Tina Turner söng á Baugsdegi 19. maí 2007 03:30 Tina Turner skemmti starfsfólki Baugs í Mónakó. MYND/GETTY Images „Hún var alveg geggjuð kellingin," segir söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem kom fram á Baugsdeginum í Mónakó ásamt stórsöngkonunni Tinu Turner. Starfsfólk Baugs fékk óvæntan glaðning á starfsdögum sínum í Mónakó þegar hin aldna söngkona Tina Turner steig þar á svið. Turner mætti með bakraddasöngkonur og dansara og söng hátt í tíu lög. Var henni ákaft fagnað. „Ég vil ekki vera að tjá mig mikið um þetta en get þó sagt að þetta var mjög gaman. Ég söng nú ekki með henni en fékk að heilsa henni baksviðs," segir Regína Ósk. Fjölmörg skemmtiatriði voru í boði á lokakvöldi Baugsdagsins. Breskur kynnir sá um að halda gestum við efnið og auk Turner skemmti breskur búktalari svo eitthvað sé nefnt. Stefán Hilmarsson söng einnig fyrir gesti. Baugsdagurinn stóð í þrjá daga, frá þriðjudegi til fimmtudags. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem blandað er saman fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk Baugs á Íslandi og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag söng Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Bubbalagið Stál og hnífur fyrir sjálfan Simon Cowell í sérstökum X-Factor-þætti sem sýndur var í Mónakó. Þá var framleiddur sérstakur þáttur með stjörnunum úr Little Britain sem kallaðist Little Baugur. Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Hún var alveg geggjuð kellingin," segir söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem kom fram á Baugsdeginum í Mónakó ásamt stórsöngkonunni Tinu Turner. Starfsfólk Baugs fékk óvæntan glaðning á starfsdögum sínum í Mónakó þegar hin aldna söngkona Tina Turner steig þar á svið. Turner mætti með bakraddasöngkonur og dansara og söng hátt í tíu lög. Var henni ákaft fagnað. „Ég vil ekki vera að tjá mig mikið um þetta en get þó sagt að þetta var mjög gaman. Ég söng nú ekki með henni en fékk að heilsa henni baksviðs," segir Regína Ósk. Fjölmörg skemmtiatriði voru í boði á lokakvöldi Baugsdagsins. Breskur kynnir sá um að halda gestum við efnið og auk Turner skemmti breskur búktalari svo eitthvað sé nefnt. Stefán Hilmarsson söng einnig fyrir gesti. Baugsdagurinn stóð í þrjá daga, frá þriðjudegi til fimmtudags. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem blandað er saman fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk Baugs á Íslandi og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag söng Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Bubbalagið Stál og hnífur fyrir sjálfan Simon Cowell í sérstökum X-Factor-þætti sem sýndur var í Mónakó. Þá var framleiddur sérstakur þáttur með stjörnunum úr Little Britain sem kallaðist Little Baugur.
Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira