Þaulæfður kosningaréttur 8. maí 2007 06:00 Ég man vel eftir langömmu minni. Hún var falleg gömul kona sem gekk í stórrósóttum kjólum og mundi vel eftir því þegar hún sá gúmmístígvél í fyrsta sinn. Þegar hún var unglingur höfðu konur ekki kosningarétt. Það höfðu vinnumenn, snauðir bændur og þurrabúðarmenn ekki heldur. Fólk hafði misjafna sýn á lýðræðið þá og nú. Kosningaréttur var ekki hluti mannréttinda heldur stjórntæki sem veitti vitrum mönnum rétt til þess að velja vitrustu mennina á þing svo þeir gætu stjórnað. Síðan eru liðin mörg ár. KunningjafólkI mínu, sem lengi hefur starfað með elstu borgurum landsins, þykir kjördagar ávallt svolítið erfiðir. Á þeim dögum fær jafnvel fólk sem starfsfólk heldur að sé öllum löngu gleymt heimsóknir. Gæskuríkir gestirnir tilkynna starfsþýinu að blessuð gamla konan eða maðurinn hafi nú alltaf viljað nýta atkvæðisrétt sinn í gegnum tíðina og engin breyting sé nú á. Þegar ég gat fyrst kosið voru þúsaldarmót á næstunni. Skömmu fyrir kosningar spurði enskukennarinn minn bekkinn út í skoðanir hans á því hvað hægt væri að gera í þágu þriðja heimsins svokallaða. Krúttkynslóðin var ekki fullmótuð og fátt varð um svör. Flest vorum við búin að hlusta yfir okkur á boðskap Smashing Pumpkins og Nirvana og það hafði fengið okkur til að efast um tilgang alls. Depurð og tortryggni voru aðalsmerki unglinga þá, hugsjónir jafn hallærislegar og herðapúðar. Eftir nokkra þögn svaraði töffari bekkjarins því að í raun væri ekkert hægt að gera. Til dæmis myndu allir skógar eyðast upp ef þjóðir þróunarríkjanna ætluðu að fara að nota klósettpappír. Sársaukaviprurnar sem fóru um andlit míns indæla og vinstrisinnaða enskukennara við að heyra þetta svar munu aldrei hverfa mér úr minni. Skömmu síðar fór ég ásamt sveitunga mínum og bekkjarbróður, sem svo umhugað var um skóga veraldar, í félagsheimili Landeyja til að kjósa til Alþingis. Í gegnum árin hef ég reynt að telja mér trú um að ekki sé til sá einstaklingur sem ekki hefur eitthvað fram að færa. Því hljóti atkvæði hans að vera merkilegt og vel ígrundað. Ég er ekki alveg sannfærð en vona hið besta. Nóg hefur landinn æft sig að kjósa yfir öllum Idol-þáttunum og auðvitað lærði þjóðin að meta mikilvægi hvers atkvæðis með því að fylgjast með Rockstar Supernova og koma Magna okkar áfram. Ég segi bara x við Eirík Hauksson og held af stað til Helsinki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ég man vel eftir langömmu minni. Hún var falleg gömul kona sem gekk í stórrósóttum kjólum og mundi vel eftir því þegar hún sá gúmmístígvél í fyrsta sinn. Þegar hún var unglingur höfðu konur ekki kosningarétt. Það höfðu vinnumenn, snauðir bændur og þurrabúðarmenn ekki heldur. Fólk hafði misjafna sýn á lýðræðið þá og nú. Kosningaréttur var ekki hluti mannréttinda heldur stjórntæki sem veitti vitrum mönnum rétt til þess að velja vitrustu mennina á þing svo þeir gætu stjórnað. Síðan eru liðin mörg ár. KunningjafólkI mínu, sem lengi hefur starfað með elstu borgurum landsins, þykir kjördagar ávallt svolítið erfiðir. Á þeim dögum fær jafnvel fólk sem starfsfólk heldur að sé öllum löngu gleymt heimsóknir. Gæskuríkir gestirnir tilkynna starfsþýinu að blessuð gamla konan eða maðurinn hafi nú alltaf viljað nýta atkvæðisrétt sinn í gegnum tíðina og engin breyting sé nú á. Þegar ég gat fyrst kosið voru þúsaldarmót á næstunni. Skömmu fyrir kosningar spurði enskukennarinn minn bekkinn út í skoðanir hans á því hvað hægt væri að gera í þágu þriðja heimsins svokallaða. Krúttkynslóðin var ekki fullmótuð og fátt varð um svör. Flest vorum við búin að hlusta yfir okkur á boðskap Smashing Pumpkins og Nirvana og það hafði fengið okkur til að efast um tilgang alls. Depurð og tortryggni voru aðalsmerki unglinga þá, hugsjónir jafn hallærislegar og herðapúðar. Eftir nokkra þögn svaraði töffari bekkjarins því að í raun væri ekkert hægt að gera. Til dæmis myndu allir skógar eyðast upp ef þjóðir þróunarríkjanna ætluðu að fara að nota klósettpappír. Sársaukaviprurnar sem fóru um andlit míns indæla og vinstrisinnaða enskukennara við að heyra þetta svar munu aldrei hverfa mér úr minni. Skömmu síðar fór ég ásamt sveitunga mínum og bekkjarbróður, sem svo umhugað var um skóga veraldar, í félagsheimili Landeyja til að kjósa til Alþingis. Í gegnum árin hef ég reynt að telja mér trú um að ekki sé til sá einstaklingur sem ekki hefur eitthvað fram að færa. Því hljóti atkvæði hans að vera merkilegt og vel ígrundað. Ég er ekki alveg sannfærð en vona hið besta. Nóg hefur landinn æft sig að kjósa yfir öllum Idol-þáttunum og auðvitað lærði þjóðin að meta mikilvægi hvers atkvæðis með því að fylgjast með Rockstar Supernova og koma Magna okkar áfram. Ég segi bara x við Eirík Hauksson og held af stað til Helsinki.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun