Gamall draumur rætist 4. maí 2007 09:45 Hún er nýorðin sextug (eins og Bowie, Elton og Laddi) og hefur aldrei sungið betur … Rokkskáldið og Íslands-vinurinn Patti Smith hefur verið töluvert í sviðsljósinu að undanförnu. Hún var tekin inn í heiðursflokk rokkara (Rock & Roll Hall of Fame) í mars síðastliðnum og í síðustu viku kom út með henni platan Twelve sem hefur að geyma útgáfur hennar af lögum listamanna á borð við Jimi Hendrix, Nirvana og Tears For Fears. Trausti Júlíusson tékkaði á Patti. „Mig langaði til þess að gera tökulagaplötu fyrir löngu síðan, á áttunda áratugnum, en ég var ekki tilbúin þá. Röddin var ekki tilbúin,“ segir Patti Smith í nýlegu viðtali þegar hún er innt eftir því af hverju hún sé að gefa út tökulagaplötu núna. Og hún heldur áfram: „Nú finnst mér ég vera tilbúin. Söngurinn hefur batnað og ég veit meira um röddina mína. Ég skil hana betur…“ Flest laganna á Twelve eru eftir átrúnaðargoð Pattiar af hippakynslóðinni; Jimi Hendrix (Are You Experienced?), Neil Young (Helpless), The Rolling Stones (Gimme Shelter), The Beatles (Within You Without You), Jefferson Airplane (White Rabbit), Bob Dylan (Changing Of The Guards) og líka lög eftir The Doors, Paul Simon, Allman Brothers og Stevie Wonder. Yngstu lögin eru svo Nirvana lagið Smells Like Teen Spirit og Everybody Wants To Rule The World eftir Tears For Fears.Dreymdi fyrir DoorsFlott plata Tökulagaplata Patti Smith, Twelve, hefur víðast hvar fengið góðar viðtökur.Hljómsveit Pattiar spilar undir í lögunum, en að auki koma við sögu nokkrir gestir þ.á m. Tom Verlaine, gítarleikari Television, feðgarnir Sam og Walker Shepard, sem leika á banjó í Teen Spirit, og Rich Robinson gítarleikari The Black Crowes. Patti var með lista yfir tólf lög sem hana langaði til að hljóðrita þegar vinna hófst við gerð plötunnar. Af þeim lista enduðu aðeins fjögur á plötunni: Hendrix-lagið, Stones-lagið,White Rabbit og Teen Spirit. Ýmis atvik réðu því svo hvernig hin lögin lentu á plötunni.Til dæmis Doors-lagið Soul Kitchen: „Mig dreymdi að ég ætti að taka Soul Kitchen, sem hefur aldrei verið eitt af mínum uppáhalds Doors-lögum. Svo fór ég fram úr og út á götu og þá brunaði götusópur framhjá með Soul Kitchen á fullu í græjunum. Þá hugsaði ég: OK. Ég tek það.“ Patti segir að það hafi verið ákveðinn léttir og frelsun í því að gera einu sinni plötu án þess að þurfa að kveljast yfir því hvort textarnir séu nógu góðir. „Það erfiðasta sem ég geri er að semja texta,“ segir hún.Hillbillí-útgáfa af NirvanaTwelve hefur víðast hvar fengið góða dóma, að undanskildum Pitchforkmedia-vefnum, en það hefur svo sem alveg komið fram áður að þeir hjá Pitchfork eru betri í því að draga athyglina að áhugaverðum nýliðum heldur en að fjalla um gamla jálka. Tökulagaplötur hafa auðvitað ekki jafn mikið gildi og plötur með frumsömdu efni, en það getur verið gaman af þeim engu að síður.Patti hefur alltaf tekið lög eftir aðra í bland við sín eigin og hún gerir það vel. Útgáfan hennar af Them-laginu Gloria er til dæmis ein af bestu ábreiðum sögunnar að mati sérfræðinga tímaritsins Wire sem tók ábreiður fyrir nýlega. Lögin á Twelve eru misvel heppnuð, en heildarsvipur plötunnar er nokkuð sterkur. Patti hefur aldrei sungið betur og það er unun að hlusta á gítarleik Lenny Kaye.Útgáfan af Smells Like Teen Spirit er mjög flott. Lagið er róað niður og útsetningin er í hálfgerðum hillbillí-stíl með banjó og fiðlum. Are You Experienced, Soul Kitchen og Changing Of The Guards eru líka öll flott, en slakasta lagið er sennilega Everybody Wants To Rule The World sem Patti breytir ekki neitt. Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rokkskáldið og Íslands-vinurinn Patti Smith hefur verið töluvert í sviðsljósinu að undanförnu. Hún var tekin inn í heiðursflokk rokkara (Rock & Roll Hall of Fame) í mars síðastliðnum og í síðustu viku kom út með henni platan Twelve sem hefur að geyma útgáfur hennar af lögum listamanna á borð við Jimi Hendrix, Nirvana og Tears For Fears. Trausti Júlíusson tékkaði á Patti. „Mig langaði til þess að gera tökulagaplötu fyrir löngu síðan, á áttunda áratugnum, en ég var ekki tilbúin þá. Röddin var ekki tilbúin,“ segir Patti Smith í nýlegu viðtali þegar hún er innt eftir því af hverju hún sé að gefa út tökulagaplötu núna. Og hún heldur áfram: „Nú finnst mér ég vera tilbúin. Söngurinn hefur batnað og ég veit meira um röddina mína. Ég skil hana betur…“ Flest laganna á Twelve eru eftir átrúnaðargoð Pattiar af hippakynslóðinni; Jimi Hendrix (Are You Experienced?), Neil Young (Helpless), The Rolling Stones (Gimme Shelter), The Beatles (Within You Without You), Jefferson Airplane (White Rabbit), Bob Dylan (Changing Of The Guards) og líka lög eftir The Doors, Paul Simon, Allman Brothers og Stevie Wonder. Yngstu lögin eru svo Nirvana lagið Smells Like Teen Spirit og Everybody Wants To Rule The World eftir Tears For Fears.Dreymdi fyrir DoorsFlott plata Tökulagaplata Patti Smith, Twelve, hefur víðast hvar fengið góðar viðtökur.Hljómsveit Pattiar spilar undir í lögunum, en að auki koma við sögu nokkrir gestir þ.á m. Tom Verlaine, gítarleikari Television, feðgarnir Sam og Walker Shepard, sem leika á banjó í Teen Spirit, og Rich Robinson gítarleikari The Black Crowes. Patti var með lista yfir tólf lög sem hana langaði til að hljóðrita þegar vinna hófst við gerð plötunnar. Af þeim lista enduðu aðeins fjögur á plötunni: Hendrix-lagið, Stones-lagið,White Rabbit og Teen Spirit. Ýmis atvik réðu því svo hvernig hin lögin lentu á plötunni.Til dæmis Doors-lagið Soul Kitchen: „Mig dreymdi að ég ætti að taka Soul Kitchen, sem hefur aldrei verið eitt af mínum uppáhalds Doors-lögum. Svo fór ég fram úr og út á götu og þá brunaði götusópur framhjá með Soul Kitchen á fullu í græjunum. Þá hugsaði ég: OK. Ég tek það.“ Patti segir að það hafi verið ákveðinn léttir og frelsun í því að gera einu sinni plötu án þess að þurfa að kveljast yfir því hvort textarnir séu nógu góðir. „Það erfiðasta sem ég geri er að semja texta,“ segir hún.Hillbillí-útgáfa af NirvanaTwelve hefur víðast hvar fengið góða dóma, að undanskildum Pitchforkmedia-vefnum, en það hefur svo sem alveg komið fram áður að þeir hjá Pitchfork eru betri í því að draga athyglina að áhugaverðum nýliðum heldur en að fjalla um gamla jálka. Tökulagaplötur hafa auðvitað ekki jafn mikið gildi og plötur með frumsömdu efni, en það getur verið gaman af þeim engu að síður.Patti hefur alltaf tekið lög eftir aðra í bland við sín eigin og hún gerir það vel. Útgáfan hennar af Them-laginu Gloria er til dæmis ein af bestu ábreiðum sögunnar að mati sérfræðinga tímaritsins Wire sem tók ábreiður fyrir nýlega. Lögin á Twelve eru misvel heppnuð, en heildarsvipur plötunnar er nokkuð sterkur. Patti hefur aldrei sungið betur og það er unun að hlusta á gítarleik Lenny Kaye.Útgáfan af Smells Like Teen Spirit er mjög flott. Lagið er róað niður og útsetningin er í hálfgerðum hillbillí-stíl með banjó og fiðlum. Are You Experienced, Soul Kitchen og Changing Of The Guards eru líka öll flott, en slakasta lagið er sennilega Everybody Wants To Rule The World sem Patti breytir ekki neitt.
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira