Lordi lék við hvern sinn fingur í Cannes 22. maí 2007 10:00 Ingvar og Júlíus Kemp ásamt Lordi eftir tónleikana í Cannes. „Þetta gengur mjög vel, vægast sagt,“ segir Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Íslands en hann ásamt samstarfsfélaga sínum Júlíusi Kemp eru nú í fullum gangi við að kynna hryllingsmyndina Dark Floors: Lordi Motion Picture á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Framleiðendurnir stóðu fyrir stórum tónleikum á laugardaginn þar sem Lordi lék fyrir dansi og segir Ingvar að góð stemning hafi myndast hjá stjörnunum í sólinni. „Við vorum náttúrlega að keppa við U2,“ útskýrir Ingvar en írsku rokkrisarnir voru að kynna tónleikamynd í þrívídd sem hefur fengið gríðarlega góða dóma í heimspressunni. „Við skiptum áhuga fjölmiðla bróðurlega á milli okkar. Þeir voru reyndar aðeins á undan okkur og það hjálpaði okkur við að fá athygli heimspressunnar,“ bætir Ingvar við og segir að hljómsveitin fái mikla athygli. „Þeir eru reyndar ekki öfundsverðir af því að ganga um í þessum búningum í tuttugu stiga hita,“ segir Ingvar. Tökum á myndinni hefur verið frestað nokkrum sinnum að undanförnu en Ingvar segir að nú sé loks búin að negla niður tökudaga sem verða í lok þessa mánaðar. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hafa tveir íslenskir leikarar komið sterklega til greina í stór hlutverk í myndina, þau Theódór Júlíusson og Brynhildur Guðjónsdóttir en Ingvar segir að allt útlit fyrir að engin Íslendingur fái hlutverk. „Því miður lítur þetta þannig út,“ útskýrir Ingvar. Íslenskt tæknifólk leikur hins vegar þeim mun stærra hlutverk í undirbúningsvinnunni og við gerð myndarinnar og hafa þeir verið að vinna hörðum höndum að því að byggja ógnarstórt sett í Finnlandi. Þá verður Ásta Hafþórsdóttir einn helsti förðunarsérfræðingurinn í myndinni og hefur komið að hönnun búninga fyrir myndina sem verða fjölmargir og flóknir. Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Þetta gengur mjög vel, vægast sagt,“ segir Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Íslands en hann ásamt samstarfsfélaga sínum Júlíusi Kemp eru nú í fullum gangi við að kynna hryllingsmyndina Dark Floors: Lordi Motion Picture á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Framleiðendurnir stóðu fyrir stórum tónleikum á laugardaginn þar sem Lordi lék fyrir dansi og segir Ingvar að góð stemning hafi myndast hjá stjörnunum í sólinni. „Við vorum náttúrlega að keppa við U2,“ útskýrir Ingvar en írsku rokkrisarnir voru að kynna tónleikamynd í þrívídd sem hefur fengið gríðarlega góða dóma í heimspressunni. „Við skiptum áhuga fjölmiðla bróðurlega á milli okkar. Þeir voru reyndar aðeins á undan okkur og það hjálpaði okkur við að fá athygli heimspressunnar,“ bætir Ingvar við og segir að hljómsveitin fái mikla athygli. „Þeir eru reyndar ekki öfundsverðir af því að ganga um í þessum búningum í tuttugu stiga hita,“ segir Ingvar. Tökum á myndinni hefur verið frestað nokkrum sinnum að undanförnu en Ingvar segir að nú sé loks búin að negla niður tökudaga sem verða í lok þessa mánaðar. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hafa tveir íslenskir leikarar komið sterklega til greina í stór hlutverk í myndina, þau Theódór Júlíusson og Brynhildur Guðjónsdóttir en Ingvar segir að allt útlit fyrir að engin Íslendingur fái hlutverk. „Því miður lítur þetta þannig út,“ útskýrir Ingvar. Íslenskt tæknifólk leikur hins vegar þeim mun stærra hlutverk í undirbúningsvinnunni og við gerð myndarinnar og hafa þeir verið að vinna hörðum höndum að því að byggja ógnarstórt sett í Finnlandi. Þá verður Ásta Hafþórsdóttir einn helsti förðunarsérfræðingurinn í myndinni og hefur komið að hönnun búninga fyrir myndina sem verða fjölmargir og flóknir.
Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira