Úr handboltanum í rokkið 26. maí 2007 14:00 Úr handboltanum í tónlistina. Bjarki Sigurðsson var í hópi bestu handboltamanna úrvalsdeildarinnar áður en hann vatt kvæði sínu í kross og fór að einbeita sér að tónlistinni. MYND/Hörður Tónlistarmaðurinn B.Sig gaf nýverið út sína fyrstu plötu, Good Morning mr. Evening, sem hlotið hefur glimrandi undirtektir og er í 10. sæti Tónlistans yfir mest seldu plötur landsins. B.Sig heitir réttu nafni Bjarki Sigurðsson en spurður um tildrög listamannsnafnsins segir hann að kostirnir hafi einfaldlega ekki verið svo margir. „Bjarka er of líkt Björk og er auk þess nokkuð Idol-legt nafn. Sigurðsson svipar síðan til Mugison, þannig að ég var í svolitlum vandræðum. Vinir mínir kalla mig ýmist B.B. eða B.Sig og þar sem B.B. King er með það fyrrnefnda frátekið varð B.Sig niðurstaðan.“ Einhverjir kannast kannski betur við Bjarka úr handboltanum en hann lék lengi með Val við góðan orðstír. Hann segist hættur í handboltanum í bili en upprunalega voru það alvarleg meiðsli sem urðu til þess að hann fór að einbeita sér meira að tónlistinni. „Ég er sjálflærður og hef verið að grúska með gítarinn frá 12 ára aldri. Á síðustu árum hafa lögin safnast saman og mig langaði einfaldlega að gera eitthvað með þau,“ útskýrir Bjarki en hann semur öll lög og texta á plötunni. Bjarki lærði hljóðvinnslu í Liverpool og er ekki laust við að breskra áhrifa sé að gæta í tónlist hans. Sjálfur lýsir hann tónlist sinni sem melódísku rokki – af gamla skólanum. „Ég myndi segja að ég væri þessi klassíska alæta á tónlist. Átrúnargoðið mitt í gamla daga var Elvis Presley en síðan er Neil Young í miklu uppáhaldi. Innblásturinn kemur því víða.“ Með Bjarka í hljómsveitinni eru bræðurnir Daði og Börkur Birgissynir, áður kenndir við Jagúar, og þeir Kristinn Snær Agnarsson og Ingi Björn Ingason. „Við komum í raun saman hver úr sínu horni og úr varð þessi fína blanda. Ég held að ákveðin spilagleði skíni í gegn á plötunni og þetta var mjög skemmtilegur tími,“ segir Bjarki, en platan var að mestu tekin upp síðasta sumar. Platan er talsvert „hrá“ í hlustun og segir Bjarki að það hafi verið vel meðvituð ákvörðun hans, Daða og Börks, enda unnu þeir náið saman í upptökum plötunnar. „Eftirvinnslan var þannig oft snúin, einmitt vegna þess að okkur langaði að halda í þennan hráleika. Það var stundum erfitt að missa sig ekki í eftirhljóðvinnslu en við náðum að halda henni í algjöru lágmarki.“ Stefnt er á að halda „einhverskonar útgáfupartí“, eins og Bjarki orðar það, um miðjan júní en engin föst dagsetning hefur verið negld niður. Áhugasömum er bent á heimasíðu B.Sig þar sem allar upplýsingar um fyrirhugaða tónleika er að finna. http://www.bsigmusic.com/ http://www.myspace.com/bsigmusic Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmaðurinn B.Sig gaf nýverið út sína fyrstu plötu, Good Morning mr. Evening, sem hlotið hefur glimrandi undirtektir og er í 10. sæti Tónlistans yfir mest seldu plötur landsins. B.Sig heitir réttu nafni Bjarki Sigurðsson en spurður um tildrög listamannsnafnsins segir hann að kostirnir hafi einfaldlega ekki verið svo margir. „Bjarka er of líkt Björk og er auk þess nokkuð Idol-legt nafn. Sigurðsson svipar síðan til Mugison, þannig að ég var í svolitlum vandræðum. Vinir mínir kalla mig ýmist B.B. eða B.Sig og þar sem B.B. King er með það fyrrnefnda frátekið varð B.Sig niðurstaðan.“ Einhverjir kannast kannski betur við Bjarka úr handboltanum en hann lék lengi með Val við góðan orðstír. Hann segist hættur í handboltanum í bili en upprunalega voru það alvarleg meiðsli sem urðu til þess að hann fór að einbeita sér meira að tónlistinni. „Ég er sjálflærður og hef verið að grúska með gítarinn frá 12 ára aldri. Á síðustu árum hafa lögin safnast saman og mig langaði einfaldlega að gera eitthvað með þau,“ útskýrir Bjarki en hann semur öll lög og texta á plötunni. Bjarki lærði hljóðvinnslu í Liverpool og er ekki laust við að breskra áhrifa sé að gæta í tónlist hans. Sjálfur lýsir hann tónlist sinni sem melódísku rokki – af gamla skólanum. „Ég myndi segja að ég væri þessi klassíska alæta á tónlist. Átrúnargoðið mitt í gamla daga var Elvis Presley en síðan er Neil Young í miklu uppáhaldi. Innblásturinn kemur því víða.“ Með Bjarka í hljómsveitinni eru bræðurnir Daði og Börkur Birgissynir, áður kenndir við Jagúar, og þeir Kristinn Snær Agnarsson og Ingi Björn Ingason. „Við komum í raun saman hver úr sínu horni og úr varð þessi fína blanda. Ég held að ákveðin spilagleði skíni í gegn á plötunni og þetta var mjög skemmtilegur tími,“ segir Bjarki, en platan var að mestu tekin upp síðasta sumar. Platan er talsvert „hrá“ í hlustun og segir Bjarki að það hafi verið vel meðvituð ákvörðun hans, Daða og Börks, enda unnu þeir náið saman í upptökum plötunnar. „Eftirvinnslan var þannig oft snúin, einmitt vegna þess að okkur langaði að halda í þennan hráleika. Það var stundum erfitt að missa sig ekki í eftirhljóðvinnslu en við náðum að halda henni í algjöru lágmarki.“ Stefnt er á að halda „einhverskonar útgáfupartí“, eins og Bjarki orðar það, um miðjan júní en engin föst dagsetning hefur verið negld niður. Áhugasömum er bent á heimasíðu B.Sig þar sem allar upplýsingar um fyrirhugaða tónleika er að finna. http://www.bsigmusic.com/ http://www.myspace.com/bsigmusic
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira