Tímabært framtak 7. maí 2007 00:01 Utanríkisráðuneytið gaf fyrir viku út merkilegt plagg, sem ber yfirskriftina "Mannréttindi í íslenzkri utanríkisstefnu". Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fylgdi því úr hlaði á fundi við Háskólann á Akureyri. "Mannréttindi snerta alla, alls staðar og eru óháð tíma og rúmi," segir í inngangi að hinu 34 síðna riti þar sem stefnan er tíunduð. Þá segir: "Árangur á mannréttindasviðinu veltur á samþættri nálgun á mismunandi stefnusviðum og samstarfi þar á milli. Nú er víðtækari skilningur en áður á samspili mannréttinda, sjálfbærrar þróunar, friðar og öryggis. Því er nauðsynlegt að mannréttindi fléttist inn í öll svið utanríkisstefnu, þar með talið þróunarsamvinnu, öryggismál og viðskipti. Skuldbindingar Íslands á sviði mannréttinda eru ekki síst í þágu lands og þjóðar og eru skýr skilaboð um vilja Íslands til að taka þátt í að búa til betri heim í þágu alls mannkyns, þar sem íbúum heims eru tryggð grundvallarmannréttindi, öryggi og friður." Full ástæða er til að taka undir þetta og fagnaðarefni að ráðizt skyldi í að móta með þessum hætti heildstæða stefnu fyrir Íslands hönd í alþjóðlegum mannréttindamálum. Er utanríkisráðherra kynnti stefnuna síðastliðinn mánudag sagði hann að Ísland hefði töluvert fram að færa á þessu sviði. Í ljósi þess og aukins vægis mannréttindamála í alþjóðastarfi væri tímabært fyrir Ísland að sækjast eftir setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, í samráði og samvinnu við önnur Norðurlönd. Þetta er verðugt verkefni og væntanlega til þess fallið að skerpa vitund Íslendinga fyrir alþjóðlegum mannréttindamálum. Af nógu er að taka á þeim vettvangi. Sem dæmi má nefna að í rúmlega 150 ríkjum heims eru dæmi um að pyntingum og öðrum grimmilegum aðferðum sé beitt og í um 70 þessara ríkja er slíkt ástand útbreitt eða viðvarandi. Það veitir því ekki af að Ísland beiti þeim áhrifum sem því er unnt á alþjóðavettvangi til að berjast gegn mannréttindabrotum. Í dag stendur Mannréttindaskrifstofa Íslands fyrir fundi með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir lýsa stefnu þeirra í mannréttindamálum. Þetta er líka framtak sem ber að fagna, enda gott að stefna flokkanna í þessum málum komi fram, þótt hún muni tæpast ráða úrslitum í kosningunum á laugardaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Utanríkisráðuneytið gaf fyrir viku út merkilegt plagg, sem ber yfirskriftina "Mannréttindi í íslenzkri utanríkisstefnu". Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fylgdi því úr hlaði á fundi við Háskólann á Akureyri. "Mannréttindi snerta alla, alls staðar og eru óháð tíma og rúmi," segir í inngangi að hinu 34 síðna riti þar sem stefnan er tíunduð. Þá segir: "Árangur á mannréttindasviðinu veltur á samþættri nálgun á mismunandi stefnusviðum og samstarfi þar á milli. Nú er víðtækari skilningur en áður á samspili mannréttinda, sjálfbærrar þróunar, friðar og öryggis. Því er nauðsynlegt að mannréttindi fléttist inn í öll svið utanríkisstefnu, þar með talið þróunarsamvinnu, öryggismál og viðskipti. Skuldbindingar Íslands á sviði mannréttinda eru ekki síst í þágu lands og þjóðar og eru skýr skilaboð um vilja Íslands til að taka þátt í að búa til betri heim í þágu alls mannkyns, þar sem íbúum heims eru tryggð grundvallarmannréttindi, öryggi og friður." Full ástæða er til að taka undir þetta og fagnaðarefni að ráðizt skyldi í að móta með þessum hætti heildstæða stefnu fyrir Íslands hönd í alþjóðlegum mannréttindamálum. Er utanríkisráðherra kynnti stefnuna síðastliðinn mánudag sagði hann að Ísland hefði töluvert fram að færa á þessu sviði. Í ljósi þess og aukins vægis mannréttindamála í alþjóðastarfi væri tímabært fyrir Ísland að sækjast eftir setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, í samráði og samvinnu við önnur Norðurlönd. Þetta er verðugt verkefni og væntanlega til þess fallið að skerpa vitund Íslendinga fyrir alþjóðlegum mannréttindamálum. Af nógu er að taka á þeim vettvangi. Sem dæmi má nefna að í rúmlega 150 ríkjum heims eru dæmi um að pyntingum og öðrum grimmilegum aðferðum sé beitt og í um 70 þessara ríkja er slíkt ástand útbreitt eða viðvarandi. Það veitir því ekki af að Ísland beiti þeim áhrifum sem því er unnt á alþjóðavettvangi til að berjast gegn mannréttindabrotum. Í dag stendur Mannréttindaskrifstofa Íslands fyrir fundi með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir lýsa stefnu þeirra í mannréttindamálum. Þetta er líka framtak sem ber að fagna, enda gott að stefna flokkanna í þessum málum komi fram, þótt hún muni tæpast ráða úrslitum í kosningunum á laugardaginn.