Coen-bræður eru einn maður með tvö höfuð 22. maí 2007 09:30 Diane Lane með þá Javier Bardem og Josh Brolin sín á milli en þeir þykja fara á kostum í nýjustu Coen-myndinni. MYND/Getty Það var mikil spenna í salnum þegar nýjasta mynd Coen-bræðranna No Country for Old Men var frumsýnd í Cannes en hún tekur þátt í keppninni um Gullpálmann eftirsótta. Stórstjörnurnar berjast um að fá hlutverk í myndum Coen-bræðranna og No Country for Old Men eða „Ekkert land fyrir gamla menn“ er engin undantekning á því. Josh Brolin leikur aðalpersónuna Llewellyn sem óvart finnur skjalatösku fulla af peningum við landamæri Texas og Mexíkó, nokkur kíló af heróíni og slatta af líkum. Spánverjinn Javier Bardem leikur náungann sem sendur er eftir peningunum og þar með hefst eltingarleikur í gegnum Texas. Tommy Lee Jones fer með hlutverk lögreglustjórans, að sjálfsögðu, og leikkonan skoska Kelly MacDonald leikur eiginkonuna. Woody Harrelson kemur einnig við sögu í aukahlutverki.Geðveikisleg hárgreiðslaSnillingar Coen-bræðurninr Ethan og Joel með mexíkanska leikstjóranum Alejandro Gonzalez Inarritu en nýjasta mynd þeirra gerist einmitt á landamærum Texas og Mexíkó.Fréttablaðið/AFPÁ blaðamannafund eftir frumsýninguna mættu Joel og Ethan Coen, Josh Brolin, Kelly MacDonald og Javier Bardem sem stelur senunni í myndinni og fer algjörlega á kostum.Stemningin á fundinum var mjög góð. Javier og Josh voru ofur töffaralegir og sögðu brandara til skiptis. Coen-bræðurnir svöruðu spurningum blaðamanna með sínum einstaka húmor. Þeir voru mikið spurðir út í það hvað þeir hefðu gert öðruvísi núna en svöruðu að ekkert hefði breyst. Margir hafa líkt myndinni við Óskarsverðlaunamynd þeirra Fargo sem vann einnig Gullpálmann í Cannes.Bræðurnir vinna sem einn maður; skrifa, leikstýra og framleiða í sameiningu. „Það getur verið mjög ruglingslegt að vinna með einum manni með tvö höfuð,“ sagði Josh þegar hann spurður hvernig væri að vinna með bræðrunum og Javier bætti við, „Ég var mjög svekktur þegar ég komst að því að þeir sofa ekki í sama rúminu.” Javier var spurður hvernig hefði verið að leika í myndinni og svaraði: „Það var alveg frábært. Fyrir utan hárgreiðsluna sem ég þurfti að vera með, hún var mjög erfið,“ en hárgreiðslan passar vel við mann sem er gjörsamlega geðveikur og gerir hann ennþá fyndnari enda Coen-bræður þekktir fyrir mjög svartan húmor. „Ástæðan fyrir því að ég er með þennan geðveikislega svip á mér alla myndina er af því að ég skil ekki ensku og veit ekkert hvað er að gerast eða hvað ég er að segja,“ grínaðist Javier með þegar hann viðurkenndi að hafa hvorki lesið bókina né handritið þegar hann tók hlutverkið að sér.Besta Coen-myndin?Josh Brolin átti erfiðara með að sannfæra bræðurna um að hann væri rétti maðurinn fyrir hlutverkið og voru tökur hafnar á myndinni áður en hann var ráðinn. „Ég var að klára að leika í Grindhouse og Quentin Tarantino tók upp videóbrotið sem ég sendi Ethan og Joel. En þeir tóku varla eftir mér og það eina sem þeir vildu vita var hver hefði séð um lýsinguna í videóinu.” En honum tókst að sannfæra þá að lokum.No Country for Old Men er talin mjög sigurstrangleg í keppninni um Gullpálmann og margir gagnrýnendur eru sammála um að þetta sé þeirra besta mynd. „Það er erfitt fyrir okkur að meta það hvort þetta sé besta myndin okkar,“ svaraði Joel og þeir voru sammála um að þeir fyndu ekki fyrir neinni pressu þó að eftirvæntingin eftir myndinni hefði verið gríðarleg. „Það er pressa á okkur meðan við erum að vinna myndina, þá getum við ennþá lagað hana. Núna er myndin tilbúin og ekkert sem við getum gert þannig að það er engin pressa,“ svöruðu þeir sallarólegir. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Það var mikil spenna í salnum þegar nýjasta mynd Coen-bræðranna No Country for Old Men var frumsýnd í Cannes en hún tekur þátt í keppninni um Gullpálmann eftirsótta. Stórstjörnurnar berjast um að fá hlutverk í myndum Coen-bræðranna og No Country for Old Men eða „Ekkert land fyrir gamla menn“ er engin undantekning á því. Josh Brolin leikur aðalpersónuna Llewellyn sem óvart finnur skjalatösku fulla af peningum við landamæri Texas og Mexíkó, nokkur kíló af heróíni og slatta af líkum. Spánverjinn Javier Bardem leikur náungann sem sendur er eftir peningunum og þar með hefst eltingarleikur í gegnum Texas. Tommy Lee Jones fer með hlutverk lögreglustjórans, að sjálfsögðu, og leikkonan skoska Kelly MacDonald leikur eiginkonuna. Woody Harrelson kemur einnig við sögu í aukahlutverki.Geðveikisleg hárgreiðslaSnillingar Coen-bræðurninr Ethan og Joel með mexíkanska leikstjóranum Alejandro Gonzalez Inarritu en nýjasta mynd þeirra gerist einmitt á landamærum Texas og Mexíkó.Fréttablaðið/AFPÁ blaðamannafund eftir frumsýninguna mættu Joel og Ethan Coen, Josh Brolin, Kelly MacDonald og Javier Bardem sem stelur senunni í myndinni og fer algjörlega á kostum.Stemningin á fundinum var mjög góð. Javier og Josh voru ofur töffaralegir og sögðu brandara til skiptis. Coen-bræðurnir svöruðu spurningum blaðamanna með sínum einstaka húmor. Þeir voru mikið spurðir út í það hvað þeir hefðu gert öðruvísi núna en svöruðu að ekkert hefði breyst. Margir hafa líkt myndinni við Óskarsverðlaunamynd þeirra Fargo sem vann einnig Gullpálmann í Cannes.Bræðurnir vinna sem einn maður; skrifa, leikstýra og framleiða í sameiningu. „Það getur verið mjög ruglingslegt að vinna með einum manni með tvö höfuð,“ sagði Josh þegar hann spurður hvernig væri að vinna með bræðrunum og Javier bætti við, „Ég var mjög svekktur þegar ég komst að því að þeir sofa ekki í sama rúminu.” Javier var spurður hvernig hefði verið að leika í myndinni og svaraði: „Það var alveg frábært. Fyrir utan hárgreiðsluna sem ég þurfti að vera með, hún var mjög erfið,“ en hárgreiðslan passar vel við mann sem er gjörsamlega geðveikur og gerir hann ennþá fyndnari enda Coen-bræður þekktir fyrir mjög svartan húmor. „Ástæðan fyrir því að ég er með þennan geðveikislega svip á mér alla myndina er af því að ég skil ekki ensku og veit ekkert hvað er að gerast eða hvað ég er að segja,“ grínaðist Javier með þegar hann viðurkenndi að hafa hvorki lesið bókina né handritið þegar hann tók hlutverkið að sér.Besta Coen-myndin?Josh Brolin átti erfiðara með að sannfæra bræðurna um að hann væri rétti maðurinn fyrir hlutverkið og voru tökur hafnar á myndinni áður en hann var ráðinn. „Ég var að klára að leika í Grindhouse og Quentin Tarantino tók upp videóbrotið sem ég sendi Ethan og Joel. En þeir tóku varla eftir mér og það eina sem þeir vildu vita var hver hefði séð um lýsinguna í videóinu.” En honum tókst að sannfæra þá að lokum.No Country for Old Men er talin mjög sigurstrangleg í keppninni um Gullpálmann og margir gagnrýnendur eru sammála um að þetta sé þeirra besta mynd. „Það er erfitt fyrir okkur að meta það hvort þetta sé besta myndin okkar,“ svaraði Joel og þeir voru sammála um að þeir fyndu ekki fyrir neinni pressu þó að eftirvæntingin eftir myndinni hefði verið gríðarleg. „Það er pressa á okkur meðan við erum að vinna myndina, þá getum við ennþá lagað hana. Núna er myndin tilbúin og ekkert sem við getum gert þannig að það er engin pressa,“ svöruðu þeir sallarólegir.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira