Hýrnar um hólma og sker 8. maí 2007 08:45 Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur fagnar vori. Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í kvöld og annað kvöld í Bústaðakirkju. Hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 20. Tveir karlar slæðast með í tónleikahald kórsins: Tómas R. Einarsson bassaleikari hefur fylgt kórnum um árabil og styrkt þær með áslætti sínum og í kvöld verður Bergþór Pálsson söngvari gestur við flutning á dagskrá sem er sótt hingað og þangað. Lög eftir Inga T. Lárusson sem þær hafa æft upp vegna heimsóknar sinnar austur á land síðar í þessum mánuði, en þaðan var Ingi ættaður, slagara frá stríðsárunum eru þær líka með á efnisskránni og svo syngja stelpurnar slagara frá unglingsárum sínum: dægurlög blómatímans. Kórstjóri er Jóhanna Þórhallsdóttir og undirleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari. Léttsveitin er 120 kvenna kór og hafa þær sungið víða sér og öðrum til skemmtunar og yndisauka. Mörgum er í fersku minni heimildarmynd sem sýnd var í sjónvarpi fyrir fáum mánuðum frá ferðalagi kórsins um Evrópu en þær hafa víða farið: Bolungarvík, Dublin, Havana, Kaupmannahöfn, Feneyjar og Vestmannaeyjar. Það er óhætt að lofa hressum söng með sveiflu þar sem Jóhanna og hennar kátu konur – og karlar – eru á ferð. Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í kvöld og annað kvöld í Bústaðakirkju. Hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 20. Tveir karlar slæðast með í tónleikahald kórsins: Tómas R. Einarsson bassaleikari hefur fylgt kórnum um árabil og styrkt þær með áslætti sínum og í kvöld verður Bergþór Pálsson söngvari gestur við flutning á dagskrá sem er sótt hingað og þangað. Lög eftir Inga T. Lárusson sem þær hafa æft upp vegna heimsóknar sinnar austur á land síðar í þessum mánuði, en þaðan var Ingi ættaður, slagara frá stríðsárunum eru þær líka með á efnisskránni og svo syngja stelpurnar slagara frá unglingsárum sínum: dægurlög blómatímans. Kórstjóri er Jóhanna Þórhallsdóttir og undirleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari. Léttsveitin er 120 kvenna kór og hafa þær sungið víða sér og öðrum til skemmtunar og yndisauka. Mörgum er í fersku minni heimildarmynd sem sýnd var í sjónvarpi fyrir fáum mánuðum frá ferðalagi kórsins um Evrópu en þær hafa víða farið: Bolungarvík, Dublin, Havana, Kaupmannahöfn, Feneyjar og Vestmannaeyjar. Það er óhætt að lofa hressum söng með sveiflu þar sem Jóhanna og hennar kátu konur – og karlar – eru á ferð.
Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira