Neyðarlegt upphlaup Skjás eins 17. maí 2007 12:45 Björn Sigurðsson segist hafa farið af stað í góðri trú um að Íslendingur væri meðal þátttakenda. Sú reyndist ekki raunin. Enginn Íslendingur verður meðal þátttakenda í sjónvarpsþættinum On the Lot þrátt fyrir auglýsingar þess efnis á Skjá einum. Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar segir um leiðinleg mistök að ræða. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mjög neyðarlegt fyrir okkur,“ segir Björn Sigurðsson, dagskrárstjóri Skjás eins. Hann fékk það staðfest í fyrrinótt að enginn Íslendingur væri meðal þátttakenda í raunveruleikaþættinum On the Lot en fréttir þess efnis hafa birst í fjölmiðlum. Og töluverð vinna hefur verið lögð í auglýsingaherferð fyrir þáttinn, sem hefur göngu sína 23. maí. „Við höfðum fengið upplýsingar um að verið væri að skoða Íslendingana, okkur hafði verið tjáð að þetta gæti orðið að veruleika. En síðan kemur bara í ljós að við hlupum aðeins á okkur,“ útskýrir Björn. „Við vorum náttúrlega mjög bjarstýn á að þetta næðist í gegn þar sem þetta er sama fyrirtæki og framleiddi Rock Star,“ bætir hann við en þar sló Magni Ásgeirsson eftirminnilega í gegn. On the Lot er raunveruleikaþáttur í anda áðurnefnds Rock Star-þáttar en í staðinn fyrir að keppast um að komast í rokkhljómsveit berjast kvikmyndagerðarmenn um frægð og frama í Hollywood. Framleiðandi þáttanna er Mark Burnett en aðalstjarnan er enginn annar en Steven Spielberg, frægasti leikstjóri heims. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst reyndu fimm íslenskir kvikmyndagerðarmenn að komast í þáttinn. Þegar það kvisaðist út að Íslendingur hefði komist áfram var haft samband við þá en þeir harðneituðu allir og vísaði hver á annan. Þegar sú staða kom upp fóru að renna á Björn tvær grímur. „Ég hitti aðstandendur þáttarins í París þar sem þeir sögðu að það væri Íslendingur á lista. Ég stóð í þeirri trú að þetta væri fimmtíu manna listinn sem færi í fyrsta þáttinn en skjátlaðist einfaldlega,“ útskýrir Björn og þvertekur fyrir að þetta hafi verið einhver markaðsbrella til að laða fólk að skjánum. „Við gerðum þetta samkvæmt bestu sannfæringu og góðri trú en svona getur þetta stundum verið og við erum ákaflega leið yfir þessu,“ segir Björn, sem nú þarf að fara í að breyta öllu kynningarefninu fyrir þáttinn. Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Enginn Íslendingur verður meðal þátttakenda í sjónvarpsþættinum On the Lot þrátt fyrir auglýsingar þess efnis á Skjá einum. Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar segir um leiðinleg mistök að ræða. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mjög neyðarlegt fyrir okkur,“ segir Björn Sigurðsson, dagskrárstjóri Skjás eins. Hann fékk það staðfest í fyrrinótt að enginn Íslendingur væri meðal þátttakenda í raunveruleikaþættinum On the Lot en fréttir þess efnis hafa birst í fjölmiðlum. Og töluverð vinna hefur verið lögð í auglýsingaherferð fyrir þáttinn, sem hefur göngu sína 23. maí. „Við höfðum fengið upplýsingar um að verið væri að skoða Íslendingana, okkur hafði verið tjáð að þetta gæti orðið að veruleika. En síðan kemur bara í ljós að við hlupum aðeins á okkur,“ útskýrir Björn. „Við vorum náttúrlega mjög bjarstýn á að þetta næðist í gegn þar sem þetta er sama fyrirtæki og framleiddi Rock Star,“ bætir hann við en þar sló Magni Ásgeirsson eftirminnilega í gegn. On the Lot er raunveruleikaþáttur í anda áðurnefnds Rock Star-þáttar en í staðinn fyrir að keppast um að komast í rokkhljómsveit berjast kvikmyndagerðarmenn um frægð og frama í Hollywood. Framleiðandi þáttanna er Mark Burnett en aðalstjarnan er enginn annar en Steven Spielberg, frægasti leikstjóri heims. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst reyndu fimm íslenskir kvikmyndagerðarmenn að komast í þáttinn. Þegar það kvisaðist út að Íslendingur hefði komist áfram var haft samband við þá en þeir harðneituðu allir og vísaði hver á annan. Þegar sú staða kom upp fóru að renna á Björn tvær grímur. „Ég hitti aðstandendur þáttarins í París þar sem þeir sögðu að það væri Íslendingur á lista. Ég stóð í þeirri trú að þetta væri fimmtíu manna listinn sem færi í fyrsta þáttinn en skjátlaðist einfaldlega,“ útskýrir Björn og þvertekur fyrir að þetta hafi verið einhver markaðsbrella til að laða fólk að skjánum. „Við gerðum þetta samkvæmt bestu sannfæringu og góðri trú en svona getur þetta stundum verið og við erum ákaflega leið yfir þessu,“ segir Björn, sem nú þarf að fara í að breyta öllu kynningarefninu fyrir þáttinn.
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira