Tónlist

Netið í stað hljómplatna

Írsku rokkararnir gefa út síðustu plötu sína 2. júlí.
Írsku rokkararnir gefa út síðustu plötu sína 2. júlí.

Írska rokksveitin Ash ætlar að hætta að gefa út plötur. Þess í stað mun hún gefa út smáskífulög á netinu. „Með tilkomu niðurhalsins hefur áherslan aukist á einstaka lög,“ sagði Tim Wheeler, forsprakki Ash. „Það hjálpar ekki til að flestir virðast hafa gleymt hvernig á að gera góða plötu.“

Orðrómur var uppi um að Ash ætlaði að hætta eftir útgáfu væntanlegrar plötu sinnar Twilight of the Innocent en sú er ekki raunin. „Þegar maður er bundinn því að gefa út plötur þarf að bíða í sex mánuði frá því að maður klárar hana og þangað til hún kemur út. Með því að hætta að gefa út plötur getum við tekið upp lag og gefið það út næsta dag ef okkur langar til,“ sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×