Seldi Danger Mouse tvö lög 4. maí 2007 08:30 Steve Sampling seldi hinum heimsfræga Danger Mouse tvö lög sem hann ætlar að nota á nýrri plötu. Bandaríski tónlistarmaðurinn Danger Mouse, annar helmingur Gnarls Barkley sem sló í gegn síðasta sumar með laginu Crazy, hefur keypt tvö lög af íslenska rapparanum Steve Sampling. „Ég vissi að hann hefði verið hérna fyrir tveimur árum og hitti hann þá á Prikinu og lét hann hafa demó. Ári seinna hafði hann samband við mig og vildi heyra meira dót. Ég valdi tvö lög og hann lét „labelið“ sitt kaupa þau af mér,“ segir Sampling, sem heitir réttu nafni Stefán Ólafsson. „Hann ætlar að nota þetta fyrir eitthvert nýtt alþjóðlegt „samstarfsproject“ sem hann er að vinna að.“Tilnefndur til Grammydanger mouse Danger Mouse er meðlimur dúettsins Gnarls Barkley sem sló í gegn með laginu Crazy.Auk þess að vera meðlimur hinnar vinsælu Gnarls Barkley hefur Danger Mouse getið sér gott orð sem upptökustjóri. Var hann tilnefndur til Grammy-verðlaunanna sem upptökustjóri fyrstu plötu Gnarls Barkley, St. Else-where og fyrir aðra plötu Gorillaz, Demon Days. Einnig tók hann upp fyrstu plötu hljómsveitar Damon Albarn, The Good, the Bad and the Queen. Fyrst vakti hann þó athygli fyrir plötu sína The Grey Album þar sem hann sauð Hvíta albúmi Bítlanna saman við The Black Album með Jay-Z. Lítill peningurDanger Mouse, sem heitir réttu nafni Brian Joseph Burton, var einmitt staddur á Íslandi í fríi með Damon Albarn þegar Stefán hitti hann. Höfðu þeir þá nýlokið við upptökur á Demon Days-plötunni. „Þetta er mjög fínn náungi. Hann er einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum í þessum geira. Þetta er alveg frábært og mikil viðurkenning fyrir mig,“ segir Stefán, sem segist ekki hafa fengið mikinn pening fyrir lögin sín. „Þetta er samt allt í lagi fyrir óþekktan gæja á Íslandi. Maður vonar að þetta veki einhverja athygli og maður veit ekki hverjum hann er búinn að leyfa að heyra þetta.“ Tvær plötur á leiðinniFram undan hjá Stefáni er að ljúka námi sínu í margmiðlunarfræði. Að auki er hann með tvær nýjar plötur í sigtinu sem koma út í sumar eða haust. Önnur er með hljómsveitinni Sampling og Ragúel en hin er önnur sólóplata hans. Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Lífið Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Danger Mouse, annar helmingur Gnarls Barkley sem sló í gegn síðasta sumar með laginu Crazy, hefur keypt tvö lög af íslenska rapparanum Steve Sampling. „Ég vissi að hann hefði verið hérna fyrir tveimur árum og hitti hann þá á Prikinu og lét hann hafa demó. Ári seinna hafði hann samband við mig og vildi heyra meira dót. Ég valdi tvö lög og hann lét „labelið“ sitt kaupa þau af mér,“ segir Sampling, sem heitir réttu nafni Stefán Ólafsson. „Hann ætlar að nota þetta fyrir eitthvert nýtt alþjóðlegt „samstarfsproject“ sem hann er að vinna að.“Tilnefndur til Grammydanger mouse Danger Mouse er meðlimur dúettsins Gnarls Barkley sem sló í gegn með laginu Crazy.Auk þess að vera meðlimur hinnar vinsælu Gnarls Barkley hefur Danger Mouse getið sér gott orð sem upptökustjóri. Var hann tilnefndur til Grammy-verðlaunanna sem upptökustjóri fyrstu plötu Gnarls Barkley, St. Else-where og fyrir aðra plötu Gorillaz, Demon Days. Einnig tók hann upp fyrstu plötu hljómsveitar Damon Albarn, The Good, the Bad and the Queen. Fyrst vakti hann þó athygli fyrir plötu sína The Grey Album þar sem hann sauð Hvíta albúmi Bítlanna saman við The Black Album með Jay-Z. Lítill peningurDanger Mouse, sem heitir réttu nafni Brian Joseph Burton, var einmitt staddur á Íslandi í fríi með Damon Albarn þegar Stefán hitti hann. Höfðu þeir þá nýlokið við upptökur á Demon Days-plötunni. „Þetta er mjög fínn náungi. Hann er einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum í þessum geira. Þetta er alveg frábært og mikil viðurkenning fyrir mig,“ segir Stefán, sem segist ekki hafa fengið mikinn pening fyrir lögin sín. „Þetta er samt allt í lagi fyrir óþekktan gæja á Íslandi. Maður vonar að þetta veki einhverja athygli og maður veit ekki hverjum hann er búinn að leyfa að heyra þetta.“ Tvær plötur á leiðinniFram undan hjá Stefáni er að ljúka námi sínu í margmiðlunarfræði. Að auki er hann með tvær nýjar plötur í sigtinu sem koma út í sumar eða haust. Önnur er með hljómsveitinni Sampling og Ragúel en hin er önnur sólóplata hans.
Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Lífið Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira