Endalok Sopranos 11. júní 2007 06:00 Miklar líkur voru taldar á því að Soprano myndi deyja í lokaþættinum. Lokaþáttaröðin af Soprano-fjölskyldunni var sýnd í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þættirnir verða ekki sýndir hér á landi fyrr en í byrjun október. Til að hita upp fyrir hana hefur Rúv endursýningar á síðustu þáttaröð um miðjan júlí. James Gandolfini, sem leikur mafíuforingjan Tony Soprano, saknar þess ekkert að kveðja persónuna í hinsta sinn. „Mér var sagt að þetta yrði erfitt fyrir mig en mér finnst það ekki. Það er mjög róandi fyrir mig að horfa fram á veginn og prófa nýja hluti,“ sagði Gandolfini. „Þessi persóna hefur verið með mér svo lengi þannig að það er ákveðinn léttir að sleppa af henni takinu.“ Hann segir að álagið hafi verið mikið á sér við upptökurnar á þáttunum og það hafi sýnt sig. „Að vera þreyttur hjálpaði mér á ákveðinn hátt. Ef persónan hefði átt að líta vel út og vera myndarleg og hamingjusöm hefði vinnuálagið ekki hjálpað til. En það hjálpaði mér mikið. Ég gat verið úrillur og þreyttur og litið eins illa út og ég vildi,“ sagði hann. Veðbankar voru uppteknir við að taka við veðmálum um hver myndi deyja í lokaþættinum. Var stuðullinn tveir á móti einum um að Tony Soprano-sjálfur myndi fá það hlutskipti en einn á móti þremur um að hann héldi lífi. „Fólk veðjar um allt milli himins og jarðar,“ sagði eigandi veðbankans bodog.com. „Margir vilja veðja um hver deyi af náttúrulegum orsökum og hver verði drepinn.“ Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Lokaþáttaröðin af Soprano-fjölskyldunni var sýnd í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þættirnir verða ekki sýndir hér á landi fyrr en í byrjun október. Til að hita upp fyrir hana hefur Rúv endursýningar á síðustu þáttaröð um miðjan júlí. James Gandolfini, sem leikur mafíuforingjan Tony Soprano, saknar þess ekkert að kveðja persónuna í hinsta sinn. „Mér var sagt að þetta yrði erfitt fyrir mig en mér finnst það ekki. Það er mjög róandi fyrir mig að horfa fram á veginn og prófa nýja hluti,“ sagði Gandolfini. „Þessi persóna hefur verið með mér svo lengi þannig að það er ákveðinn léttir að sleppa af henni takinu.“ Hann segir að álagið hafi verið mikið á sér við upptökurnar á þáttunum og það hafi sýnt sig. „Að vera þreyttur hjálpaði mér á ákveðinn hátt. Ef persónan hefði átt að líta vel út og vera myndarleg og hamingjusöm hefði vinnuálagið ekki hjálpað til. En það hjálpaði mér mikið. Ég gat verið úrillur og þreyttur og litið eins illa út og ég vildi,“ sagði hann. Veðbankar voru uppteknir við að taka við veðmálum um hver myndi deyja í lokaþættinum. Var stuðullinn tveir á móti einum um að Tony Soprano-sjálfur myndi fá það hlutskipti en einn á móti þremur um að hann héldi lífi. „Fólk veðjar um allt milli himins og jarðar,“ sagði eigandi veðbankans bodog.com. „Margir vilja veðja um hver deyi af náttúrulegum orsökum og hver verði drepinn.“
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira