Árviss eins og krían 1. júní 2007 06:15 Brúðubíllinn byrjar sumarrúntinn Fyrsta leikhúsferð margra barna er á sýningar Brúðubílsins. Eitt af kennileitum sumarsins er Brúðubíllinn sem hefur skemmt yngstu leikhúsgestunum frá árinu 1980 undir stjórn Helgu Steffensen. Sýningar Brúðubílsins eru sniðnar að þörfum yngstu borgaranna og eru oft þeirra fyrstu leikhúsferðir. Í ár eru margar brúður innanborðs, bæði gamlir og nýir kunningjar. Júníleikritið heitir „Segðu mér söguna aftur“ og samanstendur af stuttum leikþáttum sem allir fjalla um það hvað það er mikilvægt að vera maður sjálfur – ekki halda að allir aðrir hafi það betra og séu fallegri. Ein persónan þar er til að mynda asni sem langar þessi lifandis ósköp að vera ljón. Helga Steffensen semur handrit og gerir brúðurnar en henni til halds og trausts við stjórnunina er Aldís Davíðsdóttir. Leikstjóri sýningarinnar er Sigrún Edda Björnsdóttir en hún sér einnig um leikraddir ásamt Ladda, Álfrúnu Örnólfsdóttur og Helgu. Fyrsta sýningin fer fram í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11 næstkomandi mánudag kl. 12 en dagskrá sumarsins má nálgast á heimasíðunni www.barnanet.is/brudubillinn. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Eitt af kennileitum sumarsins er Brúðubíllinn sem hefur skemmt yngstu leikhúsgestunum frá árinu 1980 undir stjórn Helgu Steffensen. Sýningar Brúðubílsins eru sniðnar að þörfum yngstu borgaranna og eru oft þeirra fyrstu leikhúsferðir. Í ár eru margar brúður innanborðs, bæði gamlir og nýir kunningjar. Júníleikritið heitir „Segðu mér söguna aftur“ og samanstendur af stuttum leikþáttum sem allir fjalla um það hvað það er mikilvægt að vera maður sjálfur – ekki halda að allir aðrir hafi það betra og séu fallegri. Ein persónan þar er til að mynda asni sem langar þessi lifandis ósköp að vera ljón. Helga Steffensen semur handrit og gerir brúðurnar en henni til halds og trausts við stjórnunina er Aldís Davíðsdóttir. Leikstjóri sýningarinnar er Sigrún Edda Björnsdóttir en hún sér einnig um leikraddir ásamt Ladda, Álfrúnu Örnólfsdóttur og Helgu. Fyrsta sýningin fer fram í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11 næstkomandi mánudag kl. 12 en dagskrá sumarsins má nálgast á heimasíðunni www.barnanet.is/brudubillinn.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira