Sægreifinn og Búllan í Washington Post 30. maí 2007 00:01 Örn Hreinsson, rekstrarstjóri Búllunnar. Greinarhöfundur Washington Post kallar mat Hamborgarabúllunnar og Sægreifans „köld kjarakaup“. MYND/E.Ól. Fallega var fjallað um veitingastaðina Hamborgarabúlluna og Sægreifann í grein í Washington Post fyrr í mánuðinum. Greinarhöfundur segir frá upplifun sinni og samferðamanns hans í ætisleit á götum Reykjavíkurborgar. Segir frá því hvernig þeir hrökkluðust frá hverjum veitingastaðnum á fætur öðrum eftir að hafa litið matseðlana augum, eða öllu heldur verð þeirra. Lýsir höfundurinn þeirri upplifun að sjá pakistanskan kjúklingakarrírétt verðlagðan á 27 dollara og pitsu á átján dollara. Hann tekur sérstaklega fram að hann hafi ferðast um margar dýrustu borgir heims. Verðið á Íslandi sprengi alla skala. Í greininni segir að þeir ferðafélagar hafi verið orðnir heldur framlágir og sársvangir er þeir loksins komu að Sægreifanum. Þar gæddu þeir sér á humarsúpu og hvalsteik og drukku heimabruggað víkingaöl með. Fyrir það borguðu þeir 45 bandaríkjadali. Á Sægreifanum fengu ferðalangarnir svo fregnir af því að í næsta húsi mætti fá bestu hamborgara Íslands. Bandaríkjamennirnir létu ekki segja sér það tvisvar og voru mættir á Hamborgarabúlluna í næsta hádegi. Þar snæddu þeir borgara og franskar úr bastkörfum og drukku mjólkurhristing með. Matinn, myndirnar af poppstjörnum upp um alla veggi og útsýnið yfir hafið kunnu þeir vel að meta. Máltíðin kostaði þá þrjátíu dollara. Tekið er fram í lok greinarinnar að Ísland snúist um svo mikið meira en mat. Hins vegar komi fátt í staðinn fyrir góða máltíð á sanngjörnu verði. Matur Sægreifans og Hamborgarabúllunnar væru „köld kjarakaup í hinni dýru höfuðborg Íslands“. Héðan og þaðan Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Fallega var fjallað um veitingastaðina Hamborgarabúlluna og Sægreifann í grein í Washington Post fyrr í mánuðinum. Greinarhöfundur segir frá upplifun sinni og samferðamanns hans í ætisleit á götum Reykjavíkurborgar. Segir frá því hvernig þeir hrökkluðust frá hverjum veitingastaðnum á fætur öðrum eftir að hafa litið matseðlana augum, eða öllu heldur verð þeirra. Lýsir höfundurinn þeirri upplifun að sjá pakistanskan kjúklingakarrírétt verðlagðan á 27 dollara og pitsu á átján dollara. Hann tekur sérstaklega fram að hann hafi ferðast um margar dýrustu borgir heims. Verðið á Íslandi sprengi alla skala. Í greininni segir að þeir ferðafélagar hafi verið orðnir heldur framlágir og sársvangir er þeir loksins komu að Sægreifanum. Þar gæddu þeir sér á humarsúpu og hvalsteik og drukku heimabruggað víkingaöl með. Fyrir það borguðu þeir 45 bandaríkjadali. Á Sægreifanum fengu ferðalangarnir svo fregnir af því að í næsta húsi mætti fá bestu hamborgara Íslands. Bandaríkjamennirnir létu ekki segja sér það tvisvar og voru mættir á Hamborgarabúlluna í næsta hádegi. Þar snæddu þeir borgara og franskar úr bastkörfum og drukku mjólkurhristing með. Matinn, myndirnar af poppstjörnum upp um alla veggi og útsýnið yfir hafið kunnu þeir vel að meta. Máltíðin kostaði þá þrjátíu dollara. Tekið er fram í lok greinarinnar að Ísland snúist um svo mikið meira en mat. Hins vegar komi fátt í staðinn fyrir góða máltíð á sanngjörnu verði. Matur Sægreifans og Hamborgarabúllunnar væru „köld kjarakaup í hinni dýru höfuðborg Íslands“.
Héðan og þaðan Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira