Týndu börnin koma fram 25. apríl 2007 06:00 Nú bíð ég pollrólegur eftir að uppgjörahrinan í Kauphöllinni hefjist. Bankarnir verða í fluggír eins og greiningardeildirnir spá og sjáum við væntanlega ótrúlegar tölur. Hvaða heilvita manni hefði dottið það í hug að Exista ætti eftir að hagnast um fimmtíu milljarða króna á einum ársfjórðungi? Árið hefur svo sannarlega verið stórt hjá bönkunum og ávöxtunin í Kaupþingi og Landsbankanum er orðin meiri en allt árið í fyrra. Ég er ekki sannfærður um að góð bankauppgjör muni bústa markaðinn áfram heldur miklu fremur yfirtökur og fyrirtækjakaup eins og allir búast við að verði. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að Barclays myndi taka yfir ABN Amro? Þetta er bara byrjunin á því sem koma skal í Evrópu og er ég ekki í nokkrum vafa um að Íslendingar munu eins og svo oft áður troða sér fremst. En allur þessi eltingarleikur fjárfesta á eftir bönkunum hefur bitnað á stórum hópi fyrirtækja. Ég hef sagt áður að það séu enn þá ótrúlega mörg tækifæri á okkar smáa hlutabréfamarkaði og horfi þar sérstaklega til rekstrarfélaganna, týndu barnanna á hlutabréfamarkaði. Þau minna mig svolítið á stóra systkinið sem gufar upp þegar litla barnið kemur í heiminn. Allt í einu vill enginn af þeim vita. Ég velti því fyrir mér hvernig á þessu standi. Getur verið að fyrirsagnir eins og „Afkoman í ár verður lituð af samþættingarkostnaði“ hræði líftóruna úr fjárfestum? Hér á ég auðvitað ekki við stóru útrásarfélögin Actavis og Bakkavör heldur smærri rekstrarfélög á borð við Alfesca, Eimskipafélagið Icelandair Group, Marel, Mosaic og Össur. Fyrir þá sem vilja líta lengra fram á veginn en sem nemur sjónvarpsdagskrá kvöldsins eru þetta þau félög sem ég trúi að eigi hvað mest inni. Mörg þessara félaga eru annaðhvort komin langt á veg að ganga frá fyrirtækjakaupum, þar sem samþættingarkostnaður litar uppgjörin, eða að stíga næstu skref í ytri vexti. Og flest eru þau ódýr í alþjóðlegum samanburði. Sjáið nú bara að bókfært eigið fé þeirra sumra, eins og Icelandair, er sennilega hærra en markaðsverðmæti þeirra. Ef spádómar mínir ganga eftir um að krónan gefi eftir á seinni hluta ársins þá er sannkölluð gós-entíð fram undan hjá þeim sem trúa að tími rekstrarfélaganna sé að renna upp. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Nú bíð ég pollrólegur eftir að uppgjörahrinan í Kauphöllinni hefjist. Bankarnir verða í fluggír eins og greiningardeildirnir spá og sjáum við væntanlega ótrúlegar tölur. Hvaða heilvita manni hefði dottið það í hug að Exista ætti eftir að hagnast um fimmtíu milljarða króna á einum ársfjórðungi? Árið hefur svo sannarlega verið stórt hjá bönkunum og ávöxtunin í Kaupþingi og Landsbankanum er orðin meiri en allt árið í fyrra. Ég er ekki sannfærður um að góð bankauppgjör muni bústa markaðinn áfram heldur miklu fremur yfirtökur og fyrirtækjakaup eins og allir búast við að verði. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að Barclays myndi taka yfir ABN Amro? Þetta er bara byrjunin á því sem koma skal í Evrópu og er ég ekki í nokkrum vafa um að Íslendingar munu eins og svo oft áður troða sér fremst. En allur þessi eltingarleikur fjárfesta á eftir bönkunum hefur bitnað á stórum hópi fyrirtækja. Ég hef sagt áður að það séu enn þá ótrúlega mörg tækifæri á okkar smáa hlutabréfamarkaði og horfi þar sérstaklega til rekstrarfélaganna, týndu barnanna á hlutabréfamarkaði. Þau minna mig svolítið á stóra systkinið sem gufar upp þegar litla barnið kemur í heiminn. Allt í einu vill enginn af þeim vita. Ég velti því fyrir mér hvernig á þessu standi. Getur verið að fyrirsagnir eins og „Afkoman í ár verður lituð af samþættingarkostnaði“ hræði líftóruna úr fjárfestum? Hér á ég auðvitað ekki við stóru útrásarfélögin Actavis og Bakkavör heldur smærri rekstrarfélög á borð við Alfesca, Eimskipafélagið Icelandair Group, Marel, Mosaic og Össur. Fyrir þá sem vilja líta lengra fram á veginn en sem nemur sjónvarpsdagskrá kvöldsins eru þetta þau félög sem ég trúi að eigi hvað mest inni. Mörg þessara félaga eru annaðhvort komin langt á veg að ganga frá fyrirtækjakaupum, þar sem samþættingarkostnaður litar uppgjörin, eða að stíga næstu skref í ytri vexti. Og flest eru þau ódýr í alþjóðlegum samanburði. Sjáið nú bara að bókfært eigið fé þeirra sumra, eins og Icelandair, er sennilega hærra en markaðsverðmæti þeirra. Ef spádómar mínir ganga eftir um að krónan gefi eftir á seinni hluta ársins þá er sannkölluð gós-entíð fram undan hjá þeim sem trúa að tími rekstrarfélaganna sé að renna upp. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira