Samdi nýtt stef fyrir Ríkisútvarpið 14. maí 2007 07:00 Sveinbjörn Thorarensen hefur samið nýtt auglýsingastef fyrir Ríkisútvarpið. „Þetta er stef sem ég samdi síðasta sumar,“ segir Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, sem samdi nýtt stef sem hljóma mun undir samlesnu auglýsingunum á Rás eitt og tvö. „Ég fékk Björn Thorarensen, pabba minn til að spila á hljómborð fyrir mig. Þannig að þetta er svona feðga samvinna. Hann spilaði með Mezzoforte í gamla daga og kemur með smá áhrif þaðan. Sjálfur spilaði ég á gítar.“ Stefið er nú þegar farið að hljóma undir auglýsingunum. Sjálfur hefur hann ekki heyrt það í útvarpinu þar sem hann er búsettur í Amsterdam um þessar mundir þar sem hann leggur stund á hljóðupptökunám. Hermigervill segist óhræddur við að hrófla við svona rótgróinni menningarstofnun og segir að stefið sé mjög ólíkt tónlistinni sem hann gerir vanalega. Hann segir að svona stef séu tónlist sem maður eigi helst ekki að taka eftir og séu samin með það í huga. „Ég var að reyna að ná svona „Bob James fíling“ í stefið. Það er „fusion“ djasstónlistarmaður sem er svona pínulítið ídol hjá mér. Annars var aðalmálið að gera eitthvað sem virkar í þessu samhengi.“ Aðspurður hvort hann telji að stefið eigi eftir að hljóma næstu fimmtíu árin segir hann: „Ég veit ekkert um það. Mér finnst þetta bara fyndið og á örugglega eftir að hlæja í hvert sinn sem ég heyri þetta.“ Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er stef sem ég samdi síðasta sumar,“ segir Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, sem samdi nýtt stef sem hljóma mun undir samlesnu auglýsingunum á Rás eitt og tvö. „Ég fékk Björn Thorarensen, pabba minn til að spila á hljómborð fyrir mig. Þannig að þetta er svona feðga samvinna. Hann spilaði með Mezzoforte í gamla daga og kemur með smá áhrif þaðan. Sjálfur spilaði ég á gítar.“ Stefið er nú þegar farið að hljóma undir auglýsingunum. Sjálfur hefur hann ekki heyrt það í útvarpinu þar sem hann er búsettur í Amsterdam um þessar mundir þar sem hann leggur stund á hljóðupptökunám. Hermigervill segist óhræddur við að hrófla við svona rótgróinni menningarstofnun og segir að stefið sé mjög ólíkt tónlistinni sem hann gerir vanalega. Hann segir að svona stef séu tónlist sem maður eigi helst ekki að taka eftir og séu samin með það í huga. „Ég var að reyna að ná svona „Bob James fíling“ í stefið. Það er „fusion“ djasstónlistarmaður sem er svona pínulítið ídol hjá mér. Annars var aðalmálið að gera eitthvað sem virkar í þessu samhengi.“ Aðspurður hvort hann telji að stefið eigi eftir að hljóma næstu fimmtíu árin segir hann: „Ég veit ekkert um það. Mér finnst þetta bara fyndið og á örugglega eftir að hlæja í hvert sinn sem ég heyri þetta.“
Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira