði af hálfu ríkisstjórnarinnar til að fá áformum um þessa stóriðjusamninga breytt og er það óhugnanleg vísbending um að stóriðjustefnan sé enn á fullri ferð. Og nú er runninn upp fjórði dagurinn þar sem þjóðinni birtast öfugmæli Samfylkingarinnar um Fagra Ísland. Nú gegna þeir lykilhlutverki Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og flokksbróðir hans í Samfylkingunni, Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar og alþingismaður. Samkvæmt staðhæfingum forstjóra Alcans, Michel Jacques, hafði bæjarstjórinn frumkvæði að því að bjóða Alcan að stækka álverið í Straumsvík með því að byggja á landfyllingu utan við gamla verið! Þannig yrði komist fram hjá niðurstöðu í lýðræðislegri kosningu í Hafnarfirði sem Samfylkingin segir nú að hafi bara snúist um deiliskipulag en ekki stækkun álvers! Bókanir um þetta efni í bæjarráði Hafnarfjarðar eru þess virði að kynna sér. Þegar ég segi að stóriðjustefnan sé hér enn á fullri ferð kemur á mig hik. Getur verið að hún sé að færast í aukana? Ég held að flestum hafi ofboðið belgingurinn og hrokinn í fyrrnefndum forstjóra Alcans sem í heimsókn sinni hingað til lands telur sig þess greinilega umkominn að ganga yfir land og þjóð á skítugum skónum. Hann virðist skynja að í Samfylkingunni er engin fyrirstaða. Þess vegna spyr ég, hvað næst? Ég er farinn að kvíða fyrir hinum fimmta degi í fögru Íslandi Samfylkingarinnar Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun