„Áður fyrr var eitrað fyrir fólki“ 6. júní 2007 01:00 Anna segir að þótt margt hafi breyst frá dögum ítalska heimspekingsins og stjórnmálamannsins Niccolò Machiavelli (1469-1527) eigi margt í kenningum hans enn við. MYND/Vilhem „Það skiptir ekki máli hvort maður er með mikla eða litla machiavellíska eiginleika. Það að vera machiavellískur þarf ekki að vera slæmt,“ segir Anna Gunnþórsdóttir, dósent og tilraunaleikjafræðingur við Australian Graduate Scool of Management í Ástralíu. Hún tekur það sömuleiðis skýrt fram að það að hafa litla eiginleika sem þessa sé heldur ekki slæmt. Anna er stödd hér á landi í boði Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands og flytur fyrirlestur í Odda klukkan 16:15 í dag um mikilvægi trausts, áreiðanleika og machiavellíska eiginleika. Fyrirlesturinn er byggður á samstarfsverkefni hennar, Kevins McCabe og Vernons Smith, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræðið fyrir fimm árum. Í fyrirlestrinum tengir Anna saman samskipti manna og trúverðugleika við hagvöxt landa. „Þegar fólk treystir hvert öðru þarf ekki alltaf að tékka á fólki. Það er hægt að semja um hluti án þess að gera sérstaka samninga,“ segir hún og leggur áherslu á að með trausti aukist skilvirkni og hraði. Hún bætir við að Ísland sé dæmi um land þar sem traust manna á milli sé mjög mikið. Sömu sögu sé að segja af Norðurlöndunum, sem séu hæst á lista yfir traust og trúverðugleika. Skrifist það meðal annars á sameiginlegan bakgrunn íbúa landanna. Áður en Anna hefur mál sitt munu gestir þreyta sálfræðipróf þar sem machíavellískir eiginleikar eru mældir. Að því loknu geta þátttakendur tekið saman niðurstöður sínar og séð hvar þeir standa á machiavellíska skalanum. Anna mun sömuleiðis ræða um þýðingu prófsins og hvernig taka skuli á því starfsfólki fyrirtækja sem sýni mikla eða litla machiavellíska eiginleika. Anna segir að þótt margt hafi breyst frá því Machiavelli var uppi, á 15. og 16. öld, hafi kenningar hans staðist tímans tönn. „Á dögum Machiavellis var eitrað fyrir fólki. Í dag er það bara rekið,“ segir hún og hlær. Nóbelsverðlaun Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
„Það skiptir ekki máli hvort maður er með mikla eða litla machiavellíska eiginleika. Það að vera machiavellískur þarf ekki að vera slæmt,“ segir Anna Gunnþórsdóttir, dósent og tilraunaleikjafræðingur við Australian Graduate Scool of Management í Ástralíu. Hún tekur það sömuleiðis skýrt fram að það að hafa litla eiginleika sem þessa sé heldur ekki slæmt. Anna er stödd hér á landi í boði Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands og flytur fyrirlestur í Odda klukkan 16:15 í dag um mikilvægi trausts, áreiðanleika og machiavellíska eiginleika. Fyrirlesturinn er byggður á samstarfsverkefni hennar, Kevins McCabe og Vernons Smith, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræðið fyrir fimm árum. Í fyrirlestrinum tengir Anna saman samskipti manna og trúverðugleika við hagvöxt landa. „Þegar fólk treystir hvert öðru þarf ekki alltaf að tékka á fólki. Það er hægt að semja um hluti án þess að gera sérstaka samninga,“ segir hún og leggur áherslu á að með trausti aukist skilvirkni og hraði. Hún bætir við að Ísland sé dæmi um land þar sem traust manna á milli sé mjög mikið. Sömu sögu sé að segja af Norðurlöndunum, sem séu hæst á lista yfir traust og trúverðugleika. Skrifist það meðal annars á sameiginlegan bakgrunn íbúa landanna. Áður en Anna hefur mál sitt munu gestir þreyta sálfræðipróf þar sem machíavellískir eiginleikar eru mældir. Að því loknu geta þátttakendur tekið saman niðurstöður sínar og séð hvar þeir standa á machiavellíska skalanum. Anna mun sömuleiðis ræða um þýðingu prófsins og hvernig taka skuli á því starfsfólki fyrirtækja sem sýni mikla eða litla machiavellíska eiginleika. Anna segir að þótt margt hafi breyst frá því Machiavelli var uppi, á 15. og 16. öld, hafi kenningar hans staðist tímans tönn. „Á dögum Machiavellis var eitrað fyrir fólki. Í dag er það bara rekið,“ segir hún og hlær.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira