Eftir væntingarnar! 14. maí 2007 06:00 Ætlaði að horfa á kosningasjónvarpið á Stöð 2. Sá að Hannes Hólmsteinn var mættur þar. Strikaði hann út og stillti á RUV ohf. Þar var allt huggulega retró. Á kosninganótt er Ólafur Þ. Harðarson meira virði en tíu ára framfarir í tölvugrafík. Skemmtiatriðin voru: Stressuð viðtöl við stjórnmálamenn, skopstæling á lélegri kúrekahljómsveit og skopmyndateiknari. Ekkert bruðl! KOSNINGASPÁIN MÍN var svona: Frjálslyndir 5%, Framsókn 10%, Íslandshreyfing 3%, Sjálfstæðir 38%, Samfylking 26%, Vinstrigræn 18%. KOSNINGAÚRSLITIN voru svona: Frjálslyndir 7,3% (+2,3%), Framsókn 11,7 % (+1,7%), Íslandshreyfing 3,3% (+0,3%) Sjálfstæðismenn 36,6% (-1,4%), Samfylking 26,8% (+0,8%) , Vinstrigræn 14,3 (-3,7). Sem sýnir að stjórnmálaflokkar og fjölmiðlar gætu sparað sér gríðarlegar upphæðir sem fara í skoðanakannanir með því að nota frekar heilbrigða skynsemi til að spá í spilin. SIGURVEGARAR: Geir Haarde sem vinnur á þrátt fyrir að vera samábyrgur um afglöp fyrri forsætisráðherra. Sem sýnir að geðslegir menn eiga alltaf einhvern séns hvað svo sem líður sætastu stelpunni á ballinu. Miðað við skoðanakannanir er Steingrímur lúser. Miðað við kosningar er Steingrímur sigurvegari. Það eru kosningarnar sem gilda. LÚSERAR: Árni Johnsen og Björn Bjarnason sem eiga við fortíðarvanda að etja. Jónína Bjartmarz sem á við framtíðarvanda að etja. Yfirlúserinn er Jón Sigurðsson sem leiddi Framsóknarflokkinn í mesta ósigur í sögu hans; sjá nánar Publius Quinctilius Varus og orustan í Teftóborgarskógi árið 9 e.Kr. BESTU ATHUGASEMD kvöldsins átti gamli stjórnmálarefurinn sem spurður um stjórnarmyndun svaraði því að á stund þjóðarinnar væri ekki við hæfi að ræða um ríkisstjórn - sem þýðir væntanlega: Stjórnmálamenn virða rétt okkar hinna til að kjósa en áskilja sjálfum sér rétt til að gera það sem þeim sýnist við úrslitin. NIÐURSTAÐA: Sting upp á því að þjóðin fái í framtíðinni húsfrið fyrir skoðanakönnunum í svo sem tvær vikur fyrir alþingiskosningar, sveitastjórnakosningar og forsetakosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Ætlaði að horfa á kosningasjónvarpið á Stöð 2. Sá að Hannes Hólmsteinn var mættur þar. Strikaði hann út og stillti á RUV ohf. Þar var allt huggulega retró. Á kosninganótt er Ólafur Þ. Harðarson meira virði en tíu ára framfarir í tölvugrafík. Skemmtiatriðin voru: Stressuð viðtöl við stjórnmálamenn, skopstæling á lélegri kúrekahljómsveit og skopmyndateiknari. Ekkert bruðl! KOSNINGASPÁIN MÍN var svona: Frjálslyndir 5%, Framsókn 10%, Íslandshreyfing 3%, Sjálfstæðir 38%, Samfylking 26%, Vinstrigræn 18%. KOSNINGAÚRSLITIN voru svona: Frjálslyndir 7,3% (+2,3%), Framsókn 11,7 % (+1,7%), Íslandshreyfing 3,3% (+0,3%) Sjálfstæðismenn 36,6% (-1,4%), Samfylking 26,8% (+0,8%) , Vinstrigræn 14,3 (-3,7). Sem sýnir að stjórnmálaflokkar og fjölmiðlar gætu sparað sér gríðarlegar upphæðir sem fara í skoðanakannanir með því að nota frekar heilbrigða skynsemi til að spá í spilin. SIGURVEGARAR: Geir Haarde sem vinnur á þrátt fyrir að vera samábyrgur um afglöp fyrri forsætisráðherra. Sem sýnir að geðslegir menn eiga alltaf einhvern séns hvað svo sem líður sætastu stelpunni á ballinu. Miðað við skoðanakannanir er Steingrímur lúser. Miðað við kosningar er Steingrímur sigurvegari. Það eru kosningarnar sem gilda. LÚSERAR: Árni Johnsen og Björn Bjarnason sem eiga við fortíðarvanda að etja. Jónína Bjartmarz sem á við framtíðarvanda að etja. Yfirlúserinn er Jón Sigurðsson sem leiddi Framsóknarflokkinn í mesta ósigur í sögu hans; sjá nánar Publius Quinctilius Varus og orustan í Teftóborgarskógi árið 9 e.Kr. BESTU ATHUGASEMD kvöldsins átti gamli stjórnmálarefurinn sem spurður um stjórnarmyndun svaraði því að á stund þjóðarinnar væri ekki við hæfi að ræða um ríkisstjórn - sem þýðir væntanlega: Stjórnmálamenn virða rétt okkar hinna til að kjósa en áskilja sjálfum sér rétt til að gera það sem þeim sýnist við úrslitin. NIÐURSTAÐA: Sting upp á því að þjóðin fái í framtíðinni húsfrið fyrir skoðanakönnunum í svo sem tvær vikur fyrir alþingiskosningar, sveitastjórnakosningar og forsetakosningar.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun