Bíó og sjónvarp

Snúa aftur

Vinsamlegar og víðförlar. Skott­urnar Skoppa og Skrítla skemmta börnum í Þjóðleikhúsinu.
Vinsamlegar og víðförlar. Skott­urnar Skoppa og Skrítla skemmta börnum í Þjóðleikhúsinu.

Vinkonurnar Skoppa og Skrítla hafa snúið aftur í Ævintýraland Þjóðleikhússins. Leikkonurnar Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir eru í hlutverkum Skoppu og Skrítlu en Hrefna gerir einnig handritið. Hallur Ingólfsson semur tónlistina og búninga og leikmynd gerir Katrín Þorvaldsdóttir. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson.

Sýningin um Skoppu og Skrítlu var frumsýnd í október á síðasta ári en þar er á ferðinni leikhúsupplifun með söng og dansi fyrir börn 9 mánaða og eldri. Sýningin er um fjörutíu mínútur að lengd. Áhorfendur eru virkjaðir með í söng og dansi og við að leysa ýmsar þrautir sem á vegi verða í framvindu leiksins. Skoppa og Skrítla nota tákn með tali svo að sem flest börn fái notið sýningarinnar.

Þær stöllur eru nýkomnar úr leikferð um Bandaríkin en ferð sú gekk vonum framar og hafa þær fengið boð um að snúa aftur til New York í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×