Sjóræningjar og Spartverjar einoka MTV-hátíðina 3. maí 2007 06:45 Jack Sparrow þriðju myndarinnar er að vænta nú í maí. Stórsmellurinn 300 og sjóræningjarnir á Karíbahafinu berjast um hylli áhorfenda á MTV-kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Los Angeles. Báðar eru tilnefndar sem besta myndin og keppa þar við Little Miss Sunshine, Blades of Glory og Borat. Tilkynnt hefur verið að Sarah Silverman muni kynna hátíðina, sem verður sýnd í beinni útsendingu í fyrsta sinn. MTV-hátíðin sker sig nokkuð úr öðrum uppskeruhátíðum enda eru verðlaunaflokkarnir þar nokkuð fjölbreyttari en flestir eiga að venjast. Nægir þar að nefna að verðlaunað er fyrir besta kossinn, besta bardagaatriðið og mesta illmennið en þar berjast gömlu brýnin Jack Nicholson og Meryl Streep um sigurinn. Johnny Depp og Keira Knightley eru bæði tilnefnd sem bestu leikararnir fyrir frammistöðu sína í sjóræningjamyndinni Pirates of the Caribbean. Þau munu berjast þar við Gerard Butler úr 300, Will Smith í Pursuit of Happyness og Draumastúlkurnar Beyoncé Knowles og Jennifer Hudson. Sasha Baron Cohen verður einnig áberandi en hann er meðal annars tilnefndur sem besti gamanleikarinn fyrir Borat og etur þar kappi við Ben Stiller, Will Ferrell, Adam Sandler og Emily Blunt. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Stórsmellurinn 300 og sjóræningjarnir á Karíbahafinu berjast um hylli áhorfenda á MTV-kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Los Angeles. Báðar eru tilnefndar sem besta myndin og keppa þar við Little Miss Sunshine, Blades of Glory og Borat. Tilkynnt hefur verið að Sarah Silverman muni kynna hátíðina, sem verður sýnd í beinni útsendingu í fyrsta sinn. MTV-hátíðin sker sig nokkuð úr öðrum uppskeruhátíðum enda eru verðlaunaflokkarnir þar nokkuð fjölbreyttari en flestir eiga að venjast. Nægir þar að nefna að verðlaunað er fyrir besta kossinn, besta bardagaatriðið og mesta illmennið en þar berjast gömlu brýnin Jack Nicholson og Meryl Streep um sigurinn. Johnny Depp og Keira Knightley eru bæði tilnefnd sem bestu leikararnir fyrir frammistöðu sína í sjóræningjamyndinni Pirates of the Caribbean. Þau munu berjast þar við Gerard Butler úr 300, Will Smith í Pursuit of Happyness og Draumastúlkurnar Beyoncé Knowles og Jennifer Hudson. Sasha Baron Cohen verður einnig áberandi en hann er meðal annars tilnefndur sem besti gamanleikarinn fyrir Borat og etur þar kappi við Ben Stiller, Will Ferrell, Adam Sandler og Emily Blunt.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira