Deerhoof: Friend Opportunity -fjórar stjörnur 20. apríl 2007 09:30 Deerhoof heldur áfram að koma á óvart á enn einni plötunni. Stórfengleg sveit. The Runners Four með Deerhoof var án ef ein af bestu plötum ársins 2005 og var mun sykursætari en fyrri verk hljómsveitarinnar. Á Friend Opportunity hljómar Deerhoof mun líkari því sem hún gerði fyrir The Runners Four en poppið heldur þó áfram að vera nokkuð ríkjandi. Hér er samt ekki um að ræða eitthvað einn, tveir, þrír tyggjókúlu popp, heldur rokkað, vel framsækið og dýrslegt popp. Það hljóta samt að vera skiptar skoðanir um hvort flokka eigi Deerhoof í popp eða rokk eða yfirleitt einhvern flokk yfir höfuð. Mér finnst best að kalla þetta hávaðapopp en hverjum er ekki sama? Tónlist Deerhoof er fjölbreytt, jafnvel enn þann dag í dag, þrátt fyrir að Friend Opportunity sé áttunda plata Deerhoof í fullri lengd. En það er kannski það sem heillar mest við Deerhoof, maður veit í raun aldrei á hverju maður á von. Friend Opportunity er reyndar fyrsta plata Deerhoof sem tríós en tríóið virðist ekki mikið sakna fjórða mannsins. Trommuleikarinn Greg Saunier heldur áfram að galdra fram magnþrunginn trommuslátt, söngur hinnar japönsku Satomi Matsuzaki heldur áfram að vera jafn ferlega seyðandi og John Dieterich er alltaf jafn svalur á gítarnum. Fyrsta lagið, The Perfect Me, sýnir kannski best hversu uggvænlega þétt sveitin er. The Galaxist, Matchbook Seeks Maniac og Cast of Crown eru síðan aðrir hápunktar plötunnar. Þrátt fyrir að þessi plata sé mun tilraunakenndari en The Runners Four nær Deerhoof alltaf að halda sig innan siðlegra marka. Hver tónn er gildishlaðinn þó mörg viðmið séu brotin en sveitin nær þó ekki að framkalla eins grípandi plötu og The Runners Four var. Friend Opportunity reynir vissulega á hlustandann en skilur mikið eftir sig. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
The Runners Four með Deerhoof var án ef ein af bestu plötum ársins 2005 og var mun sykursætari en fyrri verk hljómsveitarinnar. Á Friend Opportunity hljómar Deerhoof mun líkari því sem hún gerði fyrir The Runners Four en poppið heldur þó áfram að vera nokkuð ríkjandi. Hér er samt ekki um að ræða eitthvað einn, tveir, þrír tyggjókúlu popp, heldur rokkað, vel framsækið og dýrslegt popp. Það hljóta samt að vera skiptar skoðanir um hvort flokka eigi Deerhoof í popp eða rokk eða yfirleitt einhvern flokk yfir höfuð. Mér finnst best að kalla þetta hávaðapopp en hverjum er ekki sama? Tónlist Deerhoof er fjölbreytt, jafnvel enn þann dag í dag, þrátt fyrir að Friend Opportunity sé áttunda plata Deerhoof í fullri lengd. En það er kannski það sem heillar mest við Deerhoof, maður veit í raun aldrei á hverju maður á von. Friend Opportunity er reyndar fyrsta plata Deerhoof sem tríós en tríóið virðist ekki mikið sakna fjórða mannsins. Trommuleikarinn Greg Saunier heldur áfram að galdra fram magnþrunginn trommuslátt, söngur hinnar japönsku Satomi Matsuzaki heldur áfram að vera jafn ferlega seyðandi og John Dieterich er alltaf jafn svalur á gítarnum. Fyrsta lagið, The Perfect Me, sýnir kannski best hversu uggvænlega þétt sveitin er. The Galaxist, Matchbook Seeks Maniac og Cast of Crown eru síðan aðrir hápunktar plötunnar. Þrátt fyrir að þessi plata sé mun tilraunakenndari en The Runners Four nær Deerhoof alltaf að halda sig innan siðlegra marka. Hver tónn er gildishlaðinn þó mörg viðmið séu brotin en sveitin nær þó ekki að framkalla eins grípandi plötu og The Runners Four var. Friend Opportunity reynir vissulega á hlustandann en skilur mikið eftir sig. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira