Gleymir ekki upprunanum 9. júní 2007 11:00 Færeyski tónlistarmaðurinn Jógvan er að gefa út sína fyrstu sólóplötu. Fyrsta sólóplata Færeyingsins Jógvans Hansen, sigurvegara X-Factor, kemur út á mánudag. Freyr Bjarnason spjallaði við Jógvan og komst að því að þar er á ferðinni jarðbundinn og rólegur piltur. Platan heitir einfaldlega Jógvan og inniheldur ellefu lög. Á meðal þeirra er I Keep on Searching sem Jógvan samdi ásamt Pætur við Keldu, X-Factor lagið Every Day eftir Óskar Pál Sveinsson og Stefán Hilmarsson og All Because of You eftir Vigni Snæ Vigfússon, sem er jafnframt upptökustjóri plötunnar.Góðir aðstoðarmennJógvan segir það mikil forréttindi að fá að gefa út sína fyrstu sólóplötu á Íslandi en tekur fram að hann hafi áður gefið út efni í Færeyjum með hljómsveitinni Aria. Fyrsta lagið á sólóplötunni, Rooftop, var einmitt gefið út af þeirri sveit. Jógvan segist hafa notið góðs af fyrirtaks aðstoðarmönnum við gerð sólóplötunnar. „Þetta eru bara snillingar og ég vona að ég geti unnið meira með þeim. Það var auðvitað frábært að fá þennan plötusamning en það er ekki á hverjum degi sem maður fær að vinna með svona frábæru fólki,“ segir Jógvan. X-Factor til aðstoðarHann telur að þátttakan í X-Factor hafi hjálpað sér mikið sem tónlistarmanni. „Það er rosalega mikill skóli í því, bæði í söngnum og að koma fram. Maður lærir líka að höndla pressuna eftir að hafa staðið í tólf vikur fyrir framan íslensku þjóðina og látið hana dæma sig.“ Jógvan starfar sem hárgreiðslumaður og ætlar ekki að gefa það starf upp á bátinn fyrir tónlistina. „Aðalatriðið er að gleyma ekki hvaðan maður kemur,“ segir hann. Sting í uppáhaldi Tónlistarmaðurinn Sting er í miklu uppáhaldi hjá Jógvan. „Ég elska hvernig hann blandar djassi og poppi saman. Þessi tónlist er ekki endilega létt fyrir eyrun en hún er vitræn. Textarnir eru náttúrlega snilld og ég get hlustað á þá næstum því alla aftur og aftur og tengt þá við sjálfan mig.“ Ekki besti lagahöfundurinnJógvan vonast eftir skemmtilegu sumri og ætlar hann að reyna að syngja eins víða og hægt er. Einnig ætlar hann að halda áfram að semja lög og vonast til að eiga fleiri á næstu plötu sinni. „Ég er kannski ekki besti lagahöfundur í heimi en ég held að ég geti alveg lagt mitt af mörkum. Ég er mjög félagslyndur og finnst skemmtilegast að vinna með öðrum. Ég nenni ekki að vera einn allan daginn og semja og semja.“ Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir í Smáralind laugardaginn 16. júní. Sérstakir gestir verða Hara-systurnar frá Hveragerði sem einmitt skráðu Jógvan í X-Factor. Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið „Fortíðin er þarna, beint fyrir framan nefið á okkur“ Menning Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Fleiri fréttir Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Fyrsta sólóplata Færeyingsins Jógvans Hansen, sigurvegara X-Factor, kemur út á mánudag. Freyr Bjarnason spjallaði við Jógvan og komst að því að þar er á ferðinni jarðbundinn og rólegur piltur. Platan heitir einfaldlega Jógvan og inniheldur ellefu lög. Á meðal þeirra er I Keep on Searching sem Jógvan samdi ásamt Pætur við Keldu, X-Factor lagið Every Day eftir Óskar Pál Sveinsson og Stefán Hilmarsson og All Because of You eftir Vigni Snæ Vigfússon, sem er jafnframt upptökustjóri plötunnar.Góðir aðstoðarmennJógvan segir það mikil forréttindi að fá að gefa út sína fyrstu sólóplötu á Íslandi en tekur fram að hann hafi áður gefið út efni í Færeyjum með hljómsveitinni Aria. Fyrsta lagið á sólóplötunni, Rooftop, var einmitt gefið út af þeirri sveit. Jógvan segist hafa notið góðs af fyrirtaks aðstoðarmönnum við gerð sólóplötunnar. „Þetta eru bara snillingar og ég vona að ég geti unnið meira með þeim. Það var auðvitað frábært að fá þennan plötusamning en það er ekki á hverjum degi sem maður fær að vinna með svona frábæru fólki,“ segir Jógvan. X-Factor til aðstoðarHann telur að þátttakan í X-Factor hafi hjálpað sér mikið sem tónlistarmanni. „Það er rosalega mikill skóli í því, bæði í söngnum og að koma fram. Maður lærir líka að höndla pressuna eftir að hafa staðið í tólf vikur fyrir framan íslensku þjóðina og látið hana dæma sig.“ Jógvan starfar sem hárgreiðslumaður og ætlar ekki að gefa það starf upp á bátinn fyrir tónlistina. „Aðalatriðið er að gleyma ekki hvaðan maður kemur,“ segir hann. Sting í uppáhaldi Tónlistarmaðurinn Sting er í miklu uppáhaldi hjá Jógvan. „Ég elska hvernig hann blandar djassi og poppi saman. Þessi tónlist er ekki endilega létt fyrir eyrun en hún er vitræn. Textarnir eru náttúrlega snilld og ég get hlustað á þá næstum því alla aftur og aftur og tengt þá við sjálfan mig.“ Ekki besti lagahöfundurinnJógvan vonast eftir skemmtilegu sumri og ætlar hann að reyna að syngja eins víða og hægt er. Einnig ætlar hann að halda áfram að semja lög og vonast til að eiga fleiri á næstu plötu sinni. „Ég er kannski ekki besti lagahöfundur í heimi en ég held að ég geti alveg lagt mitt af mörkum. Ég er mjög félagslyndur og finnst skemmtilegast að vinna með öðrum. Ég nenni ekki að vera einn allan daginn og semja og semja.“ Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir í Smáralind laugardaginn 16. júní. Sérstakir gestir verða Hara-systurnar frá Hveragerði sem einmitt skráðu Jógvan í X-Factor.
Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið „Fortíðin er þarna, beint fyrir framan nefið á okkur“ Menning Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Fleiri fréttir Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira