Baksviðs í Cannes 26. maí 2007 10:00 Leonardo DiCaprio virðist hafa lagt sambandið við fyrirsætuna Bar Rafaeli að baki og gerir sér nú dælt við leikkonuna Dayu Fernandez. MYND/Getty Kvikmyndahátíðin í Cannes er svo sannarlega hátíð fagfólksins. Fáir eru hins vegar uppátækjasamari en einmitt fólkið í kvikmyndabransanum, og því gerist ýmislegt á bak við tjöldin, á lystisnekkjum og á ströndinni. Hjartaknúsararnir úr Hollywood halda sínu striki þó í Suður-Frakklandi séu. Íslandsvinurinn Jude Law er iðinn við kolann hvar sem hann er staddur í heiminum. Hann lét sig ekki vanta í Playboy-partí sem haldið var í Cannes síðastliðið fimmtudagskvöld og mætti í fylgd söngvarans James Blunt. Félagarnir ræddu þó mest lítið saman í partíinu enda með báðar hendur fullar – af ljóshærðum Playboy-fyrirsætum. Law og Blunt sátu með tvær á mann í fanginu og gáfust fljótlega upp á að reyna að tala eitthvað saman. Þeir yfirgáfu veisluna með nýju vinkonum sínum um fimm að morgni. Til hjarta- og fyrirsætuknúsarans Jude Law sást þar sem hann steig inn í lyftu á hóteli sínu ásamt lagskonum sínum tveimur. Ef Playboy-fyrirsæturnar missa áhugann á leikaranum breska ætti hann að geta fundið hugarró í örmum Jessicu Simpson. Söngkonan bandaríska staðfesti á föstudag að hún væri hætt með John Mayer. Hún var þó ekki lengi að festa augun á mögulegum arftaka Mayers. Simpson hitti Law í fyrsta sinn í Cannes á dögunum, og sagði fundinn hafa verið „losta við fyrstu sýn“. Söngkonunni þykir hreimur Law gera útslagið. „Ég elska hvernig hann talar. Breski hreimurinn hans og hvernig hann hreyfir munninn er svo æsandi,“ sagði hún. Leonardo DiCaprio er ekki heldur sestur í helgan stein hvað varðar kvenkynið. Miðað við fréttaflutning frá Cannes virðist samband hans og ísraelsku fyrirsætunnar Bar Rafaeli vera liðin tíð. Til stjörnunnar hefur sést með lítt þekkta leikkonu, Dayu Fernandez, upp á arminn. Parið skellti sér líka í siglingu á snekkju DiCaprios í Cannes. Vinir leikarans segja parið vera óaðskiljanlegt. Þau hafi þekkst í mörg ár, en aldrei náð saman þar sem að DiCaprio hafi iðulega verið á pikkföstu. Hvorki DiCaprio né Bar Rafaeli hafa gefið út yfirlýsingu um að þau séu hætt saman. Rafaeli hefur þó verið ein síns liðs á hátíðinni, og mætti til að mynda einsömul á frumsýningu myndarinnar A Mighty Heart á mánudaginn. Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Kvikmyndahátíðin í Cannes er svo sannarlega hátíð fagfólksins. Fáir eru hins vegar uppátækjasamari en einmitt fólkið í kvikmyndabransanum, og því gerist ýmislegt á bak við tjöldin, á lystisnekkjum og á ströndinni. Hjartaknúsararnir úr Hollywood halda sínu striki þó í Suður-Frakklandi séu. Íslandsvinurinn Jude Law er iðinn við kolann hvar sem hann er staddur í heiminum. Hann lét sig ekki vanta í Playboy-partí sem haldið var í Cannes síðastliðið fimmtudagskvöld og mætti í fylgd söngvarans James Blunt. Félagarnir ræddu þó mest lítið saman í partíinu enda með báðar hendur fullar – af ljóshærðum Playboy-fyrirsætum. Law og Blunt sátu með tvær á mann í fanginu og gáfust fljótlega upp á að reyna að tala eitthvað saman. Þeir yfirgáfu veisluna með nýju vinkonum sínum um fimm að morgni. Til hjarta- og fyrirsætuknúsarans Jude Law sást þar sem hann steig inn í lyftu á hóteli sínu ásamt lagskonum sínum tveimur. Ef Playboy-fyrirsæturnar missa áhugann á leikaranum breska ætti hann að geta fundið hugarró í örmum Jessicu Simpson. Söngkonan bandaríska staðfesti á föstudag að hún væri hætt með John Mayer. Hún var þó ekki lengi að festa augun á mögulegum arftaka Mayers. Simpson hitti Law í fyrsta sinn í Cannes á dögunum, og sagði fundinn hafa verið „losta við fyrstu sýn“. Söngkonunni þykir hreimur Law gera útslagið. „Ég elska hvernig hann talar. Breski hreimurinn hans og hvernig hann hreyfir munninn er svo æsandi,“ sagði hún. Leonardo DiCaprio er ekki heldur sestur í helgan stein hvað varðar kvenkynið. Miðað við fréttaflutning frá Cannes virðist samband hans og ísraelsku fyrirsætunnar Bar Rafaeli vera liðin tíð. Til stjörnunnar hefur sést með lítt þekkta leikkonu, Dayu Fernandez, upp á arminn. Parið skellti sér líka í siglingu á snekkju DiCaprios í Cannes. Vinir leikarans segja parið vera óaðskiljanlegt. Þau hafi þekkst í mörg ár, en aldrei náð saman þar sem að DiCaprio hafi iðulega verið á pikkföstu. Hvorki DiCaprio né Bar Rafaeli hafa gefið út yfirlýsingu um að þau séu hætt saman. Rafaeli hefur þó verið ein síns liðs á hátíðinni, og mætti til að mynda einsömul á frumsýningu myndarinnar A Mighty Heart á mánudaginn.
Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira