Kallað eftir þjóðhátíðarstemningu í Höllinni 17. júní 2007 10:15 fréttablaðið/alexandar djurovic Laust sæti á Evrópumótinu í Noregi er undir í kvöld. Sterkt lið Serba er komið hingað til lands og búast má við rafmagnaðri stemningu í Laugardalshöllinni. Strákarnir í landsliðinu eru jákvæðnir og bjartsýnir fyrir verkefninu og þrátt fyrir eins marks tap í fyrri leiknum ytra eru þeir sammála um að möguleikinn sé mjög góður. Íslenska liðið á að vera betra en það serbneska, Guðjón Valur Sigurðsson efast ekki um það. „Ef við náum að spila okkar leik er ég nokkuð viss um að þeir muni brotna. Það er það sem við þurfum að einblína á, að vera með brjálaða vörn alveg frá fyrstu mínútu. Þurfum líka að ná upp hraðaupphlaupum og keyra yfir þá strax. Þá er ég viss um að þeir sjá að þeir hafa ekkert hingað að sækja," sagði Guðjón. Guðjón var nokkuð sáttur með leikinn ytra en auglýsti eftir stórleik frá Loga Geirssyni í kvöld. „Það þarf að koma meiri ógn af vinstri vængnum hjá okkur. Ég er pottþéttur á því að Logi á eftir að spila einn sinn besta leik á sunnudaginn. Meðan vörnin stendur og ef Birkir ver eins og hann gerði úti þá verður kátt í Höllinni og ég vona að við eigum eftir að eiga glaðan 17. júní," sagði Guðjón Valur. Guðjón býst við Serbunum enn sterkari en í fyrri leiknum. „Ég geri ráð fyrir því að þeir spili betri handbolta en þeir gerðu úti. Þeir voru að reyna að æsa okkur upp með lúmskum höggum og alls kyns leiðindum, vildu æsa sína áhorfendur upp. Hérna geta þeir það ekkert, það er líka stuttur þráður í þeim flestum. Ef þeir einbeita sér bara að því að spila handbolta eru þeir með frábært lið en þeir vilja oft gleyma sér í ruddaskapnum," sagði Guðjón. Þeir sem voru í Laugardalshöllinni í fyrra fyrir réttu ári gleyma því seint þegar Svíagrýlan var kvödd á brott. „Ég á von á alveg eins stemningu, ef ekki betri, núna. Þetta er ekki bara ótrúleg upplifun fyrir okkur leikmenn heldur alla sem eru í Höllinni held ég. Ég held að ég tali fyrir hönd allra strákanna þegar ég segi að við hlökkum rosalega til leiksins. Það er einstakt að fá að spila svona stóran leik á Íslandi fyrir framan troðfulla Laugardalshöll. Við ætlum að njóta dagsins," sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Guðjón var á sama máli. „Áhorfendur á völlinn og þeir geta drifið okkur áfram. Þetta byrjar á okkur leikmönnum en ef við náum þessu öllu upp er ég 100 prósent viss um að við förum með sigur af hólmi," sagði Guðjón. Íslenski handboltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Laust sæti á Evrópumótinu í Noregi er undir í kvöld. Sterkt lið Serba er komið hingað til lands og búast má við rafmagnaðri stemningu í Laugardalshöllinni. Strákarnir í landsliðinu eru jákvæðnir og bjartsýnir fyrir verkefninu og þrátt fyrir eins marks tap í fyrri leiknum ytra eru þeir sammála um að möguleikinn sé mjög góður. Íslenska liðið á að vera betra en það serbneska, Guðjón Valur Sigurðsson efast ekki um það. „Ef við náum að spila okkar leik er ég nokkuð viss um að þeir muni brotna. Það er það sem við þurfum að einblína á, að vera með brjálaða vörn alveg frá fyrstu mínútu. Þurfum líka að ná upp hraðaupphlaupum og keyra yfir þá strax. Þá er ég viss um að þeir sjá að þeir hafa ekkert hingað að sækja," sagði Guðjón. Guðjón var nokkuð sáttur með leikinn ytra en auglýsti eftir stórleik frá Loga Geirssyni í kvöld. „Það þarf að koma meiri ógn af vinstri vængnum hjá okkur. Ég er pottþéttur á því að Logi á eftir að spila einn sinn besta leik á sunnudaginn. Meðan vörnin stendur og ef Birkir ver eins og hann gerði úti þá verður kátt í Höllinni og ég vona að við eigum eftir að eiga glaðan 17. júní," sagði Guðjón Valur. Guðjón býst við Serbunum enn sterkari en í fyrri leiknum. „Ég geri ráð fyrir því að þeir spili betri handbolta en þeir gerðu úti. Þeir voru að reyna að æsa okkur upp með lúmskum höggum og alls kyns leiðindum, vildu æsa sína áhorfendur upp. Hérna geta þeir það ekkert, það er líka stuttur þráður í þeim flestum. Ef þeir einbeita sér bara að því að spila handbolta eru þeir með frábært lið en þeir vilja oft gleyma sér í ruddaskapnum," sagði Guðjón. Þeir sem voru í Laugardalshöllinni í fyrra fyrir réttu ári gleyma því seint þegar Svíagrýlan var kvödd á brott. „Ég á von á alveg eins stemningu, ef ekki betri, núna. Þetta er ekki bara ótrúleg upplifun fyrir okkur leikmenn heldur alla sem eru í Höllinni held ég. Ég held að ég tali fyrir hönd allra strákanna þegar ég segi að við hlökkum rosalega til leiksins. Það er einstakt að fá að spila svona stóran leik á Íslandi fyrir framan troðfulla Laugardalshöll. Við ætlum að njóta dagsins," sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Guðjón var á sama máli. „Áhorfendur á völlinn og þeir geta drifið okkur áfram. Þetta byrjar á okkur leikmönnum en ef við náum þessu öllu upp er ég 100 prósent viss um að við förum með sigur af hólmi," sagði Guðjón.
Íslenski handboltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira