Neyðarlegt upphlaup Skjás eins 17. maí 2007 12:45 Björn Sigurðsson segist hafa farið af stað í góðri trú um að Íslendingur væri meðal þátttakenda. Sú reyndist ekki raunin. Enginn Íslendingur verður meðal þátttakenda í sjónvarpsþættinum On the Lot þrátt fyrir auglýsingar þess efnis á Skjá einum. Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar segir um leiðinleg mistök að ræða. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mjög neyðarlegt fyrir okkur,“ segir Björn Sigurðsson, dagskrárstjóri Skjás eins. Hann fékk það staðfest í fyrrinótt að enginn Íslendingur væri meðal þátttakenda í raunveruleikaþættinum On the Lot en fréttir þess efnis hafa birst í fjölmiðlum. Og töluverð vinna hefur verið lögð í auglýsingaherferð fyrir þáttinn, sem hefur göngu sína 23. maí. „Við höfðum fengið upplýsingar um að verið væri að skoða Íslendingana, okkur hafði verið tjáð að þetta gæti orðið að veruleika. En síðan kemur bara í ljós að við hlupum aðeins á okkur,“ útskýrir Björn. „Við vorum náttúrlega mjög bjarstýn á að þetta næðist í gegn þar sem þetta er sama fyrirtæki og framleiddi Rock Star,“ bætir hann við en þar sló Magni Ásgeirsson eftirminnilega í gegn. On the Lot er raunveruleikaþáttur í anda áðurnefnds Rock Star-þáttar en í staðinn fyrir að keppast um að komast í rokkhljómsveit berjast kvikmyndagerðarmenn um frægð og frama í Hollywood. Framleiðandi þáttanna er Mark Burnett en aðalstjarnan er enginn annar en Steven Spielberg, frægasti leikstjóri heims. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst reyndu fimm íslenskir kvikmyndagerðarmenn að komast í þáttinn. Þegar það kvisaðist út að Íslendingur hefði komist áfram var haft samband við þá en þeir harðneituðu allir og vísaði hver á annan. Þegar sú staða kom upp fóru að renna á Björn tvær grímur. „Ég hitti aðstandendur þáttarins í París þar sem þeir sögðu að það væri Íslendingur á lista. Ég stóð í þeirri trú að þetta væri fimmtíu manna listinn sem færi í fyrsta þáttinn en skjátlaðist einfaldlega,“ útskýrir Björn og þvertekur fyrir að þetta hafi verið einhver markaðsbrella til að laða fólk að skjánum. „Við gerðum þetta samkvæmt bestu sannfæringu og góðri trú en svona getur þetta stundum verið og við erum ákaflega leið yfir þessu,“ segir Björn, sem nú þarf að fara í að breyta öllu kynningarefninu fyrir þáttinn. Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Enginn Íslendingur verður meðal þátttakenda í sjónvarpsþættinum On the Lot þrátt fyrir auglýsingar þess efnis á Skjá einum. Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar segir um leiðinleg mistök að ræða. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mjög neyðarlegt fyrir okkur,“ segir Björn Sigurðsson, dagskrárstjóri Skjás eins. Hann fékk það staðfest í fyrrinótt að enginn Íslendingur væri meðal þátttakenda í raunveruleikaþættinum On the Lot en fréttir þess efnis hafa birst í fjölmiðlum. Og töluverð vinna hefur verið lögð í auglýsingaherferð fyrir þáttinn, sem hefur göngu sína 23. maí. „Við höfðum fengið upplýsingar um að verið væri að skoða Íslendingana, okkur hafði verið tjáð að þetta gæti orðið að veruleika. En síðan kemur bara í ljós að við hlupum aðeins á okkur,“ útskýrir Björn. „Við vorum náttúrlega mjög bjarstýn á að þetta næðist í gegn þar sem þetta er sama fyrirtæki og framleiddi Rock Star,“ bætir hann við en þar sló Magni Ásgeirsson eftirminnilega í gegn. On the Lot er raunveruleikaþáttur í anda áðurnefnds Rock Star-þáttar en í staðinn fyrir að keppast um að komast í rokkhljómsveit berjast kvikmyndagerðarmenn um frægð og frama í Hollywood. Framleiðandi þáttanna er Mark Burnett en aðalstjarnan er enginn annar en Steven Spielberg, frægasti leikstjóri heims. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst reyndu fimm íslenskir kvikmyndagerðarmenn að komast í þáttinn. Þegar það kvisaðist út að Íslendingur hefði komist áfram var haft samband við þá en þeir harðneituðu allir og vísaði hver á annan. Þegar sú staða kom upp fóru að renna á Björn tvær grímur. „Ég hitti aðstandendur þáttarins í París þar sem þeir sögðu að það væri Íslendingur á lista. Ég stóð í þeirri trú að þetta væri fimmtíu manna listinn sem færi í fyrsta þáttinn en skjátlaðist einfaldlega,“ útskýrir Björn og þvertekur fyrir að þetta hafi verið einhver markaðsbrella til að laða fólk að skjánum. „Við gerðum þetta samkvæmt bestu sannfæringu og góðri trú en svona getur þetta stundum verið og við erum ákaflega leið yfir þessu,“ segir Björn, sem nú þarf að fara í að breyta öllu kynningarefninu fyrir þáttinn.
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira